Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúr- unni. Við viljum græða á tálsýn- inni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vand- ræði og mótsögn. UM SÍÐUSTU helgi kvartaði hol- lenskur hjólreiðamaður yfir þessu hér í blaðinu. Það er búið að merkja alltof mikið á hálendinu, kveinaði hann, og svo eru rútu- farmar af pakki alltaf að flækjast fyrir mér. Hann þarf líklega að fara eitthvað annað næst til að fá auðnarþörfinni fullnægt. SJÁLFUR hef ég þó nokkra auðn- arþörf. Fátt er uppbyggilegra en að fara og skilja farsímann og dag- lega hjakkið eftir. Ég er þó það mikill amatör að ég nenni þessu ekki vikum saman og gleðst þegar ég kem aftur í þurrt hús eða sé rafmagnsmastur eftir að hafa arkað í óskipulögðum óbyggðun- um. Stór hluti af auðnarþörfinni er að finna frummanninn í sér með því að kúka á víðavangi. Fátt gerir mann að meiri manneskju en að kúka undir beru lofti og skilja svo fullkomlega við sönnunar- gögnin að þau eru að eilífu horfin í ómælisdjúp alheimsins. ÉG FULLNÆGÐI auðnarþörf- inni ágætlega á Laugaveginum í síðustu viku. Gekk veginn öfugan og var stundum einn klukkutím- um saman þangað til næsti hópur kom í flasið á mér. Kúkaði afvikið tvisvar með hjartslátt að hópur kæmi yfir hæðina. Braut í kyrrð- inni heilann um girnilega mat- seðla sem ég ætlaði að fá mér þegar þetta væri búið. Ætli þetta heiti ekki jin og jang. ÞAÐ var svo gott veður að ég ótt- aðist aldrei um líf mitt. Ég óð jök- ulár, hífði mig upp á kaðli og gekk upp heillangar og grýttar brekkur. Ekkert af þessu fer beinlínis í flokk mannrauna, sem er allt í lagi, enda er ég ekki nógu harð- kjarna til að finnast lífshætta skil- yrði fyrir fullkominni upplifun. Það er helst að kamrarnir í Hrafn- tinnuskeri hafi komist nálægt því að vera óyfirstíganlegur háski. Fátt herðir grautlint nútímafólk í vönduðum útivistarfatnaði meira en ferlega lyktandi kamrar. Kannski mætti því virkja þetta til útflutnings og selja útlendingun- um rándýran aðgang að þeim verstu. Auðnarþörfin F í t o n / S Í A Skítt með kerfið! Lifðu núna Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi Í dag er fimmtudagurinn 24. júlí, 207. dagur ársins. 4.10 13.34 22.56 3.33 13.19 23.02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.