Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 25.07.2008, Qupperneq 55
FÖSTUDAGUR 25. júlí 2008 31 VALUR GREFUR BUBBADISKA Hann segir það dapurlega þróun að erfitt er nú til dags að greina milli listar og auglýsinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meðan peningahyggjan og auglýsingamennskan veður uppi og hvert vígið á fætur öðru fellur er aðeins einn til að andæfa: Valur Gunnars- son rithöfundur sem telur sig þó ekki einan á báti þótt ekki heyrist í mörgum. „Fyrir fimmtán árum hefði engum listamanni dottið í hug að selja lög sín í auglýsingar. Nú er eins og allir hafi látið glepjast af græðginni,“ segir Valur Gunn- arsson rithöfundur. Nýverið fréttist að Megas hefði selt Toyota-lag sitt Ef þú smælar framan í heiminn í aug- lýsingu. Töldu þá margir síðasta vígið, ef undan er skilinn Bjart- mar, fallið því Megas hefur hing- að til tekið því fjarri að selja lög sín í auglýsingar. Valur bendir á þá nöturlegu staðreynd að í texta lagsins syngi Megas: „Því best er að vera fremstur í fláttskap og vélum/ og mæla framan í fjand- ann í sátt.“ – línur sem Valur hefði talið til kaldhæðni en reyn- ast svo bókstaflegrar merkingar. „Af hverju er Toyota að tala við Megas? Af því að hann er sér- fróður um Toyota? Bíla? Að hann sé þekktur fyrir að keyra Toy- ota? Nei, af því þeir vita að hann hefur áhrif á fólk og þeir eru að kaupa þau áhrif,“ segir Valur. Verst er að ef fólk sér ekki leng- ur mun á list og auglýsingum þá missir listin marks. Og það sem meira er, þeir listamenn sem eru útfarnir í að selja list sína í aug- lýsingar hætta að vera eftirsókn- arverðir hjá auglýsendum. Jafn- vel læðist að manni sá grunur að auglýsingamennirnir sæki sér í lagi í þá sem hafa gefið sig út fyrir að vera á móti því að list þeirra sé höfð í auglýsingaskyni. Valur tók sig til og gróf Bubba- plötur sínar eftir að Bubbi seldi lög sín Sjóvá. Hann segir það tíu ára ferli með auglýsingamennsku Bubba og Megas sleppi nú með gula spjaldið hvað sig varði. „Bubbi seldi allt sem hann hefur samið fyrir þremur árum. Umfjöllunin um þann gerning var á þá leið að þetta hefði verið gott hjá honum og tónlistarmenn loks fengið þá virðingu sem þeim ber. Ég held að engum finnist þetta nú góð hugmynd, síst lík- lega Bubba sem hefur tapað öllum peningunum og lögunum líka,“ segir Valur aðspurður hvort hann sé ekki einn á báti með að benda á skörun listar og auglýsinga. Valur segir bara engan hafa hag af því að andæfa og heldur áfram að nefna dæmi um list sem höfð er til auglýs- inga: Glitnis-iPodda á Gljúfra- steini og Óttar Proppé sem seldi pönk sitt „Burt með kvótann“ sem „Skítt með kerfið“ – eins og það sé eitthvert „steitment“ að kaupa áskrift að símafyrirtæki? „Þarna er pönkið dautt,“ segir Valur sem ætlar að gera betur grein fyrir sjónarmiðum sínum í grein sem birtist í Lesbók Mogg- ans á morgun. Ætla má að sú grein veki upp umræður. jakob@frettabladid.is Auglýsingar eru að drepa listina Ástæðan fyrir því að Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust tvíbura á dögunum ku vera sú að þau nýttu sér tæknifrjóvgun, en þá er algengt að fleira en eitt egg frjóvgist og nái ból- festu. Þessu heldur tímaritið US Weekly nú fram. „Börnin komu undir í tæknifrjóvgun. Þau vildu bæði ólm eignast fleiri börn sem fyrst,“ segir heimildarmaður blaðsins. Í viðtali við blaðið segir læknirinn Arthur Wisor, sérfræðingur í tæknifrjóvg- unum, að líkurnar á því að kona á aldri Angelinu, sem er 33 ára, verði þunguð af tvíburum á náttúrulegan hátt séu undir einu prósenti. Með tæknifrjóvgun eru líkurnar hins vegar í kringum 25%. Heimildarmaður blaðsins segir að Angelina hafi valið að fara þessa leið, svo hún þyrfti ekki að takast á við stressið sem fylgdi því að reyna að verða ólétt. Jolie og Pitt í tæknifrjóvgun? TVÍBURARNIR GLASABÖRN? Slúður- ritið Us Weekly heldur því fram að Angelina og Brad hafi notfært sér tæknifrjóvgun við getnað tvíburanna. Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.