Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 2
2 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
flugfelag.is
Gríptu augnablikið!
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu.
Akureyri frá 3.990 kr.
KJARAMÁL „Þetta endurspeglar
vilja ljósmæðra vel,“ segir Guð-
laug Einarsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags Íslands. Yfirgnæf-
andi meirihluti félagsmanna hefur
samþykkt boðun verkfallsaðgerða
í næsta mánuði en kosningu lauk í
gær.
Metþátttaka var í atkvæða-
greiðslunni en yfir níutíu prósent
félagsmanna greiddu atkvæði.
Nær 99 prósent þeirra sem
atkvæði greiddu voru fylgjandi
verkfallsaðgerðunum næðust ekki
kjarasamningar.
Guðlaug segir ljóst að verkfall
ljósmæðra muni meðal annars
bitna á þjónustu á borð við mæðra-
vernd og sónar. „Ljósmæður veita
grundvallarþjónustu í heilbrigðis-
kerfinu og því mun verkfallið hafa
víðtæk áhrif,“ segir Guðlaug.
„Við munum fara yfir lista sem
gilda yfir þá sem undanþegnir eru
verkfalli í næstu viku,“ segir Guð-
laug. „Þeir hafa þó ekki verið upp-
færðir svo lengi að flestar stofn-
anir sem þar eru nefndar eru ekki
til lengur.“
Undanþágulistarnir hafa ekki
verið uppfærðir í þrettán ár eins
og fram hefur komið í Fréttablað-
inu. „Fæstir ættu því að vera
undan þegnir verkfalli samkvæmt
ströngustu túlkun,“ segir Guð-
laug.
Guðlaug segir á ábyrgð ríkisins
að uppfæra listana árlega. „Það er
algjört virðingarleysi við störf
ljósmæðra og fjölskyldur sem
þiggja þjónustu þeirra að sinna
þessu ekki.“
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir
að einungis sé hægt að breyta
undan þágulistum einu sinni á ári
og breytingar á þeim væru því
ómögulegar áður en boðuð verk-
föll ljósmæðra hæfust. Einnig hafi
tveir dómar fallið sem standi í
vegi fyrir að listunum sé breytt.
„Við teljum þó að nafnabreyt-
ingar á stofnunum komi ekki í veg
fyrir að listarnir gildi um sam-
bærileg störf,“ segir Gunnar.
Gunnar segir að til að koma í
veg fyrir að neyðarástand skapist
sé önnur nefnd við störf sem eigi
að taka á slíkum tilfellum, komi
þau upp.
„Auðvitað höfum við áhyggjur
af fyrirhuguðu verkfalli og röskun
sem það mun valda,“ segir Gunnar.
helgat@frettabladid.is
Ljósmæður einhuga
um verkfallsaðgerðir
Metþátttaka var í kosningum Ljósmæðrafélags Íslands um verkfallsaðgerðir í
næsta mánuði. Nær 99 prósent þeirra sem tóku þátt eru fylgjandi verkfalli ef
samningar nást ekki. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif að sögn formannsins.
LJÓSMÓÐIR AÐ STÖRFUM Ef af verkföllum ljósmæðra verður mun það bitna meðal
annars á mæðravernd og sónarskoðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
REYKJAVÍK Ekki var boðið upp á næturstrætó í sumar,
líkt og Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði til í
júní. Hann segir að kostnaður við verkefnið hafi
reynst of mikill. „Við höfum náð góðum árangri í
miðbænum án þess kostnaðarauka sem í þessu hefði
falist,“ segir Ólafur.
Eitt af því sem horft var til þegar keyrslu strætós
á nóttunni var hætt fyrir nokkrum árum var að hún
ýtti undir unglingadrykkju. Geir Jón Þórisson, yfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, staðfestir það.
„Já, á þessum tíma var mikið um miðborgarfyll-
erí og næturstrætó var ein af orsökunum fyrir því.“
segir Geir Jón. Hann telur þó allt í lagi að láta á það
reyna að koma ferðunum aftur á, verði það ekki til
þess að unglingar leiti aftur í miðbæinn.
