Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 22
22 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 260 4.159 +1,09% Velta: 1.811 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,92 +0,29 ... Atorka 5,54 -0,72% ... Bakkavör 25,15 +0,00% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,31 +1,28% ... Glitnir 14,99 +0,88% ... Icelandair Group 17,05 +1,49% ... Kaupþing 725,00 +1,54% ... Landsbankinn 23,00 +1,10% ... Marel 85,60 +0,47% ... SPRON 3,00 +0,00% ... Straumur- Burðarás 9,26 +0,11% ... Teymi 1,60 +5,96% ... Össur 85,50 +0,00% MESTA HÆKKUN TEYMI +5,96% EIK BANKI +3,90% KAUPÞING +1,54% MESTA LÆKKUN ATORKA -0,72% FØROYA BANKI -0,35% Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5 prósent. Launavísitala í júní var 346,2 stig og hækkaði um 1,2 prósent frá fyrri mánuði. Kaup- máttur launa hefur dregist saman um 3,73 prósent á tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að í hækkun launavísi- tölunnar gætir áhrifa samkomu- lags aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Greining Landsbankans bendir á að greina má minnkandi eftirspurn í hagkerfinu vegna kaupmáttar- skerðingarinnar í fækkun í nýskráningum bíla og minni greiðslukortaveltu. - bþa Kaupmáttur launa skerðist „Í tilefni frétta í Markaðinum um það að umsjá eignarhaldsfélaga á vegum Hannesar Smárasonar séu í annarra höndum er rétt að taka það fram að þær fréttir eru alrangar,“ segir Gunnar Sturluson, lögmaður og stjórnarmaður EO eignarhalds- félags (sem áður hét Oddaflug), og kveðst furða sig á að sögusagnir sem slíkar rati í fréttir. Jafnframt segir Gunnar rangar frásagnir í fréttinni af yfirtöku til- greindra eigna. „Fjárfestingarfé- lagið Primus ehf. (nú FI fjárfesting- ar) hefur eins og önnur félög keypt og selt eignir, tekið lán og greitt upp skuldir, allt eftir aðstæðum hverju sinni, en hefur ekki þolað neina yfir- töku eigna eins og haldið var fram í Markaðnum,“ segir hann. - óká Engar eignir teknar yfir Allar nánari upplýsingar um tryggingar og aðrar reglur um lánveitingar úr þessum lánaflokki er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.ils.is og hjá Ívari Ragnarssyni, ivar@ils.is og Ástu Bragadóttur, astab@ils.is í síma 569 6900. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2008. Íbúðalánasjóður áskilur sér 7 daga til að svara umsóknum. Tilgangur Íbúðalánasjóðs er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks á að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Feitar konur missa vinnuna Meðan of feitir karlmenn eru engu líklegri til að verða reknir en grennri starfsbræður þeirra tvöfaldar offita líkurnar á að konur séu reknar. Þetta kemur fram í rannsókn Juho Härkönen við Yale-háskóla og Pekka Räsänen við Turku- háskóla í Finnlandi. Offita hefur sömuleiðis mun minni áhrif á laun karla en kvenna. Of feitar konur eru að meðaltali með 25.000 krónum lægri laun á mánuði en konur sem eru í kjörþyngd. Karl- menn sem eru yfir kjörþyngd geta hins vegar reiknað með að fá 6.000 lægri laun. Þessar niðurstöður koma fram þótt öðrum breytum, svo sem starfsgrein, menntun eða aldri sé haldið stöð- ugum. Fordómar gegn feitum Räsänen og Härkönen segja fordóma gegn of feitu fólki mjög útbreidda. Yfirmenn telji að feitir starfsmenn séu latari en grannir starfsmenn. Þá hafi offita mjög slæm áhrif á sjálfsmat fólks og geri að verkum að feitt fólk sé ekki eins lík- legt til að fara fram á launa- og stöðuhækkanir. Peningaskápurinn ... „Helsta ástæða þess að við erum að taka vélarnar í notkun nú er bágt efnahagsástand í heiminum,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Iceland Express mun taka tvær Boeing 737-700-vélar í notkun um miðjan september. Matthías Ims- land, Mark Norris, sölustjóri Boe- ing, og Shaun Monnery, fram- kvæmdastjóri Astreus Airlines, undirrituðu samning þess efnis í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að vélarnar séu allt að 40 prósent- um sparneytnari á hvern flugtíma en þær vélar sem hafa verið í notkun. Vélarnar koma í stað MD 90-véla sem félagið notaði áður. Matthías segir að með þessu muni félagið spara hundruð millj- óna. „Eldsneytiskostnaður bara fyrir júnímánuð í ár er meira en helmingi meiri en allt árið 2003,“ segir Matthías. Hann bætir við að það sé hreinn ágóði því búið sé að draga frá þann kostnað sem hlýst af því að skipta um vélar. - bþa Spara með nýjum vélum UNDIRRITUN SAMNINGS Mark Norris, sölu- stjóri Boeing í Evrópu, Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, og Shaun Monn- ery, framkvæmdastjóri Astreus Airlines. