Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 36
● fréttablaðið ● útivist og ferðalög 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR4
Jóhanna Benediktsdóttir ráð-
leggur fólki að hafa ferskt, gott
og hollt nesti með í göngur og
önnur ferðalög.
Útivistarunnandinn Jóhanna Bene-
diktsdóttir hefur mikinn áhuga á
stangveiði, fjallgöngum og holl-
um mat. Hún telur nauðsynlegt
að hafa alltaf gott nesti meðferð-
is, þar sem það sé undirstaðan að
góðu úthaldi. „Í allri útivist skipt-
ir úthaldið miklu máli og þar leik-
ur matur stórt hlutverk. Hollt og
gott nesti veitir okkur aukna orku.
Súkkulaðið gefur okkur aðeins
skjótfengna orku en hollur matur
varanlega orku,“ útskýrir hún. „Ég
er með ákveðið óþol þannig að ég
borða bara lífrænar og ferskar
afurðir sem ég fæ í Fjarðarkaup-
um. Þar fæ ég einnig kjötáleggið
og harðfiskinn. Þetta breytta mat-
aræði hefur meðal annars hjálpað
mér að losna við mígreni,“ segir
Jóhanna, sem var svo væn að deila
með lesendum einföldum upp-
skriftum að ljúffengum samlokum
sem hægt er að henda í bakpokann
áður en lagt er af stað. - stp
Hollar og góðar samlokur
Brauðin eru öll frá Grímsbæ.
TILLAGA 1
lífrænt hvannarbrauð
salatblanda frá Lambhaga
spægipylsa frá Kjarnafæði
avókadó, niðursneitt
TILLAGA 2
lífrænt hvannar-
brauð
lúxus humm-
us frá Yndis-
auka
ramíro-paprika (sæt á
bragðið)
ristuð fræ (graskers-, sólblóma-
og sesamfræ)
Hollt og gott nesti
nauðsynlegt í göngur
Jóhanna, sem hefur unnið mikið með Útivist, mælir með
snakki í göngur. Til dæmis blönduðum hnetum og þurrk-
uðum apríkósum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Jóhanna
tekur lífræna
ávaxtasafa
alltaf með
í göngur,
sem hún
segir veita
sér aukna
orku. Hún
segir lífrænt
súkkulaði
með appelsínu-
bragði ekki síður gott.
TILLAGA 3
lífrænt fjölkornabrauð
íslensk gúrka
salatblanda frá Lambhaga
avókadó
ramíro-paprika (sæt á bragðið)
TILLAGA 4
lífrænt fjölkornabrauð
möndlumauk (lífrænt)
skógarberjasulta (lífræn)
Guðrún E. Gunnarsdóttir, formaður Matvæla- og
næringarfræðafélags Íslands, veit hvers konar
matvæli er gott að hafa með í ferðalög og hvernig á
að geyma þau.
Hún bendir á að suma kælivöru þurfi að geyma
við 0 til 4°C ef koma á í veg fyrir vöxt óæski-
legra örvera. „Gott ráð er að kaupa frosinn mat og
leyfa honum að þiðna í kæliboxinu, ásamt því að
nota kælikubba svo maturinn haldist lengur kald-
ur.“ Hún segir líka mikilvægt að láta sólina hvorki
skína á matinn né kæliboxið. Best sé að geyma
það neðst í bílnum eða breiða yfir það. „Mjólk er
líka fljót að skemmast ef hún hitnar. G-mjólkin er
hins vegar góður kostur sem og sýrðar mjólkur-
vörur, því þær eru ekki eins viðkvæmar fyrir hita-
stigssveiflum. Brauð er hins vegar ekki kælivara
og geymist vel við stofuhita. Sumt grænmeti eins
og tómatar, gúrkur og paprika geymist líka ágæt-
lega þótt hitastig hækki aðeins. Hins vegar þarf að
passa niðurskorna grænmetið, sem er mjög við-
kvæmt fyrir hnjaski og geymist ekki lengi
ef hitastig hækkar.“
Þá segir hún ost heppilegra álegg
en majónes-salat í lengri göng-
ur. „Ostur þroskast hraðar við
hærra hitastig og verð-
ur bragðmeiri.
Þurrmatur hent-
ar líka í löng ferða-
lög þar sem kælingu
vantar.“ - kka
Ferskur matur í ferðalagið
Guðrún veit hvernig geyma á matvæli á ferðalögum og
halda þeim ferskum. FRETTABLAÐIÐ/AUÐUNN
● POPPAÐ Á PÖNNUNNI Popp
er tilvalið nasl bæði heima og að
heiman. Lítið mál er að poppa
í útilegum þar sem hægt er
að verða sér úti um popp-
korns pönnu í Skátabúðinni
hjá Skátamiðstöðinni en hún
er notuð til að poppa yfir
opnum eldi. Það er því engin
ástæða til að neita sér um brak-
andi poppkorn á ferðalaginu sem
er auk þess hollur og góður aukabiti.
Í íslenska sumrinu geta kvöldin verið köld í útilegunni. Þá er gott
að ylja sér með brennheitum súkkulaðisopa úr brúsa. Ef nætur-
hrollurinn ætlar að teygja sig fram eftir morgni ætti heitt súkku-
laði kryddað með chili-pipar að hætti Asteka að fá blóðið á hreyf-
ingu.
Chili-kryddað súkkulaði
uppskrift fyrir tvo
1 og 2/3 bollar mjólk
½ vanillustöng, klofin
eftir endilöngu
1 rauður chili-pipar
klofinn og fræ-
hreinsaður
1 kanilstöng
45 g hreint súkkulaði
Setjið vanillustöng, kanilstöng og chili-
pipar út í mjólk og hitið í potti á lágum hita. Brytjið niður súkkulaði og bræð-
ið í mjólk. Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur. Sigtið svo kryddið frá
og hellið á brúsa. Þeir sem ekki vilja eldsterkt súkkulaði geta minnkað magn ið af
chili-piparnum.
Chili-kryddað súkkulaði