Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 48
24 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1946 stigu þeir Dean Martin og Jerry Lewis í fyrsta sinn saman á svið með skemmti- sýningu sem átti eftir að slá ræki- lega í gegn. Sýningin var haldin á Club 500 í Atlantic City í New Jer- sey. Það sem gerði þessa sýningu frábrugðna öðrum grínsýningum á þessum tíma var að þeir félagar einblíndu á samskipti sín á milli, Jerry var með skrílslætin á meðan Dean var hinn alvarlegri, frekar en að vera með leikin grínatriði. Fljótlega fór frægðarljós þeirra að skína skært á landsvísu og eftir að skemmtisýning þeirra hafði slegið í gegn buðust þeim hlutverk í bíó- myndum, þeir fengu sinn eigin útvarpsþátt og þeir komu einnig fram í sjónvarpi. Þeir félagar urðu svo vinsælir að DC Comics gaf út teiknimyndasögurnar „The Adventures of Dean Martin and Jerry Lewis“ frá 1952-1957 sem urðu gríðarlega vinsælar. Brestir komu í samstarf þeirra fé- laga þegar Lewis fór að fá mun stærri hlutverk en Dean og endaði samstarf þeirra árið 1956. Teikni- myndasögur um þá félaga héldu áfram að koma út ári eftir að sam- starfinu lauk. Báðir skemmti- kraftar áttu góðu gengi að fagna í skemmtanaheiminum eftir að samstarfi þeirra lauk en í mörg ár vildi hvorugur ræða ástæður samstarfsslitanna né kom það til greina að hefja aftur samstarf. Jerry skrifaði um samstarf þeirra í bók sinni Dean and Me, a Love Story, sem kom út árið 2005 eftir andlát Deans. MERKISATBURÐIR 1875 Hjálmar Jónsson skáld, kenndur við Bólu í Skaga- firði, lætur lífið í Brekku, skammt frá Víðimýri í Skagafirði. 1912 Hannes Hafstein verður Íslandsráðherra í annað sinn og situr í tæp tvö ár. 1929 Marteinn Meulenberg er vígður biskup kaþólskra á Íslandi, fyrstur eftir siða- skipti. 1946 Alþingi samþykkir að sækja um inngöngu Ís- lands í Sameinuðu þjóð- irnar. 1974 Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðar að Íslend- ingum sé óheimilt að út- víkka landhelgi sína í 50 mílur. ARTHUR JAMES BALFOUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1848 „Þar sem það er eldmóð- urinn í manneskjunni sem hreyfir við heiminum, þá er það óheppilegt hversu marg- ir haldnir eldmóði eru óheið- arlegir.“ Arthur Balfour var forsætisráð- herra Bretlands frá árinu 1902 til 1905. Hann tók við embætt- inu á sama tíma og Edward VII. var krýndur konungur og Suður-afríska stríðinu lauk ÞETTA GERÐIST: 25. JÚLÍ 1946 Tvær stjörnur saman á svið Hinn árlegi kartöflusúpudagur Þykk- bæinga verður haldinn hátíðlegur í dag, fjórða árið í röð. Í ár verður þó breyting á því hátíðin hefur verið sam- einuð mikilli listaveislu í grunnskóla- húsnæði Þykkvabæjar þar sem sýnd verða verk eftir Georg Guðna, Arn- gunni Ýr og Gunnhildi Jónsdóttur. Það sem gerir kartöflusúpudag- inn einnig sérstakan í ár er að veg- legt verkefni verður afhjúpað af séra Auði Eiri og Guðbjörgu Arnardóttur, fyrrverandi og núverandi prestum í Þykkva bæ. „Verkefnið ber nafnið þús- und ára sveitaþorp, en við erum fjór- ar hugmyndaríkar konur sem höfum unnið með gamlar ljósmyndir af bæj- unum hérna í Þykkvabæ, sem teknar voru í kringum 1940 af Helga heitn- um Hannessyni frá Sumarliðabæ. Við höfum sett myndirnar á álplötur sem við setjum á vegskiltin við bæina. Þannig getur fólk séð hvernig bæirn- ir litu út hér áður fyrr og hvernig þeir eru í dag,“ segir Halldóra Hafsteins- dóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem staðið hafa að þessu verkefni, en hún bendir á að myndirnar séu mikilvæg heimild um húsagerð og bæjarmynd liðinna tíma á svæðinu. Hinar konurnar þrjár sem unnið hafa að þessu með Halldóru eru Bjarnveig Jónsdóttir, Sigrún Leifs- dóttir og Brynja Rúnarsdóttir og hafa þær allar gefið sína vinnu. „Verkefnið hefur þó hlotið styrki frá ýmsum aðil- um og í ár fengum við styrk frá