Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 16
16 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Bráðnun jökla má vel sjá á Breiða- merkursandi þar sem Jökulsárlón stækkar á miklum hraða. Lónið sást fyrst árið 1934 og er nú að nálgast tuttugu ferkíló- metra að flatarmáli, að sögn Helga Björnssonar. Lónið hefur stækkað hratt síðustu ár og ekkert lát virðist á þeirri þróun. Undir skriðjöklinum er 25 kílómetra renna sem nær allt að þrjú hundruð kílómetra undir sjávarmál. Helgi er því fullviss að við óbreyttar aðstæður muni lónið bara halda áfram að stækka. LÓNIÐ STÆKKAR Á MIKLUM HRAÐA JÖKULSÁRLÓN FRÉTTASKÝRING HELGA TRYGGVADÓTTIR helgat@frettabladid.is Uppi hafa verið hugmyndir, frá þingmönnum stjórnarandstöðu sem og ríkis- stjórnar, um að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun tók til starfa 1. ágúst árið 1974. Fyrsti forstjórinn var Jón Sigurðsson, sem gegnir nú stöðu bankastjóra Norræna fjárfestingabankans. Meðal verkefna Þjóðhagsstofnunar var að semja þjóðhagsspár og -áætlanir og láta alþingismönnum og nefndum Alþingis í té upplýsingar og skýrslur um efnahagsmál. Stofnunin var lögð formlega niður 1. júlí 2002. Síðasti forstjór- inn var Þórður Friðjónsson sem nú er forstjóri Kauphallarinnar. Ástæðan var að greiningadeildir bankanna sem og sérfræðiaðilar vinnumarkaðarins höfðu nokkurn veginn tekið við hlutverki Þjóðhagsstofnunar. Hagstofa Íslands og fjármálaráðuneytið tóku við starfsemi Þjóðhagsstofnunar. Öllum starfsmönn- um Þjóðhagsstofnunar var boðið annað starf hjá þeim stofnunum sem tóku við verkefnunum. Dýrara var árið 2003 fyrir ríkið að reka starfsemi Þjóðhags- stofnunar sundraða, í fjármálaráðuneytinu og Hagstofunni, en sameinaða. Hverjir hafa stutt það að endurreisa Þjóðhagsstofnun? Vinstri-Græn hafa nokkrum sinnum lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að endurvekja Þjóðhagsstofnun, en það frumvarp hefur aldrei fengið afgreiðslu. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að líklega hefði ekki átt að leggja Þjóðhagsstofnun niður á sínum tíma, en Valgerður var ein þeirra sem var í stjórnarliðinu á þeim tíma. Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson lýstu einnig yfir stuðningi við þessa hugmynd. Hvaða hugmyndir hafa verið uppi um endurreisnina? Í frumvarpi Vinstri-grænna er lagt til að Þjóðhagsstofnun yrði sjálfstæð stofnun sem heyrði undir Alþingi. Stofnunin mundi þá starfa í skjóli Alþingis, líkt og Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins viðrar hins vegar aðra hugmynd. Hann leggur til að Alþingi geri samstarfssamning við Hagfræðistofnun HÍ sem gæti gert þjóðhagsspár og útreikninga líkt og Þjóðhagsstofnun gerði. FBL-GREINING: ÞINGMENN VILJA NÝJA ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Vilja að stofnunin starfi í skjóli Alþingis „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is FRÉTTASKÝRING: Bráðnun jökla Vatnajökull gæti komið bet- ur undan sumri en í fyrra vegna þess hversu mikið snjóaði í vetur. Allar líkur eru þó á að jökullinn haldi áfram að rýrna eins og á hverju ári síðustu tólf ár. „Ný jökulsker eru að birtast og þau sem fyrir voru verða sífellt stærri,“ segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. „Einnig má sjá heilu fjöllin rísa upp úr jöklinum þar sem fjallstindar stingast í gegnum ísbreiðuna sem situr eftir í dölum.