Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 5
Lifandi veggfóður
ÁÞREIFANLEGT MYNSTUR.
Veggfóður hafa notið mikilla
vinsælda síðustu misseri. Breska
fyrirtækið Romo Fabrics framleiðir
þetta fallega veggfóður með upp-
hleyptu, hringlaga blómamynstri í
nokkrum litum. Veggfóðrið kallast
Lasari Flock. Hægt er að nálgast
veggfóðrið og panta bæklinga á
www.romofabrics.com. - hs
Í eldhúsinu ætti hver hlutur að
eiga sinn stað svo allt komist
örugglega fyrir.
Eldhúsglugginn er prýðisgeymsla
sem gleymist oft. Eðlilega eru
gluggarnir misstórir, en ýmislegt
er hægt að gera til að nýta þá
betur. Oft eru gluggakistur notað-
ar undir blóm eða kryddjurtir, en
einnig er hægt að fá sér litlar hill-
ur sem festar eru milli glugga-
karma og nýta þær undir krydd-
stauka eða annað smádót. Líka er
hægt að hengja stangir þvert yfir
gluggann í mismunandi hæð, allt
eftir því hvað á að hengja á þær. Á
stöngunum er svo hægt að geyma
potta, sigti, sleifar og spaða.
Ekki nóg með að glugginn sé oft
góður geymslustaður heldur skap-
ar fallega skipulagður gluggi
skemmtilega stemningu í eldhús-
inu. - kka
Glugginn minn góði
Bílskúrinn – Orkunotkun
Um 90% Íslendinga eru þeirrar
gæfu aðnjótandi að þurfa ekki
að nota jarðefnaeldsneyti til
húshitunar né rafmagnsfram-
leiðslu. Samt er losun gróður-
húsalofttegunda lítið minni á
Íslandi en erlendis og orkunotk-
un á mann ein sú mesta í Evr-
ópu. Stafar það fyrst og fremst
af stórum fiskiskipaflota og
stóriðju. Að rafmagn á Íslandi
sé að mestu leyti frá vatnsafls-
virkjunum þýðir ekki að við
getum leyft okkur að nota raf-
magn eins og við viljum. Í
fyrsta lagi kostar rafmagn, í
öðru lag valda vatnsaflsvirkj-
anir vissum umhverfisspjöllum
og í þriðja lagi gætu Íslending-
ar flutt út meira rafmagn en
þeir gera í dag, eða nýtt til ann-
arra þarfa, ef við göngum vel
um þessa auðlind sem vatns-
aflsvirkjanir eru. Öll stóriðja
er óbeinn útflutningur á raf-
magni. Rafmagn er til dæmis
afurð annara orkugjafa eins og
vatnsafls, bensíns eða olíu.
Minnki Íslendingar t.d orku-
notkun sína þá væri hægt að
nota þann sparnað til fram-
leiðslu vetnis sem vonandi
verður hægt að nota í staðinn
fyrir bensín og olíu til sam-
gangna innan allt of margra
ára. Þetta er einfaldað dæmi til
að sýna að allt hangir þetta á
sömu spýtu, orkusparnaður á
heimili eða vinnustað sparar
ekki bara peninga heldur einn-
ig umhverfið.
Meira um alla hluti í bílskúrnum á:
http://www.natturan.is/husid/1253/
GÓÐ RÁÐ
fyrir þig og umhverfið
Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund
Kerti í eggi eru frumleg hug-
mynd hönnuðarins Michelle
Mason.
Egg er náttúrulegt form sem æ
oftar sést í hönnun innanstokks-
muna. Eggstjakarnir eru heillandi
í einfaldleika sínum. Þeir eru úr
hágæða ensku postulíni og í hverju
pari er eitt stórt egg og annað
meðalstórt. Stjakarnir eru hann-
aðir af keramíklistakonunni
Michelle Mason og fékk hún hug-
myndina þegar hún sá börn dýfa
ristuðu brauði ofan í linsoðið egg.
Líkt og eggjarauðan drýpur yfir
hvíta skurnina drýpur kertavaxið
yfir stjakann og lekur niður eggið.
Hægt er að nálgast stjakana á
www.bodieandfou.com. - hs
Eggstjakarnir eru eftir Michelle Mason.
MYND/WWW.BODIEANDFOU.COM
Fallegir kertastjakar
Eldhúsgluggar hafa oft að geyma gott geymslupláss sem vert er að nýta.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
ELDHÚS
EINS OG ÞÚ VILT HAFA ÞAÐ
BETRA BAÐ
BETRI LAUSNIR - MEIRA ÚRVAL
BAÐINNRÉTTINGARNAR
byggjast á einingakerfi 30, 40,
60 og 80 cm breiðra eininga.
Ótæmandi uppröðunarmöguleikar.
Við hönnum og teiknum fyrir þig.
Heilsteyptu vaskborðin eru vinsæl!
Breiddir: 60, 80, 90, 120,140, 160, 180 cm
Litir: Hvít, svört, offwhite, ljósgrá, sandgrá. o.fl .
ÞVOTTAHÚS
GOTT SKIPULAG SKIPTIR MÁLI
Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. Þú
getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir
vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp,
kústaskáp o.m.fl .
Satinerað gler
Verð og kjör við allra hæfi :
1 Varan greidd í einu lagi við pöntun - 15% afsláttur
2 1/3 við pöntun, rest við afhendingu - 10% afsláttur
3 VAXTALAUST EURO eða VISA lán til 12 mánaða, án útborgunar.
4 Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða, afsláttur 10%
FATASKÁPAR
EFTIR MÁLI - SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM
FATASKÁPAR MEÐ
HEFÐBUNDNUM HURÐUM
byggjast á einingakerfi 40, 50, 60, 80 og 100 cm.
eininga, sem er raðað saman að vild.
Við hönnum og teiknum fyrir þig.
RENNIHURÐASKÁPAR
Afgreiddir eftir máli, sniðnir að þínum óskum.
Hurðirnar eru afgreiddar eftir máli, hæð allt að 275 cm,
breidd 40-150 cm.
Í boði eru 3 rammalitir (hvítur, silfur eða svartur)
og 40 panilgerðir (plast- eða spónlagðar, gler, speglar o.fl .).
Að innan er val um 6 liti og boðið er upp á mikið úrval
af skúffum, körfum, o.m.fl .
Pisa
hvítt háglans
Askur Facet
PISA höldulaust hvítt háglans
Val um 30 hurðagerðir:
Hvítar, svartar, gular, eik,
askur, birki, hnota.
Komdu með málin
og við hönnum, teiknum og
gerum þér hagstætt tilboð.
Allt á sama stað:
Innréttingar og raftæki.
Trésmíðaverkstæði, raf-
tækjaviðgerðarverkstæði.
Samsetning, uppsetning.
MARKMIÐ OKKAR ER
AÐ VEITA ÚRVALSÞJÓNUSTU
www.nettoline.dk
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500Mán. - föst.kl. 10-18
Birki Duo
25% afsláttur af ELBA og Snaigé raftækjum
þegar þau eru keypt með innréttingu
Askur Soft
ELDAVÉLAR
OFNAR
HELLUBORÐ
VIFTUR & HÁFAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
N
Ý
KÆ
LI
SK
ÁP
AL
ÍN
A
FR
Á
KÆLISKÁPAR
EL
B
A