Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 52
32 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Lands- mót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýning- unni má sjá 24 olíumyndir af lands- lagi þar sem gjarnan mætast him- inn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vand- lega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hug- leikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múla- koti var kunnur listmálari og í Múla- koti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við list- sköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er lista- konan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verk- um hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og upp- alin á Vestur-Sámsstöðum í Fljóts- hlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í graf- ískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst. Himinn, haf og land FLJÓTSHLÍÐIN Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur. Kl. 21.30 Tríó Snorra S. heiðrar djasstónlistar- manninn Chet Baker, sem lést fyrir sléttum tuttugu árum, á tónleikum í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 21.30. Tríóið skipa Snorri Sigurðar- son trompetleikari, Gunnar Hrafns- son bassaleikari og Ásgeir Ásgeirs- son gítarleikari. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. og hefst miðasala í Deiglunni í kvöld kl. 20.30. Sigurlaug Ragnarsdóttir listfræð- ingur annast leiðsögn um útilista- verk í miðbænum í kvöld kl. 20 þegar lagt verður upp í áttundu kvöld- göngu Kvosarinnar sem menningar- stofnanir Reykjavíkurborgar standa fyrir. Gangan tekur um klukkustund en í henni mun Sigurlaug kynna ólík- ar aðferðir við miðlun útilistaverka, gildi miðlunar og upplifun einstakl- ings á henni. Í göngunni verður lögð áhersla á að skoða útilistaverk á hug- myndafræðilegum grundvelli og draga þannig fram nýjar áherslur og nýja sýn auk þess að vekja upp spurningar um mikilvægi verkanna. Gangan hefst við Hafnarhúsið en boðið verður upp á stutt spjall í lokin. Sigurlaug er listfræðingur og menningarmiðlari. Hún hefur rann- sakað og safnað saman upplýsingum um útilistaverk í eigu og umsjón Reykjavíkurborgar með miðlun í huga. Sýningarsalir og kaffitería Hafn- arhússins er opin til kl. 22 öll fimmtu- dagskvöld en þar stendur nú yfir sýningin Tilraunamaraþon. Aðgang- ur að safninu er ókeypis. - vþ Menningu miðlað í miðbænum MIÐBÆRINN Miðlar menningu, en tökum við eftir því? Ferðaleikhúsið er elsta sjálfstæða fyrirtækið sem starfar hér á landi. Kristín G. Magnús stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Hall- dóri Snorrasyni, sem nú er fallinn frá, Ferðaleikhúsið árið 1965 og hafði þá um nokkurra ára skeið haft stopult starf í Þjóðleikhús- inu. Hefur Ferðaleikhúsið síðan starfað samfleytt í 43 ár og að jafnaði staðið fyrir sýningarhaldi hér á landi auk þess sem Kristín hefur unnið að sviðsetningum erlendis. Kunnastar eru sýningar hennar fyrir ferðamenn, Light Nights, sem byrjuðu 1970. Í kvöld frum- sýnir Ferðaleikhúsið nýtt verk eftir Kristínu, Visions from the past, í Iðnó. Kristín byggir nýja verkið á raunverulegum atburðum frá árunum 1936-1956, þegar höfund- ur var að alast upp sem barn og unglingur í Reykjavík. Atriðin eru ýmist leikin atriði eða sýnd með myndum og filmum sem ekki hafa sést hér áður. Höfundur fór í vor til Imperial War Museum í London og hafði þar uppi á göml- um myndum sem Bretar höfðu tekið hér á landi á ofangreindu tímabili. Ljósmyndir frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og fleiri aðilum eru einnig sýndar á milli leikatriða. Leikatriðin eru endur- minningar, bæði gleði og sorgar- stundir, sem höfundur upplifði. Þjóðtrúin/þjóðsögur blandast við tvö leikatriði. Leikendur eru þrír: Ólafur Þór Jóhannsson, Sandra Þórðardóttir og Kristín G. Magnús. Kristín leiddist út í leiklist eins og margar stöllur hennar, Brynja Benediktsdóttir, Þórhildur Þor- leifsdóttir og