“ Helgi flýgur reglulega yfir Vatnajökul og fylgist grannt með ástandi jökulsins. „Jökullinn hefur að jafnaði tapað einum metra af ís á ári undanfarin ár,“ segir Helgi. „Tapið er þó ekki jafndreift um jökulinn heldur mest niðri við sporðana auk þess sem fjallstindar eru að verða íslausir.“ Verra á sama tíma í fyrra Leiðangur sem kannaði ástand Vatnajökuls um síðustu helgi segir ástandið þó betra nú en á sama tíma í fyrra. „Heldur meira snjóaði síðasta vetur en árin á undan og það ver jökulinn fyrir sumarbráðnun nú,“ segir Helgi. „Jökullinn er hvítari vegna þess að enn eimir eftir af vetrar- snjónum sem endurkastar sólar- geislum betur. Þess vegna eigum við von á heldur minni leysingum næstu vikur heldur en verið hefur undanfarin ár.“ Jökullinn heldur áfram að rýrna Helgi segir þó enn eiga eftir að koma í ljós hvernig veðurfar það sem eftir lifir sumars fari með jökulinn. „Ef ekki kemur til hitabylgja ætti bráðnunin að öðru óbreyttu að verða minni en þessi síðustu ár,“ segir Helgi. Hann á þó ekki von á öðru en að jökullinn rýrni í ár eins og hann hefur gert á hverju ári síðastliðin tólf ár þrátt fyrir að tapið gæti orðið minna nú. Eldgos og snjóléttir vetur Mesta tap sem orðið hefur á jökl- inum sást árin 1997 og 2005, að sögn Helga. „Fyrra árið bráðnaði mikið vegna ösku sem lá yfir jöklinum eftir eldgos í Gjálp. Síðara árið var aftur á móti óvenju hlýtt auk þess sem veturinn á undan var snjóléttur.“ Helgi segir að ef lítið snjói að vetrarlagi komi jökulísinn fyrr í ljós þegar snjóþekja vetrarins bráðnar ofan af. Ísinn er dekkri að lit og bráðnar því mun hraðar í sólskininu en vetrarsnjórinn. Horfnir eftir 150 ár „Jafnvel við óbreytt loftslag myndu jöklarnir láta mikið á sjá næstu áratugina og verða alveg horfnir eftir um þrjú hundruð ár,“ segir Helgi. „Því er hins vegar spáð að hlýn- unin verði mun hraðari og miðað við þær spár höfum við reiknað út að jöklarnir hverfi á helmingi styttri tíma eða um 150 árum.“ Alltof hlýtt fyrir jöklana Helgi segir loftslagið nú einfald- lega of hlýtt fyrir jöklana. „Jöklarnir stækkuðu á kulda- skeiði sem geisaði hér frá þrett- ándu öld og fram til loka nítjándu aldar,“ segir Helgi. „Nú hefur hins vegar hlýnað í veðri alla tuttugustu öldina og á meðan hafa jöklarnir látið á sjá, einkum þó síðastliðinn áratug.“ Helgi telur litlum vafa undir- orpið að öra rýrnun allra síðustu árin megi rekja til gróðurhúsaá- hrifa og hlýnunar jarðar. „Aukin mengun veldur hlýnun og það eru allar líkur á því að sífellt muni herða á þeirri þróun,“ segir Helgi. Tindar rísa upp úr jökli SKEIÐARÁRJÖKULL Fjallstindur gægist upp úr ísbreiðunni en jökulísinn situr eftir í dölum. Jökulsker stækka með hverju árinu. MYND/HELGI BJÖRNSSON HELGI BJÖRNSSON Jöklafræðingur segir lítinn vafa leika á því lengur að hraða rýrnun jökla undanfarin ár megi rekja til hlýnunar jarðar af völdum gróður- húsaáhrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RÝRNUN JÖKLANNA Vatnajökull hefur tapað hluta af jökulísnum á hverju ári síð- ustu tólf ár, mest árin 1997 og 2005 þegar annars vegar kom til eldgos og hins vegar hitabylgja að sumri eftir snjóléttan vetur. AFKOMA VATNAJÖKULS 2 1 0 -1 -2 -3 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 ■ Vetrarsnjór ■ Sumarbráðnun ■ Afkoma jökulsinsmetrar krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.