Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 10
 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Volkswagen kynnir nýjar leiðir til að spara umtalsverðar fjárhæðir. Volkswagen Passat Volkswagen Polo Verð áður 3.570.000 kr. Verð nú 3.355.000 kr. Verð áður 1.990.000 kr. Verð nú 1.875.000 kr. *Sjálfskiptur Passat Comfortline Plus 2.0 FSI kostar nú aðeins 44.750 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,5%. *Beinskiptur Polo Comfortline 1,4 kostar nú aðeins 24.950 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,78%. Þú færð Passat fyrir aðeins 44.750 kr á mánuði* Þú færð Polo fyrir aðeins 24.950 kr. á mánuði* Das Auto. Þeir sem hafa hraðar hendur geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með kaupum á nýjum Polo eða Passat. Við bjóðum takmarkað magn af þessum sparneytnu bílum á mögnuðum kjörum. Komdu núna. Við tökum vel á móti þér og gamla bílnum þínum líka! 80% lán í að fullu í erlendri mynt A ukahlutir á m ynd: Á lfelgur. • Óbundinn innlánsreikningur • Hægt að leggja inn og taka út hvenær sem er • Bundinn í 12 mánuði • Vextir greiddir út mánaðarlega og eru ávallt lausir E Ð A TVÆR LEIÐIR TIL AÐ NJÓTA HÁRRA VAXTA *skv. vaxtatöflu Glitnis 01.07.2008 Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér hvernig þú getur notið hárrar ávöxtunar um leið og þú leggur náttúrunni lið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 1 9 4 1 15 %* Save&Save opinn fastir vextir í heilt árbreytilegir vextir 14,5 % Save&Save bundinn Glitnir leggur 0,1% mótframlag í Glitnir Globe, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun * VEGAGERÐ Landvernd og nokkrir landeigendur, sem land eiga að veg- inum, leggjast gegn lagningu nýs Dettifossvegar um Jökulsá á Fjöll- um. Umhverfisstofnun, Skipulags- stofnun og tvö sveitarfélög, sem land eiga að veginum lögðust einnig gegn framkvæmdinni á sínum tíma. „Verið er að raska óspilltu landi,“ segir Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar. Jón Illugason, einn landeigenda að landi vegarins, tekur í sama streng. „Óraskaða landið er mjög nærri Jökulsánni og þarna eru merkar flóðaminjar eftir hamfara- flóð í ánni. Ég tel þetta mjög mis- ráðið,“ segir Jón. Framkvæmdin átti að hefjast í sumar en hefur hins vegar frestast vegna þess að Jón og einn annar landeigandi hafa neitað að semja við Vegagerðina. Landvernd og þeir landeigendur sem mótfallnir eru nýja veginum vilja frekar sjá úrbætur á gamla fjallveginum, númer 862, eða nýjan veg sem væri á svipuðu vegstæði. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að tekið hafi verið tillit til sjónar- miða landeigenda. „Vegurinn er hins vegar gerður vegna sterks vilja sveitarfélagana. Það verður alltaf að velja og hafna. Í hinni hug- myndinni [sem merkt er A] felst röskun á grónu landi sem sveitar- stjórnin og Landgræðslan gátu ekki hugsað sér.“ Upphafið á lagningu nýs Detti- fossvegar var árið 2001 þegar starfshópur var settur á laggirnar, með þeim þremur sveitarfélögum sem land áttu að veginum til að meta bestu leiðina. Starfshópurinn mælti með vegi sem byggður væri vestan Jökulsár en Öxarfjarðar- hreppur og Kelduneshreppur vildu byggja veg austan megin Jökulsár. Kelduneshreppur breytti hins vegar skoðun sinni seinna. Vega- gerðin gerði þá hugmynd að vegin- um B, sem merktur er á kortinu. Umhverfisstofnun og Skipulags- stofnun lögðust gegn þeim vegi árið 2006 og báðu Vegagerðina um að koma með nýja hugmynd. Þá var stungið upp á vegi sem merktur er A á kortinu. Að sögn Jóns Illugasonar voru allir heima- menn mótfallnir þeim vegi því þá væri farið í gegnum gróið land og að hluta til í gegnum landgræðslu- girðingu. Vegagerðin undirbýr nú að framkvæma veg B þrátt fyrir vilja Umhverfisstofnunar og Skipu- lagsstofnunar. vidirp@frettabladid.is Segja veginn fara gegnum óraskað land Lagning nýs Dettifossvegar raskar óspilltu landi að mati framkvæmdastjóra Landverndar og landeigenda. