Fréttablaðið - 25.07.2008, Side 59
FÖSTUDAGUR 25. júlí 2008 35
FÓTBOLTI Blikar unnu Keflavík 3-2 í
bráðfjörugum leik í Kópavogi í
gær. Leikurinn hófst fjörlega og
strax á 12. mínútu kom Guðjón
Árni Antoníusson Keflvíkingum
yfir með góðu marki. Hann fékk
sendingu við vítateiginn hægra
megin, lék þar á varnarmann og
skoraði með frábæru skoti neðst í
fjærhornið.
Aðeins fjórum mínútum síðar
jafnaði Jóhann Berg Guðmunds-
son metin nánast upp á eigin spýt-
ur. Hann fékk knöttinn rétt fyrir
utan vítateiginn hægra megin, lék
boltanum inn á miðjuna og skoraði
með frábæru skoti í nærhornið.
Keflvíkingar voru greinilega
ekki ánægðir með leik sinni í fyrri
hálfleik því þeir gerðu tvær breyt-
ingar á liði sínu í hálfleik. Það
hafði lítið að segja því þegar síðari
hálfleikur var einungis rúmlega
mínútu gamall þá kom Jóhann
Berg Breiðablik yfir með sínu
öðru marki. Hann fékk sendingu
inn fyrir vörn Keflavíkur, stakk
varnarmennina af og skoraði með
hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.
Guðmundur Steinarsson jafnaði
síðan metin með góðum skalla
eftir frábæra sendingu Símuns
Samuelsen af vinstri kanti en
Keflvíkingar höfðu sótt töluvert í
sig veðrið eftir mark Breiðabliks
og uppskáru eftir því.
Eftir mark Keflvíkinga áttu
bæði lið tækifæri til að komast
yfir og það var varamaðurinn
Magnús Páll Gunnarsson sem
nýtti sitt tækifæri vel þegar hann
skoraði sigurmarkið fimm mínút-
um fyrir leikslok. Keflvíkingar
náðu ekki að jafna þrátt fyrir stífa
sókn undir lok leiksins og það voru
því heimamenn sem fögnuðu vel í
leikslok.
Magnús Páll var vitaskuld
ánægður með úrslitin. „Gerist
þetta nokkuð sætara en þetta? Það
þurfti einhvern í þetta hlutverk að
klára leikinn og í þetta skiptið var
það ég. Mér fannst við hafa góð
tök á þessum leik, bæði liðin eru
virkilega vel spilandi en ég vil
meina að við höfum mætt grimmir
til leiks strax í upphafi og það skóp
þennan sigur,“ sagði Magnús og
bætti við að nú ætluðu Blikar að
fara skrefinu lengra í bikarnum
en þeir gerðu í fyrra en þá fóru
þeir einnig í undanúrslit.
„Já það er alveg klárt að við
ætlum að bæta fyrir tapið í Laug-
ardalnum og við sjáum ekkert
nema alla leið í þessu. Við ætlum
allavega að selja okkur mjög
dýrt.“
Kristján Guðmundsson, þjálfari
Keflavíkur, var svekkur í leikslok,
en sagðist hafa vitað frá upphafi
að þetta yrði erfitt. „Já það er leið-
inlegt að vera dottinn út úr þessari
frábæru keppni en við fórum erf-
iðu leiðina. Náðum að skora tvö
mörk á útivelli gegn góðu liði, en
það er erfitt að vinna sigur á úti-
velli ef þú færð á þig þrjú mörk,
það er of mikið,“ sagði Kristján.
„Fyrst Breiðablik sló okkur við
finnst mér þeir ansi líklegir en
það verða fleiri sterk lið í hattin-
um þegar verður dregið,“ sagði
Kristján en dregið verður í dag.
Fjölnir átti ekki í vandræðum
með Víkinga á heimavelli sínum í
gær. Víkingar stilltu upp fjögurra
manna vörn og sex manna miðju
með engan sóknarmann. Tómas
Leifsson skoraði eina markið í
bragðdaufum leik.
Fylkir komst áfram eftir fram-
lengingu gegn Haukum á gervi-
grasinu í Hafnarfirði. Haukar
voru síst lakari aðilinn og stríddu
úrvalsdeildarliðinu svo um mun-
aði. En Fylkismenn voru sterkari í
framlengingunni og undir lok
hennar skoraði Kjartan Ágúst
Breiðdal eina mark leiksins. - sjj
Breiðablik, Fjölnir og Fylkir komust öll áfram í undanúrslit VISA-bikars karla í gærkvöldi:
„Gerist það nokkuð sætara en þetta?“
FYRSTI LEIKUR Jóhann B. Guðmundsson
spilaði sinn fyrsta leik í Keflavíkurtreyj-
unni í nokkur ár þegar hann kom inn á í
síðari hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÁBÆR Jóhann Berg Guðmundsson kemur Keflavík hér yfir í 2-1.
Hann skoraði tvö mörk og átti frábæran leik.