Bryndís Schram, eftir nám í Listdansskóla Þjóð- leikhússins undir stjórn Eric Bid- sted. Hún stundaði framhalds- nám við Ballet Rambert og síðan leiknám við RADA. Hún starfaði um tíma í Englandi eftir nám og vann meðal annars í leiksmiðju Charles Morowitz. Heim komin starfaði hún með Grímu og lék í útvarpi og sjónvarpi, kenndi um skeið við leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og leikstýrði hér og í Bretlandi, meðal annars í Traver- see-leikhúsinu í Edinborg og Unicorn-barnaleikhúsinu fræga í London. Sýningar á Visions from the past verða á sviði Iðnó næstu vik- urnar. pbb@frettabladid.is Minningar frá fyrri tíð LEIKLIST Kristín G. Magnús í hinu nýja verki sem frumsýnt er í kvöld í Iðnó. Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónleikastaðirn- ir verða nokkrir: þrír tónleikar hátíðarinnar fara fram í Háskólabíói. Auk þess verða tónleikar í Iðnó (bæði uppi og niðri), Fríkirkjunni, Organ, Nasa, Rúbín, Norræna húsinu og í tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti, en sá glæsti Vonarsalur skartar einum magnaðasta flygli landsins, Bösendorfer af bestu gerð. Auk þessa verður boðið upp á ókeypis tónleika í miðborginni í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur undanfarið unnið að framtíðaráætlun, nokkurs konar aðalskipulagi, sem gilda á til 2011. Í þeirri vinnu er tekið tillit til mikil- vægis þess að hátíðin sé sýnileg allt árið og standi fyrir atburðum sem tefli fram listamönnum sem hér starfa á djasssviðinu og stuðli auk þess að hingaðkomu listamanna og áheyrenda sem auðga megi djasslífið í borginni. Jazzhátíðin nýtur þess að hafa undanfarin ár verið með samstarfssamning við menningar- og ferðamála- svið Reykjavíkurborgar og freistar þess nú að koma á þríhliða samningi við menntamálaráðuneytið auk borgarinnar, til að ná fram þeim markmiðum sem unnið er að. Úr einkageiranum nýtur Jazzhátíð fulltingis Bókaverslunar Eymundsson, Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar, Extón hljóðs og þessa dagana er verið að leggja drög að samstarfssamningi við Iceland Express. Ekki má gleyma því að Menningarsjóður FÍH hefur ætíð stutt við bakið á hátíðinni. Síðast en ekki síst er mikilvægt samstarf við Ríkisútvarpið sem ætíð útvarpar nokkrum tónleikum hátíðarinnar. Jazzdagurinn 2008 verður lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þá verður boðið upp á margslungna dagskrá allan daginn. Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið með tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetn- ingum – og undir stjórn Travis Sullivan, sem rekur sína eigin Bjorkestra í New York. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, María Magnúsdóttir og Dísa sjá um sönginn. Thórshavnar Stórband frá Færeyjum leikur síðan dagskrá byggða á færeyskri tónlist í Norræna húsinu kl. 19 og þar verður Haukur Gröndal sérstakur gestaleikari, en hljómsveitin er á leið til Grænlands í tónleikaferð. Stórtónleikar Jazzdagsins verða í Háskólabíói kl. 21 þegar meistaratrommarinn Ed Thigpen leikur ásamt Scantet sínum. Thigpen er þekktastur fyrir að vera meðlimur tríós Oscars Peterson, en þeir tveir ásamt bassaleikaranum Ray Brown eru tvímælalaust áhrifamestu djassleikarar sögunnar. Jazzdeginum lýkur svo á Nasa með útgáfu- tónleikum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu sem gefur út nýja blússkotna svíngplötu í aðdraganda hátíðarinnar. Auk Kristjönu mun bandoneonleikarinn Olivier Manoury koma fram ásamt kvartett sínum sem skipaður er nokkrum athyglisverðustu tólistar- mönnunum á frönsku djasssenunni þessa dagana. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðum hátíðarinnar: http://www.myspace.com/ reykjavikjazzfestival http://www.jazz.is/festival/. pbb@frettabladid.is Djasshátíð haldin í ágúst TÓNLIST Stórhljómsveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Björk Guðmundsdóttur á Jazzhátíðinni í ágústlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.