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun lögðust gegn framkvæmdinni. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps styður framkvæmdina. Skipulagsstofnun - „Skipulags- stofnun telur að fyrirhuguð lagning 1. áfanga Dettifossvegar milli Hringvegar og Dettifoss samkvæmt veglínu B og B2, sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra, varanlegra og óaft- urkræfra áhrifa á jarðmyndanir, landslag og ásýnd svæðisins.“ Umhverfisstofnun - „Umhverfis- stofnun leggst gegn veglínu B vegna umtalsverðra neikvæðra áhrifa á jarðsögulegar minjar, landslag, framtíðarútivist og frið- lýsingu svæðis norðan Vatnajökuls eða friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum.“ Kelduneshreppur árið 2003 - „Hreppsnefnd Kelduneshrepps ítrekar fyrri ályktun sína um vegamál við Jökulsá á Fjöllum um að heilsársvegur meðfram Jökulsá liggi austan ár.“ Kelduneshreppur breytti síðar um skoðun. Öxarfjarðarhreppur - „Sveitar- stjórn vill hinsvegar enn ítreka að hún telur mikilvægt að uppbyggð- ur vegur með bundnu slitlagi verði austan Jökulsár á Fjöllum.“ ÚR ÁLYKTUNUM VEGURINN Hér sjást þær hugmyndir sem settar voru fram. Vegurinn sem fyrirhugað er að leggja er vegur B en Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vildu veg A. Landeigendur vilja endur- bætur á fjallvegi númer 862. Dettifoss Ásbyrgi Jökulsá á Fjöllum Grjótháls 1 F862 Búrfellshraun Veglína A Veglína B Veglína B2 Veglína C Veglína D Veglína D1 AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for- seti Afganistans, er sakaður um að torvelda baráttu gegn fíkniefna- framleiðslu í landinu. Hann er sagður vernda stóra fíkniefna- framleiðendur af pólitískum ástæðum. „Karzai átti óvini í röðum tali- bana sem græddu á fíkniefnum, en hann átti jafnvel enn fleiri stuðningsmenn sem gerðu það líka,“ segir Thomas Schweich, sem, þar til fyrir fáeinum vikum, var einn helsti sérfræðingur utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna í fíkniefnamálum Afganistans. „Karzai lék á okkur eins og fiðlu,“ segir Schweich í grein í New York Times á miðvikudag. „Vinir Karzais gátu auðgast á fíkniefnaviðskiptum; hann gat kennt Vesturlöndum um vandamál sín; og árið 2009 yrði hann kosinn til nýs kjörtímabils.“ Á næsta ári verða forsetakosn- ingar haldnar í Afganistan, og Karzai hefur gefið til kynna að hann muni líklega bjóða sig fram. Schweich gagnrýnir líka suma ráðamenn í bandaríska hernum fyrir að koma í veg fyrir að herinn verði notaður til að aðstoða við að eyða uppskeru. Bæði NATO og yfirmenn Bandaríkjahers hafa verið tregir til að blanda sér í bar- áttuna gegn fíkniefnum, með þeim rökum að þá myndu bændur hrekj- ast í faðm talibana. - gb Bandarískur sérfræðingur sakar Afganistansforseta um að styðja ópíumbaróna: Hamid Karzai lék á Vesturlönd HAMID KARZAI Vinir hans eru sagðir auðgast á fíkniefnaviðskiptum. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.