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Líklegt er að áhrifin af gjalddaga krónubréfa verði að einhverju leyti jákvæð þar sem líklegt er að aðgengi almennings og fyrirtækja að fjármögnun í erlendri mynt batni í kjölfarið,“ segir Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá grein- ingu Landsbankans. Í viðtali við Bjarna Benedikts- son og Illuga Gunnarsson í Mark- aðnum í gær settu þeir fram ákveðna gagnrýni á Seðlabanka Íslands um vítahring krónubréfa- útgáfu. Þar sagði að nauðsynlegt væri að fá langtímafjárfesta í stað skammtíma spákaupmanna til að draga úr sveiflum. Lúðvík segir það óljóst. Hann segir að stór gjalddagi krónubréfa í haust muni losa um erlendan gjaldeyri og hugsanlega liðka fyrir á gjaldeyrismarkaði. Lúðvík telur að veiking krónunnar sé komin fram og hún muni ekki veikjast frekar þrátt fyrir gjald- dagann. „Ég tel ekki forsendur fyrir frekari gengisveikingu krónunnar og að hún sé að mestu komin fram,“ segir Lúðvík. Hann bætir við að stór gjalddagi krónubréfa í haust muni losa um erlendan gjaldeyri og liðka fyrir á gjaldeyr- ismarkaði. Vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands mun hefjast í nóvember samkvæmt nýrri stýrivaxtaspá greiningar Landsbankans. Grein- ing gerir ráð fyrir því að vextir lækki í 15 prósent í árslok. Í spánni er gert ráð fyrir að atvinnulausum muni fjölga um 2.000 það sem eftir lifir árs. Auk þess segir að raunstýrivextir hafi verið neikvæðir undanfarna mán- uði. Vegna ört lækkandi verðbólgu í lok árs telur greining að raun- stýrivextir hækki til muna sem geri Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti. „Meginmunurinn á okkar spá og spá Seðlabankans er að við gerum ráð fyrir að það dragi hraðar úr verðbólgu og verðbólguvænting- um en gerir í spá Seðlabankans,“ segir Lúðvík. Hann bætir við að greining geri ekki ráð fyrir að það komi til víxlverkunar launa og verðbólgu sem hjálpi bankanum að lækka vexti fyrr en áður var talið. bjornthor@markadurinn.is Ástæðulaust að óttast krónubréf Hratt dregur úr verðbólgu. Stýrivextir lækka í nóv- ember samkvæmt stýrivaxtaspá Landsbankans. VAXTALÆKKUN Í NÓVEMBER Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá Landsbank- anum, segir gjalddaga krónubréfa kunna að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrismarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagnaður Nordea á öðrum ársfjórð- ungi var 110 milljarðar, (883 millj- ónir evra) örlítið lægri en spáð hafði verið. Greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir 111 milljörðum. Í kjölfar fréttanna lækkuðu bréf Nordea um 3,8 prósent í kauphöllinni í Stokk- hólmi. Sérfræðingar spá kólnun á sænskum bankamarkaði. Útlánatap hefur aukist nokkuð- hjá Noreda, mest í Eystrasaltsríkj- unum. Christian Clausen, banka- stjóri Nordea segir að minni hagvöxtur í Eystrasaltsríkjunum sé farinn að segja til sín, en staða bank- ans sé þó enn mjög sterk. Orðrómur hefur verið um mögu- legan samruna Nordea og Swed- bank. Dagens Industry hefur eftir greiningardeild verðbréfafyrirtæk- isins Cheuvreux að samruni við Swedbank myndi styrkja stöðu Nordea í Eystrasaltsríkjunu, Rúss- landi og Úkraínu, og gera hann ráð- andi á norrænum bankamarkaði. Í viðtali við fréttastofuna Direkt vildi Clausen ekkert tjá sig um þennan orðróm: „Ég hef áður sagt að við erum tilbúnir til að ræða samruna við aðra banka, og höfum lengi verið.“ Þá greinir Bloomberg frá því að Nordea kunni að kaupa á Roskilde Bank, en Nordea hefur hug á að stækka útibúanet sitt í Danmörku. Mikið hefur verið rætt um banka- samruna á Norðurlöndunum undan- farið. Þannig greindi Dagens Industry frá því í júní að viðræður hefðu átt sér stað milli Nordea og Handelsbanken. - msh Hagnaður milljarði undir spám CHRISTIAN CLAUSEN, BANKASTJÓRI NORDEA Undanfarið hafa stjórnendur Nordea talað um nauðsyn „norræns stórbanka“. MARKAÐURINN/NORDEA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.