Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 10
10 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR SKIPULAGSMÁL „Við erum að byggja Akrópólis Kópa- vogs,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um tillögu arki- tektastofunnar Arkþings ehf. sem í gær sigraði í samkeppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi. Undirbúningsnefnd um byggingu óperuhúss í Kópavogi kynnti niður- stöður dómnefndar í Salnum í gær. Tvær arkitektastofur tóku þátt í framhalds-samráðskeppni um hönnun óperuhússins eftir að dóm- nefndin ákvað, 31. mars síðastlið- inn, að þær tillögur sem þá höfðu borist fullnægðu ekki markmiðum samkeppninnar. Í áliti dómnefndar segir að höf- undar hafi lagt sig fram um að vinna úr ábendingum dóm nefndar. Vinningstillagan falli vel að land- halla í lóðinni og útlit hússins sé agað og stílhreint. Þá sé tillagan sannfærandi og vel framsett. Í dómnefndinni sátu, auk Gunn- ars I. Birgissonar, Stefán Baldurs- son óperustjóri og arkitektarnir Ásdís Ingþórsdóttir, Ólafur Axels- son og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Gunnar segir tillöguna falla vel inn í umhverfið. „Í húsinu er mjög gott innra flæði og mjög góðar lausnir á mörgum málum.“ Húsið verði jafnframt ekki mjög fyrirferðar- mikið. „Við viljum ekki að húsið skyggi á kirkjuna sem er tákn Kópavogs. En þegar nýja húsið er risið verða tvö tákn fyrir Kópa- vog, kirkjan og óperan.“ Hann vonast til að geta byrjað á byggingu óperuhússins næsta sumar en um tvö ár taki að byggja húsið. Á því geti þó orðið einhver seinkun þar sem enn eigi eftir að ganga frá fjármögnun. Kostnaður er áætlaður 2,6 til 3 milljarðar króna. Byggingin verður fjármögnuð með fé frá einka aðilum, Kópavogsbæ og með framlagi frá Íslensku óperunni sem selur núverandi húsnæði sitt. Þá segir Gunnar líklegt að ríkis- sjóður leggi fé til byggingar óperuhússins. „Menningarþjóð verður að koma þaki yfir þessa listgrein svo að sómi sé að og næst á dagskrá er að koma óperuhúsinu í skipulags- ferli.“ olav@frettabladid.is Akrópólis Kópavogs Arkitektastofan Arkþing varð hlutskörpust í sam- keppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi. Bæjarstjóri segir húsið verða annað tveggja tákna Kópavogs. HÁBORG Á HAMRABORG Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrirhugað óperuhús verða ásamt kirkjunni kennileiti Kópavogs. TILLAGA AÐ ÓPERUHÚSI Hönnuðir eru sagðir sækja innblástur til sagna um álfa í og við Borgarholtið, þar sem álfabyggð er talin hvað blómlegust. GUNNAR I. BIRGISSON VINNUMARKAÐUR Skráð atvinnu- leysi í júlí var óbreytt milli mán- aðanna júní og júlí á þessu ári, eða 1,1 prósent. Að meðaltali voru 1.968 manns á atvinnuleysisskrá í júlí og þýðir það að atvinnuleysið er enn með minnsta móti, sam- kvæmt því sem fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. „Hins vegar eru að jafnaði 126 fleiri atvinnulausir en í júní sem gerir um sjö prósenta aukningu,“ segir þar. „Árstíðabundin aukn- ing vinnuafls hefur hins vegar áhrif á hlutfall atvinnuleysis á þriðja ársfjórðungi. Atvinnuleysi er nú nokkru meira en á sama tíma fyrir ári þegar það var 0,9 prósent.“ Atvinnuleysi eykst á höfuð- borgarsvæðinu um tíu prósent frá júní til júlí og er 1,1 prósent en var 1,0 prósent í júní. Á lands- byggðinni breytist atvinnuleysið lítið, var 1,3 prósent eða sama hlutfall og í júní. Þegar skipting milli kynjanna er skoðuð kemur í ljós að atvinnu- leysi karla eykst um níu prósent frá júní og er 0,9 prósent en var 0,8 prósent í júní. Atvinnuleysi kvenna eykst um fimm prósent en mælist enn 1,5 prósent líkt og í júní. Þeim sem verið hafa á skrá lengur en sex mánuði fjölgar lítils háttar og voru 500 í lok júlí en 477 í lok júní. Í júlí hefur 231 maður verið atvinnulaus í meira en eitt ár. Fjöldi þess fólks, sem hefur verið svo lengi atvinnu- laust, hefur minnkað lítið eitt síð- ustu mánuði. Gert er ráð fyrir að atvinnu- leysi verði 1,1-1,4 prósent í ágúst. - ghs Skráð atvinnuleysi í landinu: Atvinnuleysi óbreytt GEORGÍA Rauði krossinn hefur sent sex milljónir króna í neyðaraðstoð til Georgíu en Alþjóða Rauða krossinn sendi nýlega frá sér neyðar beiðni vegna átakanna þar. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á jafn- virði 600 milljóna íslenskra króna og fer í að aðstoða tugþúsundir manna sem hafa orðið illa úti í átökunum milli Georgíumanna, Osseta og Rússa síðustu daga. Í tilkynningu frá Rauða krossin- um kemur fram að tryggja þurfi brýna læknisþjónustu fyrir særða, og eins að nauðsynleg hjálpargögn berist um 60 þúsund mönnum sem eru á vergangi í Suður-Ossetíu eða hafa leitað hælis í Georgíu og Rússlandi. Þá muni Alþjóða Rauði krossinn efla eftirlit með því að stríðandi aðilar komi fram við fanga í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent teymi af neyðarskurðlæknum til Georgíu og Rauði krossinn í Noregi mun setja upp neyðarspít- ala í borginni Gori. Sérþjálfaðir sendifulltrúar Rauða kross Íslands í neyðarskurðlækningum hafa verið settir í viðbragðsstöðu. „Það er mikil þörf á sérhæfðu starfsfólki á vettvangi og mjög lík- legt að sendifulltrúar Rauða kross Íslands verði fengnir til starfa á næstu dögum eða vikum. Við munum svo meta þörfina á frekari aðstoð eftir því sem meiri upplýs- ingar berast um ástandið,“ segir Helga Þórólfsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, en hún var í Georgíu 1997-1998 og gjörþekkir aðstæður þar. - ghs Rauði kross Íslands hefur sent sex milljóna króna í neyðaraðstoð til Georgíu: Sérhæft starfsfólk líklega sent DANMÖRK Danska leynilögreglan, PET, vill að dönsk stjórnvöld hætti að nota orð sem tengjast hryðjuverkum, til dæmis „jihad“ sem stendur fyrir heilagt stríð og „martyr“ sem þýðir píslar- vottur, að sögn danska ríkis- útvarpsins DR, og hefur komið með tillögur um hvað megi nota í staðinn. Lögreglan telur að hryðju- verkamenn geti notað þessi orð til að réttlæta ofbeldi. „Hryðju- verkamenn berjast ekki aðeins með ofbeldi heldur líka í orðum – um ákveðna sýn á heiminn,“ segir Anja Dalgaard-Nielsen, stjórnandi hjá PET. - ghs Baráttan við hryðjuverk: Dönsk lögregla vill banna orð SAMGÖNGUR Fyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði átti lægsta tilboðið í lagningu Suðurstrandarvegar milli Krísuvíkur vegar og Þorláks- hafnarvegar. Tilboðið hljóðar upp á tæpar 700 milljónir, sem eru rúm 73 prósent af kostnaðar- áætlun. „Ég er ánægður með að við getum loksins ráðist í verkið,“ segir Kristján Möller samgöngu- ráðherra, en verkið hefur verið á vegaáætlun frá árinu 1999 og marg- sinnis verið frestað. „Verkinu verður lokið 2011 en ekki 2015 eða 2016 eins og síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir hann. - ges Ráðist í Suðurstrandarveg: Fjórðungi undir áætlun KRISTJÁN L. MÖLLER ÞÖRF Á SÉR- HÆFÐU FÓLKI „Það er mikil þörf á sérhæfðu starfsfólki á vettvangi,“ segir Helga Þórólfs- dóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er í eigu Icelandair Group og flýgur með Icelandair á vit ævintýranna. VITA er lífið Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is Til Ítalíu á skíði hið ljúfa la dolce líf Madonna di Campiglio og Canazei Verð frá 109.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann í þríbýli, 2 fullorðnir og 1 barn, í 7 nætur, með hálfu fæði, á Hotel Splendid, brottför 31. jan. Almennt verð: 119.900 kr. NÝTT! Njóttu lífsins í fegurð ítölsku Alpanna. Fylltu lungun af fersku fjallalofti áður en þú svífur niður brekkurnar með roða í kinnum af mjallhvítu fjöri og sól. Fararstjórar: Anna og Einar Beint morgunflug til Verona: 24. og 31. janúar og 7., 14., 21. og 28. febrúar. Vetur 2009 ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 21 26 0 8. 20 08 SKREYTTUR PAKISTANI Þessi ungi maður hafði látið mála sig í þjóð- fánalitum Pakistans í tilefni af þjóð- hátíðardegi landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.