Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 40
 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● útivist og ferðalög Bustarfell er gamalt höfuðból staðsett um átján kílómetra frá Vopnafirði. Torfbærinn er jafn- framt einn af elstu og best varð- veittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Maður að nafni Methúsalem Methúsalemsson gaf ríkinu bæinn árið 1943 en setti það skilyrði að hann yrði byggður upp og varð- veittur um ókomin ár. Heimsókn í Minjasafnið á Bustarfelli er ferð í gegnum sögu búskapar og breyttra lífshátta frá aldamótunum 1800 fram á miðja 20. öld. Árið 2005 var tekið í notkun þjónustuhús fyrir ferðamenn og ári seinna var opnað kaffihús sem kallast Hjáleigan. Á árum áður leigðu bændur part úr landi stærri búa og voru það nefndar hjáleigur. Er heitið Hjáleiga þannig fengið. Nánar á www.bustarfell.is. -stp Einn elsti og best varðveitti torfbærinn Minjasafnið á Bustarfelli er í Hofsárdal í Vopnafirði. MYND/BORGAR BRAGASON Eyjafjöll eru aðeins í um tveggja klukkustunda fjar- lægð frá höfuðborgarsvæð- inu og henta því vel fyrir borgarbúana sem vilja skreppa í skemmtilega dags- eða helgarferð. Fjölda þekktra ferða- mannastaða er að finna á svæðinu, kirkjur, hella og fossa eins og Skógafoss og Seljalandsfoss og fleira. Þar er einnig eitt fjölsóttasta safn landsins, Skógasafn. Þá er boðið upp á hestaferð- ir í Skálakoti og Skógum, hægt er að veiða í Skógá og Kvernu og finna má fjöl- breyttar gönguleiðir. Norð- an Eyjafjalla er til dæmis náttúruperlan Þórsmörk, en vinsælt er að ganga yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Skóga og Þórsmerk- ur. Nánari upplýsingar um Eyjafjöll er að finna á www. eyjafjoll.is - stp Fjölbreytt ferðasvæði Tilvalið er að gæða sér á góðri máltíð með útsýni yfir Seljalands- foss. FRETTABLADADID/GVA ● MUNIÐ EFTIR VATNS- BRÚSANUM Mikilvægt er að vera duglegur að drekka vatn á ferðalögum, ekki síst ef fólk fer í fjallgöngur því auk- inni brennslu fylgir aukin vatnsþörf. Uppistaða blóðs er að mestu leyti vatn og svo innihalda vöðvar, lungu og heili mikið af vatni. Líkaminn þarfnast vatns til að stjórna líkamshitan- um og svo að nær- ingarefni geti flust til allra líffæra svo dæmi séu tekin. Við missum vatn í gegnum þvag, svita og öndun. Hafið því alltaf vatnsbrúsa við höndina á ferðalögum, en þá er til dæmis auð- velt að fylla á bensínstöðv- um eða mat- sölustöðum á leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.