Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 54
34 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Tvær áhugaverðar mynd- listarsýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á laugar- daginn kemur. Á báðum sýningunum má sjá lista- verk frá Ameríku, en þær eru að öðru leyti afar ólíkar innbyrðis. Áhugafólk um myndlist hlýtur að taka því fagnandi að fá tækifæri til þess að berja augum samtíma- list frá Vesturheimi, enda straum- ar og stefnur þar oft á skjön við það sem gerist í Evrópu. Önnur sýninganna býður upp á myndlist eftir Bandaríkjamanninn Creighton Michael, en hin er sýn- ing á keramíkverkum frá Ník- aragva. Verk eftir Creighton Michael verða reyndar á tveimur mynd- listarsýningum á höfuðborgar- svæðinu næstu vikurnar þar sem auk sýningarinnar í Hafnarborg verður sýning á verkum hans opnuð í StartArt 31. júlí. Creighton Michael vinnur verk sín í ýmsa miðla, en í öllum verkum sínum leggur hann fyrst og fremst áherslu á teikningu. Hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á pappír, auk skúlptúrteikninga í ýmis efni. Á sýningunni í Hafnar- borg má þannig sjá bæði skúlpt- úra og grafíkverk. Listamaðurinn býr og starfar í New York, en hann kemur til Íslands til þess að vera viðstaddur opnanirnar hér. Níkaragva er stærsta land Mið- Ameríku og keramík þaðan á sér djúpstæða menningarlega sögu. Nú í fyrsta sinn í sögunni er sam- tímakeramík frá Níkaragva til sýnis í evrópskum söfnum, en sýningin í Hafnarborg kemur hingað frá Eistlandi og hefur áður verið sýnd í þremur dönskum söfnum. Ýmsir fræðimenn sem rannsak- að hafa menningu Níkaragva telja að skrautlegir og fagrir keramík- munir hafi verið dýrmætasti varningurinn í héraðinu San Juan á öldum áður, líkt og hrafntinna og gull voru í öðrum héruðum. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að fíngert keramík hafi verið notað í trúarlegum tilgangi í Ník- aragva og að pottarnir og ílátin frá þessum tíma hafi meðal ann- ars verið notuð við fórnir. Fyrir fimm hundruð árum lögðu Evrópumenn Níkaragva undir sig en með sýningu þessari hafa leir- kerasmiðir og listamenn frá Ník- aragva hafið sína eigin menning- arlegu innrás í Evrópu. vigdis@frettabladid.is Tvær sýningar frá Ameríku FÖGUR LEIRLIST Keramíkverk frá Níkaragva. DAGSLJÓS Birtumagnið er afskaplega breytilegt hér á landi; mætti segja að það væri ýmist í ökkla eða eyra eftir árstíð. Sýningin Ljós í myrkri, sem fjall- ar um breytingar á dagsljósi milli árstíða, milli daga og yfir daginn, verður opnuð í Gallerí 100°, Bæj- arhálsi 1, í dag kl. 17. Sem kunnugt er hefur veðurfar og árstíðir afar mikil áhrif á magn náttúrulegrar birtu hér á landi. Rafmagnslýs- ingu er stöðugt verið að þróa, meðal annars í þá átt að líkja eftir dagsbirtu og nálgast þau áhrif sem hún hefur á fólk. Kastljósi sýningarinnar verður meðal annars beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á mannslíkamann. Þar eru hormón- in kortisól og melantónín í sviðs- ljósinu. Þau stjórna líkamsklukk- unni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en mel- antónín veldur syfju. Að sýning- unni koma sérfræðingar á ýmsum sviðum híbýla- og skrifstofulýs- ingar og verða dagsbirtulýsing og skammdegislýsing í brennidepli. Þar skiptir litur ljóssins ekki síður máli en styrkur þess og á sýning- unni verða kynntar niðurstöður ljósmyndarannsóknar á sólsetrinu í Reykjavík. - vþ Kastljósi beint að dagsljósi árstíðanna Allt frá upphafi uppgangs raf- rænna miðla hafa reglulega heyrst raddir sem halda því fram að nýju miðlarnir muni ganga af bókinni dauðri. Fáir miðlar hafa þó vakið eins mikla skelfingu hjá bókaunn- endum eins og veraldarvefurinn, enda býður hann upp á ógrynni af ókeypis lesefni. Ekki síst hafa útgefendur alfræðirita verið ugg- andi vegna vefsíðunnar Wikipediu sem býður notendum sínum upp á fróðleiksmola, misáreiðanlega að vísu, um allt og ekkert. Bölsýnis- menn hafa spáð fyrir um gríðar- legan samdrátt í sölu alfræðirita á næstu árum, sem myndi svo á end- anum leiða til þess að alfræðirit hættu með öllu að koma út og almenningur myndi í kjölfarið ráfa um alla eilífð í eyðimörk fáfræði og sinnuleysis. Svo fer þó ekki ef þýska Wikip- ediu-síðan fær einhverju um það ráðið. Í september kemur nefni- lega út þar í landi ógurlegur