Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 4
4 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
21°
18°
20°
23°
20°
23°
25°
23°
20°
29°
30°
22°
23°
28°
28°
31°
17°
Á MORGUN
5-10 m/s.
MÁNUDAGUR
Hæg, breytileg átt.
13
16
17
20
16
12
14
13
13
14
12
13
7
4
4
6
5
4
9
10
13
5
14 17
16
1315
12 15
14
1412
BEST NORÐ-
AUSTAN TIL
Í dag verður leið-
inda vindur vestan
til á landinu en þar
lægir hins vegar
nokkuð á morgun.
Eystra verður
hægari vindur.
Bjart verður með
köfl um norðaustan
til á landinu um
helgina en annars
staðar verður skýj-
aðra og hætt við
vætu sunnan til og
vestan.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
REYKJAVÍK Reykjavíkurborg var
lagalega skuldbundin til að taka
tilboði litháísks fyrirtækis í
byggingu Sæmundarskóla, að því
er fram kemur í svari Ólafs F.
Magnússonar fráfarandi borgar-
stjóra við fyrirspurn Óskars
Bergssonar borgarfulltrúa. Óskar
taldi álitamál að tilboð fyrirtækis-
ins væri hagkvæmast, þótt lægst
væri, sökum mögulega aukinnar
áhættu af tilboði þess.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri
framkvæmda- og eignasviðs
Reykjavíkurborgar, segir að
fyrirtækið uppfylli allar hæfnis-
kröfur og ekki komi til greina að
láta huglægt mat á mögulega
aukinni áhættu hafa áhrif á val
tilboðs. - gh
Ólafur F. um Sæmundarskóla:
Urðu að taka
lægsta tilboði
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Mos-
fellsbæ hafði hendur í hári
tveggja skemmdarvarga á
miðvikudagskvöld. Um var að
ræða unglingspilta sem höfðu gert
sér að leik að sprengja upp
ruslatunnu í bænum með heima-
gerðri sprengju.
Piltarnir forðuðu sér af
vettvangi eftir atvikið, en
lögreglumenn náðu þeim á flótta.
Þeir viðurkenndu sekt sína
greiðlega. Annar piltanna hafði í
fórum sínum aðra heimatilbúna
sprengju, og var hún gerð upptæk.
Piltarnir voru færðir til síns
heima og foreldrum þeirra gert
viðvart. - kg
Skemmdarverk í Mosfellsbæ:
Sprengdu upp
ruslatunnu
VINNUMARKAÐUR „Allar fullyrðing-
ar um að við sópum slysatilvikum
undir teppið eru rangar,“ segir
Ágúst Hafberg, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar og sam-
skipta hjá Norðuráli.
Fyrrverandi starfsmaður álvers
Norðuráls á Grundartanga sagði í
Fréttablaðinu á fimmtudag að
hann hefði sjálfur þurft að búa um
þriðja stigs brunasár eftir vinnu-
slys, og að verið kallaður í vinnu
daginn eftir til að gefa skýrslu,
þrátt fyrir að vera metinn óvinnu-
fær af lækni.
Ágúst segir að almennt tjái
stjórnendur fyrirtækisins sig ekki
um málefni einstakra starfs-
manna. Lýsing á þessu atviki komi
þó á óvart. Til dæmis séu vel þjálf-
aðir hjálparliðar á hverri vakt sem
veiti fyrstu hjálp.
„Skráningar slysa eru mjög ítar-
legar hjá okkur. Það hvort starfs-
maður kemur á staðinn daginn
eftir til að gefa skýrslu eða ekki
hefur engin áhrif á það hvernig
slysið er skráð,“ segir Ágúst.
Vinnuslys telst alvarlegra missi
starfsmaður úr vinnu vegna þess.
Ágúst segir þrátt fyrir það af og
frá að starfsmenn séu hvattir til
að koma slasaðir til vinnu. Unnið
verði að því á næstunni að fara
yfir verklagsreglur vegna vinnu-
slysa hjá Norðuráli. - bj
Fara á yfir verklagsreglur um vinnuslys hjá Norðuráli og bæta úr sé ástæða til:
Sópa ekki slysum undir teppið
NORÐURÁL Það er af og frá að slasaðir
starfsmenn séu hvattir til að mæta til
vinnu segir Ágúst Hafberg.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
DÓMSMÁL Síbrotamaður á fimm-
tugsaldri hefur verið dæmdur í
tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir fjölda brota.
Maðurinn er dæmdur fyrir á
þriðja tug þjófnaða, um tug
fjársvika og nokkur fíkniefnamál.
Brotin framdi maðurinn frá því í
nóvember 2006 þar til í maí á
þessu ári. Hann játaði öll brotin.
Brotaferill mannsins er afar
langur. Fyrsta dóm sinn hlaut
hann árið 1979 og alls eru
dómarnir nú orðnir 31 talsins.
Hann er dæmdur til að greiða
fimm aðilum tíu til tuttugu
þúsund krónur í skaðabætur. - sh
Brotamaður í tvö ár í fangelsi:
Með yfir þrjátíu
dóma á bakinu
LÖGREGLA Maður á sjötugsaldri
situr nú í gæsluvarðhaldi á
Akureyri grunaður um gróft
kynferðisbrot. Maðurinn er
sakaður um að hafa nauðgað konu
á þrítugsaldri á heimili sínu á
Skagaströnd á þriðjudagskvöldið.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar
2 í gærkvöldi.
