Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 62
42 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! CHRISTIAN BALE, GARY OLDMAN, AARON ECKHART, MICHAEL CAINE, MORGAN FREEMAN OG HEATH LEDGER STÍGA EKKI FEILSPOR Í ÞESSARI MÖGNUÐU MYND! THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA! EIN BESTA MYND ALDARINNAR! EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 12 L L 7 12 L THE STRANGERS kl. 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 6 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 16 12 L THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45D 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 L 14 THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9 - 12 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 16 L 12 7 12 12 THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 HANCOCK kl. 10.20 MEET DAVE kl. 5.50 - 8 BIG STAN kl. 5.50 - 8 THE INCREDIBLE HULK kl. 10.10 SÍMI 530 1919 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á SPENNUTRYLLI Í USA! Einn magnaðasti spennutryllir fyrr og síðar! Byggður á sönnum atburðum! "MYNDASÖGUBÍÓMYNDIR EÐA BARA FRAMHALDS- MYNDIR YFIR HÖFUÐ GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA. FULLT HÚS STIGA! FRÁBÆR MYND. TOMMI - KVIKMYNDIR.IS "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!" "THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG." "THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI." T.S.K - 24 STUNDIR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS DIGITAL DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - ( 11:10 Power) 12 DECEPTION kl. 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L WANTED kl. 8 16 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 MAMMA MÍA kl. 8 L BIG STAN kl. 10:20 12 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 L KUNG FU PANDA m/Ensku tali kl. 8 L DECEPTION kl. 10 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 11 12 HELLBOY 2 kl. 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 8 L deception EF ÞÚ SÉRÐ EINA MYND Á ÁRINU ÞÁ ER ÞETTA MYNDIN! BESTA MYND ALDARINNAR! ÖRFÁ SÆTIUPPSELT DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 12 DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 VIP MAMMA MÍA kl. 3:40 - 6 - 8:20 L DECEPTION kl. 8 - 11:10 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L WANTED kl. 11:10 16 NARNIA 2 kl. 5 7 - bara lúxus Sími: 553 2075 THE DARK KNIGHT kl. 4, 7 og 10-POWER 12 HELLBOY 2 kl. 5.40, 8 og 10.15 12 MAMMA MIA kl. 3.30, 5.50 og 8 L KUNG FU PANDA - ÍSL. TAL kl. 4 L  - T.V, Kvikmyndir.is  - Ó.H.T, Rás 2  - L.I.B, Topp5.is/FBLV.J.V. - Topp5.is/FBL -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS  Tommi - kvikmyndir.is Í TÍMANS RÁS TEKIN UPP Viðar krýpur með snúrurnar, afi þenur nikkuna, Davíð Þór strýkur fílabeininu og Valdimar K. Sigurjóns- son plokkar bassann. Dísa hefur vakið athygli í sumar með sólóplötu sinni. Hún fylgir henni eftir þessa dagana og flytur lög sín ásamt gítarleikaranum Daníel F. Böðvarssyni. Þau spila á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og verða í Gamla bænum í Mývatnssveit á föstudagskvöldið. Á laugardagskvöldið verður Dísa svo ásamt Damien Rice, Eivöru Pálsdóttur og Magna á tónlistar- hátíðinni Bræðslunni á Borgar- firði eystri. Dísa fer norður DÍSA Þrennir tónleikar á þremur dögum. Listamaðurinn Örn Alexander Ámundason opnar í dag sýninguna Bartholomew í Gel Gallerí. Sýn- ingin verður opnuð klukkan 20 og er hún tileinkuð Bartholomew nokkrum Simpson, sem er líklega best þekktur sem ólátabelgurinn Bart Simpson. „Þetta eru lágmynd- ir svokallaðar sem ég hef verið að vinna í, þannig að þetta eru hvorki teikningar né málverk heldur nær því að vera skúlptúrar,“ segir lista- maðurinn Örn Alexander um sýn- ingu sína. Örn segist hafa unnið með Bart sem viðfangsefni síðast- liðin þrjú ár en að þau verk sem verði á sýningunni séu öll ný. „Ég hef verið að pæla svolítið í æsku- fyrirmyndum mínum upp á síð- kastið. Þegar ég var yngri átti ég Bart Simpson-grímu sem ég setti á mig þegar ég horfði á Simpsons- þættina í sjónvarpinu. Ég klæddi mig líka einu sinni upp sem Bart fyrir Halloween úti í Kanada. Með þessari sýningu hef ég verið að komast að því hægt og rólega af hverju hann var svona áhrifamikil fyrirmynd í minni æsku.