Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 66

Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 66
46 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR GOLF Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson getur ekki tekið þátt í Íslandsmótinu í högg- leik vegna meiðsla. Sigurganga Birgis Leifs í Herjólfsdal mun því enda um helgina en hann hefur orðið Íslandsmeistari í tvö síðustu skiptin sem Íslandsmótið hefur farið fram í Eyjum, 1996 og 2003. Fréttablaðið heyrði í Birgi Leifi sem gæti kannski tekið upp viður- nefnið sérfræðingurinn í Herj- ólfsdal en Íslandsmótið í höggleik hófst í Eyjum í morgun. Sérstakt andrúmsloft „Þetta er mjög sérstakt svæði með sérstakt andrúmsloft. Mér finnst rosalega gaman að koma til Eyja, ég næ alltaf upp góðri stemningu þar og hef alltaf spilað vel í Eyjum. Þetta er svolítið spes völlur. Hann er inni í dal og það getur verið vindasamt og misvinda og það getur allt gerst þarna líka,“ segir Birgir Leifur. „Það má segja að völlurinn sé veðrið. Ef það er gott veður þá er gott skor en það getur verið and- styggilegt veður þarna. Hlutirnir geta breyst mikið á nokkrum holum. Það er því mjög mikilvægt á þessum velli að vera með réttar kylfur og vera á réttum stöðum sérstaklega þegar vont veður er til þess að forðast óþarfa vesen. Veðurspáin er nokkuð slæm fyrir helgina og morgundaginn [í dag] og það verður því fróðlegt að fylgjast með,“ segir Birgir Leifur sem lék á fjórum höggum undir pari þegar hann varð Íslands- meistari 2003. Sjö árum áður lék hann á þrem- ur höggum yfir parinu, var þá sjö höggum undir pari eftir tvo fyrstu dagana en lék lokadaginn á sjö höggum yfir pari eftir að hafa verið kominn með 11 högga forskot eftir þriðja daginn. Tækifæri úti um allan völl Birgir Leifur segir möguleikana meiri á fyrri níu holunum. „Völl- urinn er stuttur, það eru því tæki- færi út um allan völl en hann fyr- irgefur meira á fyrri níu. Þú getur þá leyft þér að taka „dræverinn“ oftar og sækja meira inn á flat- irnar. Á seinni níu þarftu bæði að vera skynsamur en taka einnig færin þegar þau gefast. Völlurinn getur refsað miklu fyrr á seinni níu holunum,“ segir Birgir Leifur. „Þú þarft mikla heppni ef það er vont veður og þú þarft að vera ákveðinn í þínu vali og það er mjög mikilvægt að slá ákveðið í boltann þegar þú ert búinn að taka ákvörðun.“ Leiknar eru 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leik- mönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skorin halda áfram keppni. Mikil spenna á mótinu Birgir Leifur spáir spennandi keppni í ár. „Það eru miklu fleiri farnir að stunda þetta af alvöru og það eru miklu fleiri farnir að blanda sér í baráttuna eins og sést á Kaupþingsmótaröðinni. Það geta fleiri unnið og það verður án efa mikil spenna á mótinu,“ segir Birgir Leifur sem mun eins og áður segir ekki keppa á mótinu í ár en hann mun lýsa keppninni í sjónvarpsútsendingu Stöð2 Sport bæði á laugardag og sunnudag. Vildi helst vera að spila „Maður verður að fá að vera aðeins viðloðinn þetta því það er ekki hægt að sleppa því að fara til Eyja á þessum tíma þó svo að ég vildi helst vilja vera að spila sjálfur. Ég verð bara að taka þetta næst. Staðan er á réttu róli og það er allt í góðum farvegi. Við erum mjög bjartsýnir á fram- haldið og ætlum bara að keyra þetta af stað fyrir næsta ár og reyna að vera komnir í hundrað prósent stand þá,“ segir Birgir Leifur. Hann býst ekkert sérstaklega við því að vera spurður ráða um helgina. „Ég held að menn séu komnir á þann stall að þeir eru farnir að þekkja sinn leik vel og setja upp sitt leikskipulag. Ég reikna ekki með því að menn leiti ráða hjá mér en maður er samt allur af vilja gerður til að hjálpa til og það væri ekki vandamál að gefa ráð,“ segir Birgir Leifur. ooj@frettabladid.is Það má segja að völlurinn sé veðrið Birgir Leifur Hafþórsson hefur orðið Íslandsmeistari í tvö síðustu skipti sem Íslandsmótið hefur farið fram í Eyjum. Íslandsmótið í höggleik hófst í morgun en Birgir Leifur verður ekki meðal keppenda í ár. SÉRSTAKUR VÖLLUR Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum á sér fáa líka. Alla daga frá10 til 22 800 5555 Meirihluti þjálfara í 2. deild segir dómgæslu í deildinni vera ásættanlega: Jónas vildi fá lengra bann fyrir frá KSÍ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRS- SON Íslandsmeistari 1996 og 2003. