Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 4
4 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR VIRKJANIR Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir augljóst að það sé klofningur í meirihlutanum vegna Bitruvirkj- unar. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar gagnrýna meirihlutann. Óskar vísar til ummæla Kjartans Magnús- sonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavík- ur, í Fréttablaðinu í gær þar sem hann sagði að ekki hefði verið hætt við Bitruvirkjun þó að stjórnin hefði ákveðið fyrir tveimur mánuðum að hætta undirbúningi og fresta frekari framkvæmdum á svæðinu. Eftir þessi ummæli Kjartans steig Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri fram og sagði alveg ljóst að Bitruvirkjun hefði verið slegin af. „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að borgarbúar og almenningur í landinu viti hvað meirihlutinn ætlar sér með málefni Orkuveit- unnar,“ segir Óskar. „Ég lýsti strax yfir efasemdum og áhyggjum af skyndiákvörðun um að hætta við framkvæmdir við Bitru.“ Óskar lagði til á fundi borgarráðs þann 30. maí að tilmælum um að endurskoða ákvörðun- ina um að hætta undirbúningi og fresta framkvæmdum við Bitru yrði beint til stjórnar Orkuveitunnar. Tillagan var felld. „Ég met það svo að stjórnarformaður Orku- veitunnar sé í raun að viðurkenna mistök sín frá því í júní,“ segir Óskar. „Eina ferðina enn sjáum við togstreitu og átök innan meirihlutans í borginni,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar. „Sjálfstæðismenn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í þessu samstarfi.“ Svandís segir óþolandi fyrir stærsta fyrir- tæki borgarinnar að búa við svo óstöðuga stýringu. „Að sagt sé eitt í dag og annað á morg- un hefur áhrif á allt það starfsfólk sem vinnur við kjarnaþjónustu í Orkuveitunni, um sex hundruð talsins.“ Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylking- ar í stjórn Orkuveitunnar, telur ljóst að ekki verði unnið frekar að undirbúningi Bitruvirkjun- ar á þessu kjörtímabili. „Þegar er unnið að miklum framkvæmdum á Hellisheiði og í Hverahlíð. Við þurfum fyrst að sjá hvaða áhrif þær hafa á jarðvarmakerfið á Hengilssvæðinu,“ segir Sigrún Elsa. „Álit Skipulagsstofnunar gegn virkjuninni var alveg skýrt og samrýmist ekki umhverfisstefnu Orkuveitunnar að fara gegn því.“ helgat@frettabladid.is Telur meirihlutann í borg- inni klofinn vegna Bitru Borgarfulltrúi Framsóknar segir meirihlutann í Reykjavík augljóslega klofinn vegna átaka um Bitru- virkjun. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn segir málið endurspegla togstreitu og átök innan meirihlutans. UMHVERFI BITRU Horft frá Ölkelduhálsi í átt að svæðinu þar sem Bitruvirkjun myndi rísa en þar má sjá reykjarstróka liðast til himins. Borgarstjóri og stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur eru ekki sammála um hvort hætt hafi verið við virkjunina. VIRKJANIR „Í mínum huga er alveg ljóst að Bitruvirkjun hefur ekki verið slegin út af borðinu,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. „Fram- kvæmdir eru aftur á móti í biðstöðu og ekkert verður aðhafst þar til eigendur Orkuveitunnar hafa skoðað málið.“ Kjartan Magnússon segir í Fréttablaðinu í gær að ekki hafi verið hætt við framkvæmdir við Bitru sem slegnar höfðu verið af fyrir tveimur mánuðum. - ht Forstjóri Orkuveitunnar: Bitra í biðstöðu HJÖRLEIFUR KVARAN VIRKJANIR „Ég er ekki hissa á að menn vilji skoða þennan virkjun- arkost betur,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri í Ölfusi, um Bitruvirkjun. „Virkjunin var hönnuð til að hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið og er því spennandi valkostur.