Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 32
[ ]
Þó að sólin sé skaðleg húðinni
þá getur það líka verið skað-
legt að forðast hana alveg.
Húðkrabbamein hefur orðið æ
algengara á síðastliðnum árum og
miklu fé verið varið í forvarnir
gegn því. Nú er svo komið að marg-
ir forðast sólina alveg en það getur
verið skaðlegt beinum líkamans,
en greint er frá þessu á fréttavef
BBC.
Líkaminn fær hluta af nauðsyn-
legum skammti D-vítamíns frá sól-
inni. D-vítamín er nauðsynlegt
fyrir bein líkamans og skortur á
því getur valdið beinþynningu.
Þegar birta fellur á húðina myndar
hún D-vítamín sem er mikilvægt
fyrir styrkleika beinanna. Bein-
þynning er vandamál sem hrjáir
helming allra kvenna og um fimmt-
ung karlmanna yfir fimmtugt.
Talsmaður krabbameinsrannsókna
á Bretlandi segir að mikilvægt sé
fyrir líkamann að fá einhverja sól
og að vel sé hægt að fá nægilegt
magn af D-vítamíni í skrokkinn án
þess að húðin brenni. Mælt er með
fimmtán til tuttugu mínútum af sól
á dag.
Húðsjúkdómalæknar benda á að
tveggja vikna ferðalag á sólar-
strönd sé ekki nóg til að byggja
upp D-vítamínforða líkamans fyrir
árið.
Mikilvægara sé að fólk komist
út daglega, líka á skýjuðum dögum,
því það er frekar birtan en sólin
sem er húðinni nauðsynleg.
- kka
Sól góð fyrir beinin
Þó að sólin getur verið okkur skaðleg má ekki forðast hana alveg.
Vínber eru hollur ávöxtur. Þau vaxa vanalega í klösum sem geta verið
frá sex berjum upp í 300 ber. Berin geta verið svört, blá, gyllt, græn,
fjólublá og hvít.
Einn þriðji mannkyns virðist
vera með gen sem getur komið
í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Rannsókn á tæplega 150 þúsund
sjúkl ingum sýndi að sérstök teg-
und af CEPT-geni getur aukið
magns góðs HDL-kólesteróls í blóð-
inu, en þetta kemur frá á fréttavef
BBC. Breskar og hollenskar rann-
sóknir sem birtar hafa verið í tíma-
riti Bandarísku hjartasamtakana
sýndu fimm prósent færri hjarta-
áföll hjá fólki með þessi gen.
Sérfræðingar telja þessar niður-
stöður gefa betri skilning á orsaka-
samhengi hjartasjúkdóma og ættu
þær að auðvelda lyfjafyrirtækjum
að finna lyf gegn þeim. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar sýndu að hægt
er að draga úr hjartasjúkdómum
með því að hækka magn HDL-kól-
esteróls í blóðinu með lyfjum sem
hafa áhrif á CEPT-genin. Tilraun
var gerð með þess háttar lyf árið
2006 en því hætt eftir að hjarta-
sjúkdómar hjá þeim sem tóku lyfin
jukust.
Vísindamenn eru þó enn á því að
hægt sé að hafa áhrif á þessi gen
með lyfjagjöf og þannig auka magn
jákvæðs kólesteróls í blóðinu í von
um að koma í veg fyrir hjartasjúk-
dóma. - kka
Gen gegn hjartasjúkdómum
Nú er verið að rannsaka áhrif góðs
kólesteróls á hjartað.
JAFNRÉTTISHÚS Í SAMSTARFI VIÐ
SUNDHÖLL HAFNARFJARÐAR EFNIR
TIL SUNDNÁMSKEIÐS FYRIR KONUR
AF ERLENDUM UPPRUNA OG HEFST
ÞAÐ 26. JÚLÍ KL. 13.
Algengt er að konur sem hing-
að hafa flust úr fjarlægum lönd-
um kunni ekki að synda. Þar
með eru þær útilokaðar frá þeirri
ágætu íþrótt og þeim félagsskap
sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi
þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp
á sundnámskeið í samstarfi við
sundlaugarnar fyrir konur af er-
lendu bergi brotnar.
Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn,
26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar
og áformað er að halda slík nám-
skeið einnig í Grindavík og Breið-
holti. „Sund er mikilvægur hluti af
íslenskri menningu og við viljum
gefa konunum kost á að kynnast
því,“ segir Amal Tamimi,
framkvæmdastjóri
Jafnréttishúss. „Fyrir
utan að styrkja lík-
amann með því
eflir það sjálfs-
traust þeirra
og eykur
félags-
þroska því
þar bland-
ar fólk geði
hvert við
annað.“
- gun
Sund styrkir
sjálfstraust
Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup
Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan,
Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri.
Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY
sívaxandi virðingar og trausts um allan heim
krónum lagið
Frá
Fyll'ann takk!
Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt
spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er
ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið.
Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli
tölvunnar, spilarans og farsímans.
Vertu tilbúinn í sumarfríið!