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Jónas Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari Völsungs, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann fyrir ummæli sem hann lét falla í fjölmiðlum þann 8. júlí síðastliðinn. Jónas gagnrýndi þar harðlega dómgæslu í garð síns liðs í 2. deildinni og sagði af sér vegna þess. KSÍ sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýs- ingu vegna málsins þar sem það harmaði ummælin og vísaði þeim á bug. „Mjög alvarlegar ásakanir koma fram í ummælum Jónasar og alveg ljóst að undir þeim verður ekki setið án viðbragða,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Viðbrögðin voru eins leiks bann. „Þeir eru bara hlæjandi og eyðileggja leikinn og eru bara stoltir af því,“ sagði Jónas meðal annars um dómara í 2. deild í viðtali á Fótbolti.net. Dómgæslan í leikjum Völsungs var honum ekki að skapi. „Ég get ekki tekið þátt í svona vitleysu, þetta er orðið rotið og dómararnir hafa algjörlega stjórn á því hvernig leikirnir fara [...] Þessir menn fá borgað fyrir þetta, þeir hafa ekkert leyfi til að koma brosandi út af eftir að hafa hegðað sér eins og fífl,“ var meðal annars haft eftir Jónasi. Dómurinn yfir Jónasi féll í gær sem hann óskaði að hefði verið stærri. „Þetta var ekki beisið,“ sagði Jónas um dóminn. „Ég bjóst við miklu lengra banni, og var reyndar að vonast til þess. Einhverju sem myndi halda þessu málefni vakandi,“ sagði Jónas sem er augljós- lega annt um að koma skoðunum sínum á framfæri. „Ég hélt að KSÍ ætlaði að reyna að vera harðara þegar svona hörð ummæli koma en það virðist ekki vera. Það er búið að senda kvartanir í tíu ár og það þýðir ekkert. Ég ákvað því að gera þetta af alvöru og ég held að það hafi kveikt í umræðunni,“ sagði Jónas. „Auðvitað áttu þeir ekki að gera neitt, það á ekki að dæma menn fyrir að segja satt og rétt frá heldur þá sem standa sig ekki í stykkinu,“ sagði Jónas. Fleiri bjuggust við mun lengra banni en hann sjálfur. Einn þeirra var Róbert Haraldsson, þjálfari Tindastóls, sem var einnig dæmdur í eins leiks bann í gær. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið það fyrir að labba inn á völlinn í leyfisleysi en hann tók út bann í viðkomandi leik. Einnig lét hann nokkur vel valin orð falla um dómarana. Fréttablaðið hafði samband við alla þjálfara félaganna tólf í 2. deild og spurði: „Finnst þér dómgæsla í 2. deild vera ásættanleg? Meiri- hluta þeirra fannst hún vera það, alls 66%. Könnunin var nafnlaus. Tólf umferðum er lokið í deildinni. Þjálfararnir voru margir hverjir ánægðir með umræðuna. Flestir þeir sem sögðu dómgæsluna vera ásættanlega tóku þó fram að vissulega væru þeir ekki alltaf sáttir með dómgæslu í sínum leikjum, ekki frekar en aðrir þjálfarar á Íslandi. Einn þjálfaranna tók undir margt sem Jónas hafði að segja um dómgæsluna. „Hún er mjög slök í svona 80% tilvika,“ sagði hann. „Það er ekki nógu mikið lagt upp úr þessu. Það er ótrúlegt hvað sumir dómarar eru að gera,“ sagði einn þjálfaranna. Annar þjálfarinn bætti við: „Það er svo sem ekkert nýtt að dómgæsla í 2. deild sé slök, en mér finnst þetta hafa farið talsvert versnandi síðustu ár og það er mikið áhyggjuefni. Það er eins og KSÍ og dómarastéttin valdi ekki þessarri fjölgun leikja í efstu deildum og fyrir vikið eru allt of slakir dómarar að dæma í neðri deildunum,“ sagði þjálfarinn. - hþh / óþ JÓNAS Fékk aðeins eins leiks bann fyrir hörð ummæli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SKARPURX FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LS A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.