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Örn Alexander heldur hefðbundna einkasýningu en hingað til hefur hann verið meira í því að koma fram og er meðal annars í hljóm- sveitinni Wu Tang Brothers, sem Örn segir vera fyrstu hiphop- “cover“-hljómsveit heims. „Ég hef haldið tónleika með Wu Tang Brothers og í fyrra reyndi ég að slá heimsmet í hvísluleik í garði Einars Jónssonar, við náðum ekki að slá metið en þetta var mjög gaman þrátt fyrir það,“ segi Örn Alexander að lokum. - sm Listasýning tileink- uð Bart Simpson Mugison spilar á Nasa annað kvöld. Þetta verður fyrsta giggið í bænum í langan tíma, Mugison var síðast á ferðinni í fyrra. Hljómsveitin er orðin gríðarlega þétt enda búin að djöflast á yfir fimmtíu tónleikum bara á síðustu rúmum tveimur mánuðum. „Í síðasta legg slógum við per- sónulegt met og spiluðum á 18 tón- leikum á 18 dögum,“ segir Mugison sjálfur frá Súðavík. „Nei, nei, ekk- ert mál. Ég held að Guðni Finnsson hafi bjargað okkur því auk þess að vera bassaleikari er hann næring- arráðgjafi hljómsveitarinnar. Hann er mjög naskur við að þefa upp sushi- og indverska veitingastaði.“ Hljómsveitin var síðast í Pól- landi. Tónleikarnir þar voru þeir bestu í ferðinni, segir Mugison. „Ég veit nú bara ekki hvað bærinn heit- ir en þetta var í þriggja tíma fjar- lægð frá Berlín. Þarna voru allir til í grín og glens sem er nú eitthvað annað en til dæmis Bretinn sem var bara stífur og mætti illa á tónleika. Ég held bara að pólska „krádið“ hafi verið það besta sem ég hef spilað fyrir lengi.“ Mugison segir Nasa-giggið vera lokatónleika og uppskeruhátíð. „Við viljum enda þetta tímabil með góðu rugli. Bæði Pétur Ben og Addi trommari eiga von á börnum og fara í barneignarfrí. Reyndar send- um við Adda heim fyrir tveimur vikum því bumban á konunni hans var orðin einum of stór. Við fengum Egil úr Sign í staðinn og á Nasa spila þeir báðir svo þetta verður extra þétt og hálfgert „spinal tap“ því þeir nota sömu pákuna.“ Fram undan segir Mugison vera að „hoppa í næstu plötu“ og svo séu einhver gigg bókuð í vetur. „Ann- ars verður maður bara að finna sér eitthvað að gera eins og gengur.“ Það kostar þúsundkall á tónleik- ana og miða má fá á Midi.is eða við innganginn. - glh Mugison snýr aftur SPILAR Í BÆNUM ANNAÐ KVÖLD Mugison sló persónulegt met og át indverskt og sushi. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Viðar Hákon Gíslason er á flótta úr tónlist- arbransanum. Hann lét sig þó hafa að taka upp plötu með afa sínum sem nú er komin út. Platan Í tímans rás með rakaranum og tónlistar- manninum Villa Valla (Vilbergi Vilbergssyni) á Ísafirði er komin út á vegum 12 Tóna. Aðalhvata- maður að útgáfunni er Viðar Hákon Gíslason, dóttursonur Villa. „Ég ólst upp á Ísafirði við glamrið í gamla kallinum, sem var alveg óstöðvandi,“ segir Viðar. „Hann notar allar pásur til að glamra á píanóið og er oft með æfingar í stofunni. Þessi óstöðvandi áhugi smitaðist í mig sem fór að bralla í tónlist, bæði að spila og taka upp. Svo fattaði ég á endanum að það lá beinast við að ég tæki upp tónlistina hans afa.“ Megnið af tónlistinni á nýju plötunni er eftir Villa en fyrsta platan hans kom út fyrir átta árum þegar honum „var ýtt í hljóðver á sjötugsafmælinu sínu“, eins og Viðar kallar það. „Þegar ég ákvað að gera plötuna vildi ég ná karakternum sem er í tónlistinni. Ég vildi að hans spilamennska nyti sín, að það yrði ákveðinn hráleiki í þessu og enginn hljóðversbragur. Þetta er heiðarleg tónlist og það var erfitt fyrir svona borgarbarn eins og mig að skemma þetta ekki með töffaraskap og stælum. Ég þurfti að afeitra mig.“ Viðar segist hafa farið vestur með „poka fullan af hljóðnemum“ og tekið plötuna upp í félagsheimilinu í Bolungarvík. Svo var hún mixuð í brjáluðum stormi í lýsistanki á Flateyri. Villi spilar á harmón- iku og tenór-saxófón og auk hljómsveitar hans koma meðal annars við sögu hljómsveitin Flís og KK, sem syngur eitt lag. Sjálfur er Viðar á flótta úr bransanum, hann er hættur í Motion Boys og veit ekki betur en að hljómsveitin Trabant sé alveg hætt. „Ég hef undanfarið helst verið að taka upp hljóðið í sjón- varpsþáttum en hvað tónlistina varðar held ég bara að það sé ekkert fram undan. En svo veit maður aldrei, fyrr en varir verður maður kannski kominn út í eitthvert nýtt kjaftæði.“ gunnarh@frettabladid.is Afeitraði sig fyrir afa sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.