Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 50
30 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Frökhen!
Bara svona til
gamans....
Ég var að
vhelta dhálitlu
fyrir mér...
Já!
Ég get komið
heilum finghri á
milli tannanna
í þér!
Ennþá með
það? Ó, jáh!
Sjáðu þetta!
Gömlu
Soundcruiser 200
XSLB-hátalarnir
mínir!
Nauh!
22 tommu keilur...
4 tommu
hátíðnihátalarar..,
65 wött með
vandaðri
vínylhlíf.
Einu sinni voru þessir hátal-
arar þeir stærstu í öllum
skólanum mínum.
Vá!
En pínlegt fyrir
þig.
Nei! Þá
þýddi
stærst
alltaf best!
Ó, Sfinx, hvað mun
framtíðin bera í
skauti sér?
Kúlu á enninu.
Að vissu leyti er ég
ánægð með að við áttum
enga saft.
Allir geta selt saft, en
við erum þau einu sem
höfum sett upp tómata-
og múffusölu!
Jáh!
Tómatar og múffur! Kaup-
ið tómatana og múffurnar
ykkar hér!
Og svo líkar
mér að fólk
skuli brosa
og veifa til
okkar.
Þau eru ekki
að veifa... Þau
eru að benda.
Æiiii. Fer það ekki
í taugarnar á þér
þegar þú ert búinn
að klæða þig og
líður þá eins og
þú þurfir að fara á
klósettið?
Tómatar og múffur
Að spila golf getur
verið jafn pirrandi og
það er fyrir blinda
manneskju að þræða
spotta í gegnum nál.
Þessi íþrótt er í sjálfu
sér brjáluð hugmynd
ef maður spáir í það.
Maður getur ekki annað
en velt fyrir sér hverju menn-
irnir sem fundu upp golfið hafa
verið á þegar þeir þróuðu þessa
hugmynd. En í dag stunda milljón-
ir manna þessa íþrótt um allan
heim. Mesta furða þykir mér að
það deyja fleiri á golfvellinum en
til dæmis í boxi eða öðrum bardag-
aíþróttum. Enda ekki skrítið því 80
prósent af hjartaáfalls-kandídöt-
um iðka golfíþróttina.
Ég myndi seint teljast afburða
iðkandi í þessari íþrótt enda hef
ég aðeins þrisvar sinnum farið
hring á alvöru golfvelli. Golf er
mjög skemmtilegt en skelfilegt
þegar illa gengur, ég hef kynnst
báðum aðstæðum. En þegar illa
gengur er erfitt að rífa sig upp úr
því. Í öðrum íþróttum, eins og fót-
bolta, er hægt að taka reiði sína út
á andstæðingum sínum með því að
brjóta á þeim. Ekki er vinsælt að
ráðast á meðspilara sína í golfinu.
Þegar illa gengur verður maður
sjálfum sér til ama og leiðinda.
Oft gerist það þegar spilarar hafa
fengið nóg af lélegu gengi að þeir
fara að svindla. Svindlararnir
hætta að telja lélegu höggin og eru
svo oft rétt á eftir efstu mönnum
þótt svo spilamennska þeirra hafi
verið til skammar.
En þessa þrjá hringi hef ég farið
með misjöfnum árangri en komst
að því í síðustu hringferð minni að
ég hef alla tíð haldið vitlaust á
kylfunum. Ég hugsaði þá strax að
ég hefði trúlega verið búinn að
gera miklu betra mót ef ég hefði
haldið rétt á bölvuðum kylfunum.
Ég væri trúlega búinn að fara
nokkrar holur í höggi og farið
undir pari restina.
Nú geta komandi andstæðingar
farið að vara sig! Ég kann núna að
halda rétt á kylfunum og hvert
glæsihöggið mun líta dagsins ljós.
Ef ekki, þá bara fær einhver að
finna fyrir því næst þegar ég fer í
fótbolta.
STUÐ MILLI STRÍÐA Golf er furðuleg íþrótt
MIKAEL MARINÓ RIVERA HEFUR ÞRISVAR SINNUM FARIÐ Í GOLF
Villidýr á verði