Konan fór strax á neyðarmót-
töku fyrir þolendur kynferðis-
ofbeldis á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri og var maðurinn hand tekinn í
kjölfarið. Hann hefur verið
úrskurðaður í gæslu varðhald sem
rennur út í dag.
Beðið er niðurstaðna úr sýnum
sem tekin voru á bráðamóttöku
Sjúkrahússins á Akureyri. - ghs
Skagaströnd:
Maður grunað-
ur um nauðgun
REYKJAVÍK Líklegasta lending Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks um Reykjavík Energy
Invest, REI, verður sú að fjárfest-
ingarsjóður verður stofnaður til
að fjármagna verkefni fyrirtækis-
ins, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins. Aðilar að sjóðnum, auk
Orkuveitu Reykjavíkur, verði
aðallega bankar, fjárfestar og
fjárfestingafyrirtæki.
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar-
fulltrúi Sam-
fylkingarinnar
og stjórnar-
maður í REI,
staðfestir að
þetta hafi verið
til umræðu í
stjórn REI.
„Það kæmi
mér á óvart ef
farin væri
önnur leið. Þetta
er búið að vera í
vinnslu núna í
allt sumar í stjórn REI, undir for-
ystu Kjartans Magnússonar, og
sátt ríkir þar um málið. Hins vegar
er endanleg útfærsla ekki komin
því ekki er búið að semja við
neinn,“ segir Sigrún.
Sigrún segir að það sem helst
hafi strandað á hingað til sé and-
staða ákveðinna borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og þá helst
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Því
þykir mér merkilegt að hún ætli
nú að kokgleypa þetta og jafnvel
láta að því liggja að þetta sé
útfærsla sem hún og Óskar Bergs-
son hafi unnið.“
Orkuveita Reykjavíkur mun
verða einn af hluthöfum í
sjóðnum. Hún mun ekki leggja
fjármagn til sjóðsins heldur veita
sjóðnum þá þekkingu, það orð-
spor og ákveðin verkefni sem
stofnunin hefur upp á að bjóða, að
sögn Sigrúnar.
Samið verður við banka eða aðra
fjárfestingarstofnun um að stofna
sjóðinn með REI. „Fjárfestingar-
stofnunin mun sjá um fjármála-
legan rekstur sjóðsins og safna
fjármagni í hann,“ segir Sigrún.
Líklega verður aðeins fjárfest-
um og fjármálafyrirtækjum gef-
inn kostur á því að fjárfesta í
sjóðnum. Ekki er víst að almenn-
ingi gefist tækifæri á því að taka
þátt í sjóðnum, að sögn Sigrúnar
en þó á enn eftir að útfæra hvernig
þessum málum verði háttað.
REI-málið svokallaða í október
2007 var ástæða þess að borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar sprakk. Nú
hafa oddvitar beggja flokka lýst
því yfir að sátt hafi náðst um málið
og samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er fjármögnunarsjóður
líklegasta lendingin.
vidirp@frettabladid.is
REI verður gert að
fjárfestingarsjóði
Líklegasta lending nýs meirihluta um REI verður að stofna fjárfestingarsjóð
til að fjármagna rekstur fyrirtækisins. Hugmyndin hefur verið í vinnslu í allt
sumar. Bankar og fjárfestingarfyrirtæki fá að taka þátt en ekki almenningur.
FUNDUR VEGNA REI Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks fundar um málefni REI
í október í fyrra. Borgarfulltrúar flokksins voru ósammála um hvernig útfæra ætti
málefni REI. FRÉTTABLAÐIÐ/GVASIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
Eldur í tjörupotti
Eldur kom upp í tjörupotti á þaki
nýbyggingar í Löngumýri í Garðabæ í
gær. Slökkviliðið var kallað á staðinn
og tókst fljótlega að slökkva eldinn.
Litlar skemmdir urðu.
LÖGREGLUMÁL
Olían hreinsuð
Töluvert magn af olíuvökva upp-
götvaðist á Lækjargötu í Hafnarfirði,
í brekkunni skammt fyrir neðan
gatnamótin á Reykjanesbraut, um
kaffileytið í gær. Vegagerðin kallaði
til hreinsunarfyrirtæki og tókst að
hreinsa upp olíuna. Lokað var fyrir
umferð í tæpa þrjá tíma. Ekki er vitað
hvaðan olían kom.
Það kæmi mér á óvart
ef farin væri önnur leið.
Þetta er búið að vera í vinnslu
núna í allt sumar í stjórn REI.
SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR
STJÓRNARMAÐUR Í REI
Vatnsleki á Nasa
Vatnsleki varð á skemmtistaðnum
Nasa í gær þar sem stórt fiskabúr
var farið að leka. Farið var með bíl
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á
staðinn og tókst að dæla úr búrinu
og koma þannig í veg fyrir að það
spryngi.
LÖGREGLUMÁL
GENGIÐ 15.08.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
157,7371
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
82,02 82,42
152,30 153,04
120,71 121,39
16,182 16,276
15,104 15,192
12,909 12,985
0,742 0,7464
128,69 129,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Rangt var haft eftir Þórunni Svein-
bjarnardóttur umhverfisráðherra í
blaðinu á þriðjudag. Hún sagði; „Ég
er umhverfisráðherra í þessu landi
og mér ber að framfylgja lögum um
umhverfisvernd.“
Ranglega var sagt til um ferðatíma frá
Vestmannaeyjum til Reykjavíkur með
tilkomu nýrrar ferju fré Bakka. Rétt
er að ferðin styttist um um það bil
níutíu mínútur.
LEIÐRÉTTINGAR