Þá lokuðust allir staðir klukkan þrjú og safnaðist
þá oft saman mikill hópur fólks í miðbænum. Ýmsir
hafa lagt til að það fyrirkomulag verði tekið upp að
nýju.
Borgarstjóri segir að menn hafi velt öllum hliðum
upp hvað varðar næturvagnana, þar með talið
drykkju ungmenna.
Reynir Jónasson, forstjóri Strætó, segir að kostn-
aður við næturstrætó sé í kringum 400 þúsund
krónur hverja helgi. Hann segir reynsluna af því
fyrirkomulagi slæma. „Aðsóknin var léleg á sínum
tíma og umgengnin alveg skelfileg, enda mikil partí
í vögnunum,“ segir Reynir.
- kóp
Næturstrætó lagður af á sínum tíma vegna unglingadrykkju:
Næturstrætó kemur ekki aftur
ENGINN NÆTURVAGN Hætt hefur verið við að taka nætur-
strætó upp að nýju vegna kostnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
BANDARÍKIN Rúmlega þrítugur
maður frá Suður-Karólínuríki
situr nú í fangelsi eftir að hann
stal bjarnar húni úr dýragarði
með lausum dýrum og rukkaði
fólk síðan um einn dollara fyrir
að klappa honum. Maðurinn hefur
verið ákærður fyrir innbrot og
þjófnað.
Hann ók með björninn heim til
frænku sinnar og sagði henni að
hann hefði stolið honum. „Ég var
ekki hissa,“ sagði hún. „Hann
hefur átt mörg framandi dýr og
gert margt heimskulegt.“
Fyrst reyndi hann að stela
hettuapa, en var bitinn af öðrum
apa og þurfti frá að hverfa. - sh
Bauð fólki að klappa húni:
Græddi á
þjóf stolnum birni
■ Fyrsta verkfall – hefst 4. sept-
ember og lýkur 5. september.
■ Annað verkfall – hefst 11. sept-
ember og lýkur 12. september.
■ Þriðja verkfall – hefst 17. sept-
ember og lýkur 19. september.
■ Fjórða verkfall – hefst 23.
september og lýkur 26. sept-
em ber.
■ Fimmta verkfall – hefst 29.
september ótímabundið.
BOÐAÐAR AÐGERÐIR LJÓSMÆÐRA
BÍLAR Óvenju góð þátttaka er í
alþjóðarallinu sem fer fram í
Reykjavík dagana 21. til 23. ágúst
næstkomandi en 31 bíll er skráður
til keppni. Þar af eru sjö frá
Bretlandi og eru þeir flestir á
vegum breska hersins. „Sex af sjö
bílum eru frá hernum en mótið er
hluti af innanhúsmóti breska
hersins,“ segir Tryggvi Magnús
Þórðarson, keppnisstjóri alþjóða-
rallsins, og bætir við að auðvitað
séu þeir allir á Land Rover.
Keppnin hefst klukkan 17 hinn
21. ágúst og verður fyrsta sérleið
ræst frá Perlunni. - eö/ sjá Allt
Alþjóðarallið í Reykjavík:
Bretarnir flestir
á Land Rover
GEORGÍA, AP Mikhaíl Saakashvili,
forseti Georgíu, hefur undirritað
vopnahléssamkomulag við Rússa.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, var viðstödd
undirritunina og sagði að Dmitri
Medvedev Rússlandsforseti muni
einnig undirrita þetta samkomulag,
sem gert var fyrr í vikunni.
Hún sagði að nú yrðu Rússar að
kalla allt herlið sitt heim frá
Georgíu, en Dmitri Medvedev
Rússlandsforseti sagði í gær ólík-
legt að Ossetíumenn og Abkasíu-
menn gætu nokkru sinni deilt ríki
með Georgíu mönnum, „eftir það
sem á hefur gengið“.
Saakashvili sakaði í gær Rússa
um að hafa mánuðum saman búið
sig undir innrás í Suður-Ossetíu og
hernám í beinu framhaldi. Þeir hafi
greinilega verið reiðubúnir, því
aðeins fáeinum klukkustundum
eftir að Georgíuher réðst á Suður-
Ossetíu hafi 1.200 rússneskum
skriðdrekum verið ekið yfir landa-
mærin.
