Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 16. ágúst 2008 — 221. tölublað — 8. árgangur FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin hefst aftur í dag eftir 97 daga sumarfrí. Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton er fyrsti Íslendingurinn til að spila í ár en Bolton mætir nýliðum Stoke á heimavelli klukkan 14 í dag. Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth spila á morg- un alveg eins og ensku meistar- arnir í Manchester United og erkióvinir þeirra í Chelsea. Fyrsti leikur tímabilsins er hins vegar á milli Arsenal og WBA í hádeginu. - óój / sjá íþróttir bls. 52 Enski boltinn byrjar í dag: Grétar Rafn er klár í slaginn MÆTIR STOKE Grétar Rafn Steinsson verður í eldlínunni í dag. NORDICPHOTOS/GETTY SKIPULAGSMÁL Vinningstillaga um höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur á eftir að skapa mikið umtal, deilur og vangaveltur að mati Margrétar Harðardóttur arkitekts hjá Studio Granda. Margrét var í dómnefnd í sam- keppni um hönnun höfuðstöðva Landsbankans. Vinningstillagan hefur verið valin, en ekki enn verið kynnt. „Ég myndi vilja sjá einhvern sem væri ábyrgur fyrir uppbyggingu miðborgarinnar innan borgarinnar óháð pólitík og hagsmunapoti og hefði umboð til að halda utan um þessi mál. Rétt eins og Umboðs- maður Alþingis starfar væri gott að hafa umboðsmenn gamla mið- bæjarins, sem eins konar forvörn, en ekki úrskurðaraðila eftir á,“ segir Margrét. Margrét setur stórt spurningar- merki við staðsetningu Lista- háskóla á Laugavegi. „ Ef niður- staðan er að halda í eldri götumynd má ekki víkja neitt frá því.“ Mar- grét telur einnig að fjárfestum verði að setja skýrar skorður því annars muni skipulagsmál taka kol- vitlausa stefnu. „Reykjavík mun enda með því að líta út eins og lítil Dubai.“ - amb / sjá síðu 28 Margrét Harðardóttir arkitekt um höfuðstöðvar Landsbankans og miðborgina: Vinningstillagan verður umdeild NÆSTUM NYIR BILAR www.heklanotadirbilar.is Laugardag Opið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Hannaðu heimilið með Tengi Hvítlaukssmjör me› steinselju KONAN SEM ÁKVAÐ AÐ SIGRA HEIMINN Í dag verður söng- konan Madonna fimmtug. Fréttablaðið rifjar upp skrautlegan feril hennar. 36 ÞÚSUND OG EIN NÓTT Buxurnar fyrir haust/vetur 2008 eru með kvenna- búrssniði 46 STREKKINGUR VESTAN TIL Í dag verður sunnan strekkingur vestan til, annars hægari. Bjart með köflum norðaustan og austan til, annars skýjaðra og sums staðar væta sunn- an til og vestan. Hiti 12-20 stig. VEÐUR 4 13 17 16 1413 20 VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI „Hann er mjög mikill; 75 milljarðar fyrir Iceland. Þetta er sennilega Íslandsmet,“ segir Pálmi Haraldsson, um hagnað af sölu á hlut Fons í Iceland. Fyrir hlutinn fær Fons tæplega 35 prósenta hlut Stoða, áður FL Group, í félaginu Northern Travel Holding, sem meðal annars á flugfélögin Iceland Express og Sterling. Liður í viðskiptum Fons er einnig sala á hlutum í Landic Property, Booker og Goldsmith. Óvíst er hverjir kaupendur eru, en fullyrt er að þeir séu bæði innlendir og erlendir. Í heildina munu hér vera á ferð viðskipti upp á um 100 milljarða króna. - ikh / sjá síðu 14 Segir hagnaðinn 75 milljarða: Íslandsmet hjá Fons OPNUNARHÁTÍÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG Lokahönd hefur verið lögð á framkvæmdir við endurbyggingu efri hluta Skólavörðustígs og bjóða því verslunareigendur við Skólavörðustíg, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Ístak, til veglegrar opnunarhátíðar eftir hádegi í dag. Dagskráin, sem hefst klukkan 13, er við allra hæfi; tónlist, dans, sirkus og mörg skemmtileg götuatriði og uppákomur í verslunum. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri ætlar að opna götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi átti frumkvæði að því að húsin við Laugaveg 4 til 6 voru keypt á 580 milljónir og keyrði málið áfram af mikilli hörku, segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Verndun húsanna hafi verið rædd mikið í viðræðum um nýjan meiri- hluta F-lista og Sjálfstæðisflokks, en Ólafur hafi ekki viljað fara svona geyst. „Ég taldi þetta fullmikla hörku en það var valtað yfir mig. Ég vildi láta á það reyna að Húsafriðunarnefnd friðaði húsin eftir nokkra daga. Það hefði haft áhrif á verðið,“ segir hann. Hann telur kaupin hafa verið gerð svo skyndilega til þess að bjarga menntamálaráðherra úr snörunni, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir átti að taka ákvörð- un um hvort húsin yrðu friðuð. „Hann kallaði Kaupang heim til sín að mér forspurðum. Ég tók þátt í viðræðunum og sá að þetta voru óvandvirk vinnubrögð, sem ég hafði ekki kynnst áður. En þau minntu mig á framgang Vilhjálms í Orku- veitunni,“ segir Ólafur. 200 daga meirihlutinn var kynnt- ur 21. janúar og fyrsti fundur nýs borgarráðs var 24. janúar. Í millitíðinni, segir Ólafur, boðaði Vilhjálmur til kaupsamninganna. Síðan var tillaga að uppkaupum á húsunum kynnt á borgarráðsfundi sem tillaga Ólafs borgarstjóra og húsafriðunarnefnd féll frá friðunar- kröfu sinni. „Mér var kennt um þetta, en ég hefði ekki getað stöðvað þetta ferli,“ segir Ólafur. „Það er alls ekki minn stíll að taka svona ákvarðanir nema að mjög vel ígrunduðu máli.“ Líklegast er að rekstur REI verði í höndum fjármögnunarsjóðs í eigu Orkuveitu, banka og fjárfesta, en almenningur fái ekki aðkomu að honum, segja heimildir Fréttablaðs- ins. - kóþ / sjá síðu 4 og 12 Sjálfstæðisflokkur vildi fá Laugaveg 4-6 Borgarstjóri segir Vilhjálm Þ. hafa samið við fulltrúa Kaupangs heima við og keyrt kaupin á húsunum í gegn, fyrir borgarráðsfund. Líklega til að bjarga menntamálaráðherra úr snörunni. REI verður rekið af fjármögnunarsjóði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.