Fréttablaðið - 25.07.2008, Side 23

Fréttablaðið - 25.07.2008, Side 23
[ ] Diskóbandið The Hefners er einn af föstum liðum Mæru- daga á Húsavík. Bandið var stofnað sérstaklega fyrir hátíðina. Húsvíkingar fara sjaldnast troðnar slóðir. Þegar búa átti til hljómsveit sem spila átti á Mæru- dögum árið 2005 lá beinast við í augum heimamanna að safna mannskap í diskóband. Nafnið sem bandið hlaut var „The Hefners“, í höfuð diskó- dólgsins og ástmögursins Hughs Hefner. Auðvitað urðu meðlimir að klæða sig í glamúrgalla, setja á sig hárkollur og breyta litar- haftinu. Allt í nafni listarinnar. Rétt eins og Mærudagarnir sjálfir féll tónlist The Hefners heima- og aðkomumönnum vel í geð. „Þetta átti upphaflega bara að vera fyrir Mærudagana en svo ákváðum við að túra aðeins um landið, tókum verslunar- mannahelgar og svoleiðis,“ segir Gunnar Illugi Sigurðsson, trommuleikari sveitarinnar. „Við störfuðum í eitt og hálft ár en erum að koma núna saman aftur bara í tilefni Mærudaga.“ The Hefners spila á fjölskyldu- samkomu á Hafnarstéttinni laug- ardagskvöldið 26. júlí og á dans- leik á Gamla bauk síðar sama kvöld. Það ætti enginn, hvorki börn né fullorðnir, að vera svik- inn af sjónarspilinu sem fylgir því að sjá átta fullorðna karl- menn klæða sig í diskógalla, setja á sig afró-hárkollur og spila lög frá áttunda áratugnum. Full- orðnir ættu að geta gleymt sér í gömlum tímum og börn lært af mistökum fortíðar. „Það er einfaldasta leiðin að taka sig ekki alvarlega og það virðist hitta í mark, að minnsta kosti svona annað slagið,“ bætir Gunnar við og hlær. Mærudagar fara fram á Húsa- vík nú um helgina, 25. til 27. júlí. tryggvi@frettabladid.is Mærðir diskódólgar The Hefners koma til með að skemmta ungum sem öldnum á Mærudögum á Húsa- vík. Þeir spila diskótónlist og bara diskótónlist. Sokkar eru nauðsynlegir í göngur sem gaman getur verið að fara í um helgar. Sniðugt er að taka með sér tvö pör, bæði þykka og þunna og vera í þeim þynnri innanundir hinum. Pétur og úlfurinn í meðferð Brúðuleikhúss Bend Ogrod- nik verður í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík klukkan 14 á morgun. Listamaðurinn Bernd Ogrod- nik er fyrir löngu orðinn þekkt- ur hér á landi fyrir sínar óvið- jafnanlegu handútskornu leikbrúður sem hann stjórnar af snilld. Bernd býr á Þverá í Svarfað- ardal og fá Svarfdælingar og gestir þeirra að njóta brúðu- sýninga hans af og til. Á morg- un, laugardaginn 26. júlí, ætlar hann að sýna Pétur og úlfinn á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík sem byggð er á sögunni og tón- verkinu Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev. Það frum- sýndi Bernd haustið 2006 og setti síðan upp í Þjóðleikhúsinu vorið 2007 við mjög góðar und- irtektir. Sýningin á Hvoli er liður í Listasumri á Akureyri 2008 og hún tekur um fjörutíu mínútur. - gun Brúðuleikhús Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari með brúðurnar sem koma fram í leikverkinu Pétur og úlfurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lundinn er af svartfuglategund og nafn hátíðarinnar er fengið frá svartfuglinum í Látrabjargi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ganga og skemmtun í nafni svartfuglsins Gönguhátíðin Svartfugl verður haldin nú um helgina í þriðja sinn. Hátíðin hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er haldin á sunnanverð- um Vestfjörðum og markmið hennar er að vekja athygli á svæð- inu og þeim náttúruperlum sem þar eru. „Þetta er í rauninni frábært göngusvæði en hefur verið mjög mikið út undan undanfarin ár,“ segir Hjörtur Smárason, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Hátíðin er haldin til að vekja athygli á þeim möguleikum sem þarna eru í boði og þeirri menningu sem þarna er að finna. Þess vegna höfum við blandað inn í göngurn- ar ýmsum uppákomum.“ Nafn hátíðarinnar er tilvísun í svartfuglinn í Látrabjargi annars vegar, því þar er stærsta álku- byggð í heimi, og hins vegar til- vísun í skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, Svartfugl. Á hátíðinni eru göngur og uppákomur fyrir alla fjölskyld- una og Hjörtur bendir á að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Upplýsingar um dagskrá hátíð- arinnar má finna á www.svart- fuglinn.is. - mmf HPI Savage X 4,6 öfl ugur fjarstýrður bensín torfærutrukkur. Eigum til bíla á gamla verðinu Laugaveg 54, sími: 552 5201 • Kjólar • Peysur • Gallabuxur • Pils • Toppar og margt fl eira. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.