FÓTBOLTI KR er komið í undanúr-
slit Visa-bikarsins eftir 3-2 sigur á
Grindavík í spennuþrungnum leik
í Frostaskjólinu í gærkvöld. Leik-
urinn var frábær skemmtun og
hefðu bæði lið hæglega getað
skorað fleiri mörk
KR-ingar fengu sannkallaða
óskabyrjun þegar Björgólfur Tak-
efusa kom þeim röndóttu yfir eftir
aðeins þriggja mínútna leik. Átta
mínútum síðar tvöfaldaði Gunnar
Örn Jónsson forystuna með öðru
marki sínu gegn Grindavík á fjór-
um dögum. Bæði mörkin komu
eftir að Grindvíkingar klúðruðu
dauðafærum hinum megin.
Mbang Ondo minnkaði muninn í
2-1 þremur mínútum fyrir leikhlé
með mark af stuttu færi eftir að
Pétur Marteinsson hafði bjargað
skoti Tomasz Stolpa á línu.
Aðeins voru liðnar sjö mínútur
af síðari hálfleik þegar Marinko
Skaricic jafnaði metin fyrir
Grindavík.
Það tók KR aðeins þrjár mínút-
ur af svara fyrir sig og ná for-
ystunni á nýjan leik. Óskar Örn
Hauksson stakk sér þá inn fyrir
vörn Grindavíkur og tryggði KR
sigur á sínum gömlu félögum.
Þegar tæpur hálftími var eftir
af leiknum var dæmt víti þegar
Pétur Marteinsson handlék knött-
inn inni í vítateignum. Stefán Logi
Magnússon varði víti Scotts Rams-
ay meistaralega og tryggði liði
sínu sæti í undanúrslitunum.
Pétur Marteinsson var hæst-
ánægður með að vera kominn í
undanúrslit bikarsins eftir erfið-
an leik. „Þeir reyndust okkur erf-
iðir. Þeir sóttu á mörgum mönnum
þegar þeir sóttu. Þetta var leikur
þar sem manni fannst maður hafa
tögl og hagldir og stjórna gangi
leiksins en þeir voru engu að síður
hættulegir. Þeir áttu líka færi í
fyrri hálfleik áður en við skorum
þannig að við erum geysilega
ánægðir með að vera komnir í
undanúrslit í keppninni. Þetta var
fullerfitt að mínu mati,“ sagði
Pétur.
Milan Stefán Jankovic var
ánægður með sína menn þrátt
fyrir tapið. „Það var fínn fótbolti í
dag. Við blönduðum saman bar-
áttu og spili og ég var ánægður
með okkar leik frá fyrstu mínútu.
Við fengum fullt af færum í leikn-
um og ég er mjög ánægður með
mína stráka. Ég hrósaði þeim í
hálfleik og ég get hrósað þeim
aftur núna í leikslok,“ sagði Jank-
ovic í leikslok. -gmi
KR og Grindavík buðu áhorfendum upp á veislu í í VISA-bikarnum í gær:
Stefán Logi tryggði KR áfram
SKORAÐI SIGURMARKIÐ Óskar Örn Hauksson í góðu færi en að þessu sinni varði
Zankarlo í marki Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VISA-bikar karla
Breiðablik-Keflavík 3-2
0-1 Guðjón Árni Antoníusson (12.), 1-1 og 2-1
Jóhann Berg Guðmundsson (16. og 46.), 2-2
Guðmundur Steinarsson (64.), 3-2 Magnús Páll
Gunnarsson (82.).
KR-Grindavík 3-2
1-0 Björgólfur Takefusa (4.), 2-0 Gunnar Örn
Jónsson (11.), 2-1 Gilles Mbang Ondo (42.), 2-2
Marinko Skaricic (53.), 3-2 Óskar Hauksson (55.).
Fjölnir-Víkingur 1-0
Tómas Leifsson (37.).
Haukar-Fylkir 0-0 (0-1 eftir framl.)
0-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (105.)
1. deild karla:
Leiknir-Selfoss 1-2
Njarðvík-Víkingur Ólafsvík 1-1
ÍBV-Þór 4-1
Íslandsmótið í golfi í Eyjum:
Karlar: (eftir fyrsta dag)
1. Björgvin Sigurbergsson, GK 66
2. Heiðar Davíð Bragason, GR 69
3. Ólafur Björn Loftsson, NK 70
3. Sigmundur Einar Másson, GKG 70
3. Örn Ævar Hjartarson, GS 70
3. Axel Ásgeirsson, GR 70
3. Hlynur Geir Hjartarson, GK 70
3. Kristján Þór Einarsson, GKJ 70
Konur: (eftir fyrsta dag)
1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO 74
2. Tinna Jóhannsdóttir, GK 77
3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK 79
3. Nína Björk Geirsdóttir, GKj 79
3. Andrea Ásgrímsdóttir, GA 79
6. Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR 80
6. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 80
6. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 80
9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 81
HM U-20 ára kvk:
Ísland-Þýskaland 24-23
Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Karen
Knútsdóttir 5/3, Rut Jónsdóttir 4, Hildigunnur
Einarsdóttir 4, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildur
Þorgeirsdóttir 1, Auður Jónsdóttir 1, Rebekka Rut
Skúladóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir. Guðrún Ósk
Maríasdóttir varði 19/2 skot.
ÚRSLIT GÆRDAGS
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N