doðr- antur á pappír sem inniheldur 50.000 algengustu Wikipediu-leit- arfærslurnar. Með útgáfunni vill þýskur hluti Wikipedia, fyrirtæk- isins sem heldur utan um rekstur Wikipediu, reyna að ná til þess hóps sem ekki notar veraldarvef- inn sér til upplýsingaöflunar. Vefsíðan Wikipedia gerir not- endum sínum kleift að bæta við og breyta færslum og hefur því stundum verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni. Prentaða útgáfan inniheldur þó aðeins færslur og staðreyndir sem hafa verið kann- aðar ofan í kjölinn af fræðimönn- um og því ætti að vera óhætt að treysta þeim fróðleik sem í henni leynist. Þar sem innihald bókarinnar byggist á 50.000 algengustu leitarfærslum þýskra Wikipediu- notenda má leiða líkur að því að það verði með nokkuð öðru sniði en tíðkast gjarnan í alfræðiritum. Til að mynda verður gerð góð grein fyrir sjónvarpsþáttunum House með Hugh Laurie í aðal- hlutverki, en þættirnir njóta mik- illa vinsælda í Þýskalandi. Einnig verður fjallað ítarlega um Cörlu Bruni, eiginkonu franska forset- ans Nicholas Sarkozy, og leikja- tölvuna Playstation 3. Eflaust sýnist sitt hverjum um innihald þessa fræðirits, en svo mikið er víst að bókin gefur nokkuð glögga mynd af helstu áhugamálum þýskra tölvunotenda á seinni hluta fyrsta áratugs 21. aldarinn- ar. Fréttir af útgáfu vefsíðunnar á bókarformi hafa eðlilega vakið töluverða athygli í Þýskalandi, ekki síst þar sem útgefendur Brockhaus-alfræðiritsins, virt- asta og vinsælasta alfræðirits Þýskalands til þessa, tilkynntu nýverið að fljótlega yrði opnuð vefsíða þar sem nálgast mætti ritið á tölvutæku formi. Þannig færir vefurinn sig á prent á sama tíma og prentið færir sig á vef- inn. Hringrás miðlunar er sann- arlega endalaus. - vþ Þýsk alþýðufræði á prent STAPPFULL BÓKAHILLA Hver veit nema bókaútgáfa Wikipediu verði til í bókahillum flestra þýskra heimila innan nokkurra mánaða. Myndlistarkonan Björk Guðna- dóttir opnar sýningu sína Kennsl í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ á laugardag kl. 16. Í skáldskaparfræði Aristóteles- ar eru kennsl það þegar ein per- sóna harmleiks þekkist skyndi- lega eða uppgötvar uppruna sinn eða sitt sanna sjálf, oft með geig- vænlegum afleiðingum. Sýningin samanstendur af lér- eftsskúlptúr, tréristu og karton- þrykki, en þetta er allt sett saman í innsetningu sem snertir fleti til- vistar, samskipta og innra lífs. Suðsuðvestur er til húsa á Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Opnun- artími er laugardaga og sunnudag frá kl. 13–17 og annars eftir sam- komulagi. Sýning Bjarkar mun standa til 24. ágúst. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. - vþ Kennsl með geigvæn- legum afleiðingum MYNDLIST Í REYKJANESBÆ Verk eftir Björk Guðnadóttur. Á sjöundu og síðustu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahúss- ins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu nú á laugardag kemur fram kvartett söngkon- unnar Maríu Magnúsdóttur. Auk Maríu skipa kvartettinn þeir Eðvarð Lárusson gítarleikari, Ingólfur Magnús- son bassaleikari og Jón Óskar Jónsson trommuleik- ari. Kvartettinn mun flytja eigin útsetningar á tónlist söngkonunn- ar Joni Mitchell frá árunum 1968- 1980. María Magnúsdóttir útskrifað- ist frá Tónlistarskóla FÍH í vor og vinnur nú að gerð sinnar fyrstu plötu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á veitingastaðnum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Sumardjass á Jómfrúnni kveður í bili MARÍA MAGN- ÚSDÓTTIR Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verk- um Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila upp- setningu verkanna „af öryggis- ástæðum“. Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðju- hverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismál- um. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigend- um gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kín- verskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Pek- ing enda gerast kínverskir auð- menn æ frekari í söfnun á mynd- list á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þor- gerður Katrín að sjá annars staðar. - pbb Verk Warhols bönnuð í Kína MYNDLIST Verk Andys Warhol má ekki sýna í Kína í ágúst.gullsmiðjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.