Fréttablaðið - 25.07.2008, Side 30

Fréttablaðið - 25.07.2008, Side 30
K atrín er 43 ára lærður nudd- ari og kennari. Hún er bú- sett á Kiðafelli í Kjós ásamt eiginmanni sínum, Birni Hjaltasyni bókbindara, og starf- ar sem kennari í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Saman eiga þau tví- burana Þorstein og Cýrus, þriggja ára, en bæði eiga þau syni úr fyrri samböndum svo oft er mikið líf og fjör á hemilinu. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Vogunum í Reykjavík er Katrín mikið náttúrubarn og finnst fátt betra en að njóta útiverunnar í Kjósinni og ganga á fjöll, en það var eitthvað sem hún var ekki fær um að gera fyrir ári af heilsufars- ástæðum. „Upphaflega ætlaði ég að fara í hjáveituaðgerð því ég var eigin- lega viss um að ég gæti þetta ekki sjálf. Ég hafði lengi haft áhuga á fjallgöngu en aldrei komist. Hreyfigetan var takmörkuð, ég var með bullandi astma og það var skelfilegt að búa í þessari náttúruparadís í Kjósinni og geta ekki gengið á fjöllin sem eru allt í kring,“ segir Katrín. „Ég tók mig alltaf til annað slag- ið og fór í átak, þar sem ég gekk og hreyfði mig meira, en svo gafst maður bara upp á því. Ég vissi að ég þyrfti hjálp við að koma mér í form svo ég sótti um að komast inn á Reykjalund í byrjun fyrrasum- ars, en þá átti ég orðið erfitt með að hreyfa mig. Eðlilegar hreyf- ingar, eins og að fara út úr bíln- um, voru orðnar erfiðar og ég varð móð við minnstu áreynslu,“ út- skýrir Katrín sem komst í læknis- viðtal eftir langa bið, en var þá tjáð að hún þyrfti að missa fimm pró- sent af líkamsþyngd sinni áður en hún kæmist að. „Þegar ég var í viðtalinu hjá lækninum í lok maí Katrín Cýrusdóttir gafst upp á öllu sem fól í sér orðið „kúr“ fyrir mörgum árum. Eftir að hafa þjáðst af astma, of háum blóðþrýstingi og verið langt yfir kjörþyngd um árabil ákvað hún að leita sér hjálpar. Katrín var þá farin að íhuga hjá- veituaðgerð, en lausnin birtist henni með öðrum hætti. Í dag er hún þrjátíu kílóum léttari og nýtur þess að ganga á fjöll við hvert tækifæri. Alma Guðmundsdóttir hitti Katrínu og forvitnaðist um afrek þessarar jákvæðu og orkumiklu konu. Breytti um lífsstíl Katrín tókst á við breyttan lífsstíl með mikilli jákvæðni og segist aldrei hafa upplifað aðhaldið sem einhverskonar erfiðleika eða átök. Opnunartími: Föstudagur 25. júlí: 9:00-18:00 Laugardagur 26. júlí: 10:00-16:00 Mán - Fim 28. – 31. júlí: 9:00-18:00 Föstudagur 1. ágúst: 9:00-16:00 6 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.