Saakashvili segist einnig ítrekað
hafa varað Vesturlönd við hernaðar-
uppbyggingu Rússa í Suður-Osse-
tíu, en viðbrögð Vesturlanda hafi
verið dræm.
Fleiri þjóðarleiðtogar á Vestur-
löndum hafa hvatt Rússa til að
draga her sinn til baka.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sakaði í gær Rússa um að beita
Georgíumenn ofríki og fautaskap,
en Bandaríkjamenn myndu ekki
láta þjóðir Sovétríkjanna fyrrver-
andi eiga sig. - gb
Forseti Georgíu undirritar vopnahléssamkomulag:
Rússar kalli herinn heim
CONDOLEEZZA RICE OG MIKHAÍL SAAK-
ASHVILI Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna í heimsókn hjá Georgíuforseta.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Sjötugur karlmaður
fannst látinn á heimili sínu í
Hamraborg í Kópavogi seint á
fimmtudagskvöld. Talið er að hann
hafi látist af slysförum.
Lögreglan handtók í kjölfarið
mann og konu sem tengjast
manninum. Þau voru í haldi
lögreglu í nótt, en var sleppt eftir
yfirheyrslur í gærmorgun.
Samkvæmt Friðriki Smára
Björgvinssyni, aðstoðaryfirlög-
regluþjóni hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, liggur fólkið
ekki undir grun um refsivert
athæfi. Friðrik gat ekki upplýst
um möguleg tildrög slyssins.
Beðið er eftir niðurstöðu krufn-
ingar. - kg
Andlát í Hamraborg:
Fannst látinn í
íbúð sinni
Gleymdi leynigögnum
Starfsmaður sænska hersins hefur
verið ákærður fyrir að hafa gleymt
leynilegum gögnum í tölvu á háskóla-
bókasafni. Hermaðurinn átti ekki
eigin tölvu og notaðist því við tölvu
á háskólabókasafninu í Stokkhólmi.
Þar gleymdi hann gögnum, sem fjöll-
uðu um Afganistan. Sá sem notaði
tölvuna næst uppgötvaði efnið og fór
með það beint í fjölmiðla.
SVÍÞJÓÐ
Steinn Logi, er þetta ekki bara
algjör steypa?
„Jú, steypa og stál er málið í dag.“
Sölumet var sett hjá Húsasmiðjunni og
BM Vallá í júlí. Steinn Logi Björnsson er
framkvæmdasjtóri Húsasmiðjunnar.
BRETLAND, AP Í dýragarðinum í
Edinborg var mörgæs nokkur
gerð að riddara í gær. Mörgæsin
heitir Nils Olav og hefur árum
saman verið í lífvarðasveit Ólafs
Noregskonungs.
Nils Olav er þriðja mörgæsin í
dýragarðinum sem hefur haft
þessi nánu tengsl við Noregskon-
ung. Sú fyrsta var gerð að lífverði
Noregskonungs árið 1972 og fékk
jafnframt nafnið Nils Egelien.
Norska lífvarðasveitin hefur
síðan heimsótt Edinborg á hverju
ári til að heilsa upp á þennan
óvenjulega félaga.
Það var breski herforinginn
Euan Loudon sem fékk þann
heiður í gær að slá sverði á axlir
mörgæsarinnar fyrir hönd
Noregskonungs við hátíðlega
athöfn í dýragarðinum. - gb
Skoska mörgæsin Nils Olav:
Riddari í sveit
Noregskonungs
HIN KONUNGLEGA MÖRGÆS Marserar
undir trommuleik hinna norsku félaga
sinna. NORDICPHOTOS/AFP
Þrír látnir í flugslysi
Þrír einstaklingar létust í flugslysi í
Saimen-vatni í suðurhluta Karjalahér-
aðanna í Finnlandi í gær. Lítil flugvél
af gerðinni Piper var í kennsluflugi frá
Kuopio til Villmanstrand þegar hún
hrapaði í vatnið. Ekki er vitað hvers
vegna flugvélin hrapaði.
FINNLAND
SPURNING DAGSINS