“ Úrvinnslu um þúsund athuga- semda sem bárust sveitarfélaginu vegna Bitruvirkjunar er ekki lokið en vonast ætti að klárast í haust. Kostnaður sveitarfélagsins við undirbúning virkjunarinnar hleypur á milljónum. „Við bindum miklar vonir við að orka frá virkjuninni gæti nýst til atvinnuuppbyggingar hér.“ - ht Sveitarstjóri í Ölfusi um Bitru: Vonir bundnar við virkjunina KJARTAN MAGNÚSSON ÓSKAR BERGSSON SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON JARÐSKJÁLFTI Nokkurra jarð- skjálfta varð vart í gær um 14 til 16 kílómetra austan við Grímsey. Teljast þeir til eftirskjálfta nokkuð stórrar jarðskjálftahrinu sem hófst um hádegi á miðviku- dag þar sem stærstu skjálftarnir mældust 4,7 og 4,8 á Richter. Fundust skjálftarnir í gær ekki í Grímsey, ólíkt skjálftunum á miðvikudaginn sem vel varð vart í eynni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands dregur nokkuð úr virkni á svæðinu en laust fyrir hádegi í gær höfðu yfir 900 skjálftar verið staðsettir sjálfvirkt á svæðinu. - ovd Yfir 900 jarðskjálftar skráðir: Jörð skelfur enn við Grímsey Í fréttaskýringu um bráðnun jökla í Fréttablaðinu í gær misritaðist að renna undir jökli við Jökulsárlón næði þrjú hundruð kílómetra undir sjávar- mál. Hið rétta er að rennan nær þrjú hundruð metra niður. LEIÐRÉTTING ® VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15 20 20 15 20 15 16 14 18 18 17 22 20 6 5 6 6 5 8 8 15 6 6 6 24° 26° 30° 25° 27° 27° 29° 26° 25° 29° 32° 29° 29° 28° 29° 32° 27° 22° 20 Á MORGUN 3-8 m/s SUNNUDAGUR 3-8 m/s en 8-13 sunnan til 15 19 14 16 FÍNUSTU ÚTILEGUHORFUR Þá er helgin að renna upp og væntanlega margir að tygja sig í útilegu. Fínasta veðri er spáð um allt land og mega Norðlendingar una sérstaklega vel við sitt. Í dag verður einhver væta sunn- an til en um helgina er helst að sjá að dropi á suðaust- an- og austanverðu landinu. 15 20 22 1616 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness á miðvikudag fyrir fjórar líkamsárásir á sam- býliskonu sína og tvö börn henn- ar. Í febrúar árið 2007 réðst maður- inn á son þáverandi sambýliskonu sinnar á heimili þeirra og sneri upp á fingur hans með þeim afleið- ingum að hann brotnaði. Í apríl sama ár réðst hann á sambýliskon- una og sneri upp á hönd hennar svo hún fingurbrotnaði. Tveimur mánuðum síðar réðst maðurinn á konuna í bifreið hennar, tók hana hálstaki, herti að og hristi höfuð hennar til. Þá var sambandi þeirra lokið. Í lok júlí árið 2007 réðst hann aftur á konuna, reif í hár hennar, sló hana hnefahöggi í and- lit og sneri hana niður í jörðina. Hann sneri svo dóttur konunnar niður þegar hún reyndi að koma móður sinni til hjálpar. Í dómi kemur fram að konan segi manninn hafa beitt sig og börnin andlegu og líkamlegu ofbeldi á þriggja ára sambúðar- tíma þeirra. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Þá er honum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur, syni hennar 120 þúsund krónur og dótt- ur hennar 75 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, rúm- lega 900 þúsund krónur. - þeb Maður dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjórar líkamsárásir: Réðst á sambýliskonu og börn HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Mað- urinn var dæmdur fyrir líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sinni og börn hennar. GENGIÐ 24.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 161,5202 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,19 80,57 159,28 160,06 125,69 126,39 16,842 16,940 15,530 15,622 13,271 13,349 0,7439 0,7483 130,23 131,01 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.