Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 40

Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 40
 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● útivist og ferðalög Bustarfell er gamalt höfuðból staðsett um átján kílómetra frá Vopnafirði. Torfbærinn er jafn- framt einn af elstu og best varð- veittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Maður að nafni Methúsalem Methúsalemsson gaf ríkinu bæinn árið 1943 en setti það skilyrði að hann yrði byggður upp og varð- veittur um ókomin ár. Heimsókn í Minjasafnið á Bustarfelli er ferð í gegnum sögu búskapar og breyttra lífshátta frá aldamótunum 1800 fram á miðja 20. öld. Árið 2005 var tekið í notkun þjónustuhús fyrir ferðamenn og ári seinna var opnað kaffihús sem kallast Hjáleigan. Á árum áður leigðu bændur part úr landi stærri búa og voru það nefndar hjáleigur. Er heitið Hjáleiga þannig fengið. Nánar á www.bustarfell.is. -stp Einn elsti og best varðveitti torfbærinn Minjasafnið á Bustarfelli er í Hofsárdal í Vopnafirði. MYND/BORGAR BRAGASON Eyjafjöll eru aðeins í um tveggja klukkustunda fjar- lægð frá höfuðborgarsvæð- inu og henta því vel fyrir borgarbúana sem vilja skreppa í skemmtilega dags- eða helgarferð. Fjölda þekktra ferða- mannastaða er að finna á svæðinu, kirkjur, hella og fossa eins og Skógafoss og Seljalandsfoss og fleira. Þar er einnig eitt fjölsóttasta safn landsins, Skógasafn. Þá er boðið upp á hestaferð- ir í Skálakoti og Skógum, hægt er að veiða í Skógá og Kvernu og finna má fjöl- breyttar gönguleiðir. Norð- an Eyjafjalla er til dæmis náttúruperlan Þórsmörk, en vinsælt er að ganga yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Skóga og Þórsmerk- ur. Nánari upplýsingar um Eyjafjöll er að finna á www. eyjafjoll.is - stp Fjölbreytt ferðasvæði Tilvalið er að gæða sér á góðri máltíð með útsýni yfir Seljalands- foss. FRETTABLADADID/GVA ● MUNIÐ EFTIR VATNS- BRÚSANUM Mikilvægt er að vera duglegur að drekka vatn á ferðalögum, ekki síst ef fólk fer í fjallgöngur því auk- inni brennslu fylgir aukin vatnsþörf. Uppistaða blóðs er að mestu leyti vatn og svo innihalda vöðvar, lungu og heili mikið af vatni. Líkaminn þarfnast vatns til að stjórna líkamshitan- um og svo að nær- ingarefni geti flust til allra líffæra svo dæmi séu tekin. Við missum vatn í gegnum þvag, svita og öndun. Hafið því alltaf vatnsbrúsa við höndina á ferðalögum, en þá er til dæmis auð- velt að fylla á bensínstöðv- um eða mat- sölustöðum á leiðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.