Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 43 Tónleikar Buena Vista Social Club, sem eru í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í kvöld, hefjast ekki klukkan átta eins og auglýst hefur verið, heldur klukkan níu. Þá verður húsið ekki opnað klukkan sjö, heldur átta. Þetta kemur til vegna breytinga á ferðatilhögun hópsins. Buena Vista Social Club er landanum kunnugur í gegnum heimildarmynd með sama nafni. Einnig spilaði hljómsveitin hér við góðan orðstír árið 2001. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu síðustu tvo mánuði en enda ferðalagið hér og verður því líklega kátt í höllinni. Tónleikarnir eru standandi að mestu, en stúkurnar bjóðast þeim sem vilja hvíla sig á sveiflunni. Enn eru til miðar á tónleikana og kostar 4.900 krónur inn. - kbs Breyttur tími BREYTTU FERÐATILHÖGUN Buena Vista seinkar í kvöld. DLX ATX (Deluxe Attacks), Æla og Swords of Chaos spila á Organ í kvöld. DLX ATX hafa vakið athygli nýverið en bandið er tvíeyki skipað bassaleikara sem syngur, hinum írska Greg Barrett, og trommuleikara, Pétri Má Guðmundssyni, sem leikur einnig með Bacon og Skátum. Ælu þarf vart að kynna fyrir pönkur- um landsins og Swords of Chaos ekki fyrir harðkjarnanum. Á tónleikunum má því finna góða blöndu af rokki. Greg segir böndin eiga það sameiginlegt að „hafa áhuga á hvað geti komið úr hefðbundnum hljóðfærum með nýrri nálgun“. Hann bætir við að allir sem ekki fengu miða á Damien Rice geti séð annan Íra skammt frá. „Og kannski verðum við báðir að syngja fyrir bjór á Celtic Cross eftir tónleikana.“ Húsið opnar klukkan níu og kostar 1000 krónur inn. - kbs Rokkblanda Á UPPLEIÐ DLX ATX skapa sér nafn. MYND/GREG Orðrómur hefur verið á kreiki um að nokkrir dansarar muni heimsækja verslunina Liborius einhvern tímann í dag og halda þar danssýningu. Dansararnir munu mæta og yfirtaka verslunina á einhverjum tímapunkti og halda þar danssýn- ingu innan um viðskiptavini og tískuklæðnað. Jóhann Meunier, eigandi verslunarinnar, segist hafa heyrt af fyrirhugaðri yfirtöku, „Ég veit að ég gæti átt von á dönsurum hingað inn en veit ekki hvenær eða hverjir þeir eru. Mér finnst þó hugmyndin mjög sniðug og vona að það verði af þessu.“ Þeir sem eiga leið um Laugaveginn í dag ættu því að vera með augun opin fyrir hinum leyndar- dómsfullu dönsurum en á meðal þeirra ku vera margverðlaunaður breikdansari. - sm Leynilegir dansarar í Liborius DANSARAR Í LIBORIUS Jóhann Meunier segist ekki vita hvenær von er á dönsurunum. Matt Groening hefur staðfest að það verði gerð önnur mynd um helsta sköpunarverk hans, Simpsons-fjölskylduna alræmdu. Fyrsta myndin, sem hét því frumlega nafni The Simpsons Movie, hlaut afar góðar viðtökur á síðasta ári og rakaði inn 500 milljónum dollara í miðasölu. Groening hefur þó ekki gefið út neinar yfirlýsingar um hvenær framhaldsins verði að vænta. „Það mun gerast á einhverjum tímapunkti, en ég hef ekki hugmynd um hvenær. Fyrsta myndin tók okkur fjögur ár – aðallega af því að okkur líkar ekki að vinna neitt meira en við gerum nú þegar. Við munum koma að því, ég er viss um það,“ segir Groening. Önnur mynd væntanleg HÓMER AFTUR Á TJALDIÐ Skapari Simp- sons-fjölskyldunnar segist stefna að því að gera aðra mynd um ævintýri hennar, en vill engu lofa um hvenær það gæti orðið. Á meðan Pete Doherty var á tónleikaferðalagi um Spán var brotist inn á heimili hans og höfðu þjófarnir á brott með sér gítar og þrjú málverka hans sem hann málaði með blóði. Doherty sjálfur var fangelsaður í sex mánuði árið 2003 fyrir að hafa brotist inn til Carls Barat, félaga hans úr hljómsveitinni The Libertines. Það er því spurning hvort þjófnaðurinn heima hjá Doherty sé karma, eða einfald- lega verk eiturlyfjasala að rukka gamla skuld. Blóðmálverk- um Pete Do- herty rænt KRINGLUNNI // SMÁRALIND // KEFLAVÍK ÚTSALAN HEFST Í D AG BOLIR FRÁ 1.500,- SKYRTUR FRÁ 2.500 ,- PEYSUR FRÁ 3.000, - BUXUR FRÁ 4.000,- JAKKAR FRÁ 4.000,- SKÓR FRÁ 2.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.