menn- ingarráði Suðurlands,“ segir Hall- dóra. Kartöflusúpudagurinn, sem hald- in verður í íþróttahúsinu í Þykkva- bæ, hefst klukkan hálfsex þegar ljósmyndir frá verkefninu Þúsund ára sveitaþorp verða afhjúpaðar. „Við byrjum svo að selja kartöflu- súpuna okkar klukkan sex, en ágóði hennar rennur til uppsetningar sýn- ingar á ljósmyndum Helga heitins Hannes sonar. Skemmtiatriði hefjast um áttaleytið og klukkan níu verða svo haldnir gospeltónleikar,“ útskýr- ir Halldóra. Sama kvöld munu Páll Óskar og Mónika troða upp í Hábæj- arkirkju. Í fyrra var hátíðin vel sótt og að sögn Halldóru kom fólk alls staðar að, bæði frá Reykjavík og annars staðar frá. „Dagurinn hefur verið að vinda upp á sig ár frá ári,“ segir Halldóra, en svo skemmtilega vill til að árið í ár er ár kartöflunnar samkvæmt yfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna. klara@frettabladid.is KARTÖFLUSÚPUDAGURINN: HALDINN Í FJÓRÐA SINN Súpa og sögulegar heimildir Kartöflusúpudagurinn hefur verið að stækka ár frá ári og er Halldóra hæstánægð með þá þróun. FRETTABLAÐIÐ/AUÐUNN Demantsbrúðkaup 60 ára brúðkaupsafmæli Önnu Hafl iðadóttur og Árna Helgasonar frá Neðri-Tungu. Í dag eru 60 ár síðan Anna og Árni voru gefi n saman í Breiðavíkurkirkju, Anna 21 árs og Árni 26 ára. Leiðir þeirra lágu fl jótt saman þar sem þau voru uppalin í sömu sveit og fóru snemma að gefa hvort öðru auga. Eftir brúðkaup hófu þau búskap á Hvallátrum í félagi við foreldra Önnu. Árið 1950 festu þau kaup á jörðinni Neðri Tungu í Örlygshöfn og bjuggu þau þar til ársins 1980. Undanfarin ár hafa Anna og Árni búið á Patreksfi rði. Ávöxtur hjónabands þeirra eru 9 börn, talin frá vinstri Ólafur, Rúnar, Helgi, Ásbjörn Helgi, Halldór, Hafl iði, Jón, Erna og Dómhildur. Afkomendur þeirra telja nú 34 barnabörn og 20 barnabarnabörn eða 63 beinir afkomendur. Í dag eyða Árni og Anna deginum með börnum sínum í átthögum þeirra fyrir vestan. Jóna Sæmundsdóttir Minningarathöfn verður haldin í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 27. júlí kl. 14.00. Guðbjörg Ragnarsdóttir Gestur Guðnason Tryggvi Ragnarsson Arnfríður Ragnarsdóttir Sigurður Másson Guðrún Ágústa Sæmundsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, Jón Bergsson Ketilsstöðum lést miðvikudaginn 23. júlí á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum. Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir Halldóra S. Jónsdóttir Birgir Sigfússon Bergur Jónsson Olil Amble Ragnheiður Jónsdóttir Steinunn Jónsdóttir Einar Valur Oddsson barnabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Hróarsstöðum, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 21. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 1. ágúst kl. 11.00. Hjörtur Hermannsson Rannveig Gísladóttir Svala Hermannsdóttir Bárður Guðmundsson Sigurður Hermannsson Antonía Lýðsdóttir Stefán Hermannsson Brynjar Hermannsson Sigríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI PÁLL STEIN- GRÍMSSON KVIK- MYNDA- GERÐAR- MAÐUR ER 78 ÁRA Í DAG. SKJÖLDUR EYFJÖRÐ FANNARS- SON ER 30 ÁRA Í DAG. MATT LEBLANC LEIKARI ER 41 ÁRS Í DAG. KRISTJÁN KRISTJÁNS- SON HEIM- SPEKINGUR ER 49 ÁRA Í DAG. Fyrir þær fjölskyldur sem leggja leið sína að Arnar- stapa um helgina er tilvalið að slást í lið með land vörðum Snæfellsnesþjóðgarðs. Klukkan 11 á laugardags- morgni má finna þá við Arn- arbæ þar sem þeir bíða eftir félagsskap. Takmarkið er að mynda frítt föruneyti barna á aldr- inum sex til tólf ára og kanna náttúruna í kringum bæinn, segja nokkrar sögur og auð- vitað gleyma sér í hinum ýmsu leikjum. Foreldrum er velkomið að taka þátt í herlegheitun- um sem ætlað er að taki um eina klukkustund. - tg Landverðir leika sér Landverðir taka á móti börnum við Arnarbæ alla laugardaga kl. 11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.