Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 12
12 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi oddviti Framsóknar, mun ekki taka að sér störf á vegum flokksins í Reykjavík, nú þegar nýr meirihluti hefur verið myndaður. Hann útilokar það. Eins og fram hefur komið mun Marsibil Sæmundardóttir, sem situr í þriðja sæti fram- boðslistans á eftir Óskari Bergs- syni, ekki gera það heldur. Í fjórða sætinu er Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður. Hún var búin að slíta öllu samstarfi við flokkinn á sínum tíma en segir að nú horfi málin öðruvísi við. „Ég hef mikla trú á þeim Óskari og Hönnu Birnu. Það er verið að þrýsta á mig að vera með í þessu og ég býst ekki við öðru en að ég geri það,“ segir hún. Læknirinn Steinarr Björnsson, í fimmta sæti, er í námi erlendis og verður því að teljast ólíklegur í ábyrgðarstörf í nefndum og ráðum, þótt fordæmi séu fyrir því. Ekki náðist í hann í gær. Helena Ólafsdóttir íþróttakenn- ari situr í sjötta sæti og segir harla ólíklegt að hún taki þátt í flokks- starfinu. Hún styðji þó Óskar Bergsson heilshugar og lítist vel á nýja meirihlutann. - kóþ Óvíst hverjir setjast í ráð og nefndir fyrir Framsóknarflokkinn: Björn Ingi snýr ekki aftur BJÖRN INGI HRAFNSSON „Mér var tilkynnt að það væri einlægur vilji þeirra sem eru að taka við í Ráð- húsinu að ég klári verkefni mín, enda eru þau brýn,“ segir Gunnar Smári Egils- son, sem nýlega var ráðinn til að gera heildarúttekt á upplýsingamálum Reykja- víkurborgar. Jakob Frímann Magnús- son segir það liggja fyrir að hann haldi áfram starfi sínu sem framkvæmdastjóri mið- borgarmála. „Það komu skýr skila- boð um það að ég yrði áfram.” Gísli Marteinn Baldursson, borgar fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að það sé ljóst að innan Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sé mikill stuðningur við rannsóknir á Bitruvirkjun. „Rannsóknirnar verða líklega settar af stað strax en það er óljóst hvað verður í framhaldinu.“ Allar ákvarðanir liggja fyrir um uppbyggingu Laugavegar fjögur til sex að sögn bæði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins. Þá muni skipu- lagsráð borgarinnar ræða nýbyggingu Listaháskóla Íslands í samstarfi við stjórnendur skólans og arkitektana. „Fyrir liggur að ekki verður tekin ákvörðun um framtíð flug- vallar í Vatnsmýri á þessu kjör- tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Enn standa yfir rannsóknir til dæmis á veðurfarslegum skilyrðum á Hólmsheiði og ekki er hægt að taka ákvörðun um flugvöllinn fyrr en fullnægjandi upplýsingar um það svæði liggja fyrir.“ - vps/ht Rannsóknir á Bitruvirkjun meðal fyrstu verka: Gunnar og Jakob áfram Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir að andrúms- loftið hafi verið gott og opinskátt innan minnihlutans sem var. Margt hafi verið rætt, meðal annars myndun nýs Reykjavíkurlista. Fulltrúi Samfylkingar, Dagur B. Eggertsson, hafi hins vegar eytt þeirri umræðu og ekki viljað ganga bundinn til kosninga. Dagur staðfestir að hann hafi talið ótímabært að ræða um kosn- ingabandalag á miðju kjörtímabili. „Enda liggur fyrir sú stefna Samfylkingarinnar að bjóða fram sem víðast undir eigin nafni,“ segir Dagur og undrast þessa umræðu „daginn eftir að Óskar lokaði á allar aðrar leiðir en að vera hækja fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Ætli þetta tengist því nú ekki frekar en öðru,“ segir Dagur. Óskar segir einnig að hann hafi byrjað að efast um stað sinn innan minnihlutans þegar samherjar sínir hafi fagnað því að Bitruvirkj- un hafi verið slegin út af borðinu. „Það fannst mér absúrd,“ segir hann. Af málefnun nýs meiri- hluta verst Óskar frétta. Meginverkefnið sé að koma á festu í stjórnkerfi borgarinnar. Málefna- samningur frá fyrsta meirihlutan- um verði til grundvallar. REI-málið varð banabiti fyrsta meirihlutans. Óskar hefur rætt um aðkomu einkaaðila að fyrir- tækinu og útrás þess. Hann var spurður hvort REI yrði hugsan- lega selt í einhverri mynd. „Ég vil hvorki játa né neita því. Við oddvitarnir teljum að það séu ákveðnar lausnir á teikniborðinu og það væri ekki sann- gjarnt að ræða þær að svo stöddu,“ segir hann. Um framkvæmdir og varðveislu við Laugaveg, gefur Óskar ekkert upp um hvað verði um Lista- háskólann. Hann sé mikill aðdáandi timbur- og báru- járnshúsa. „En að kaupa hús fyrir 580 milljónir [líkt og á Laugavegi 4 til 6] og gera þau upp fyrir 400 til 500 milljónir er öfga- stefna sem ég get ekki fellt mig við,“ segir hann. Kemur þá til greina að horfið verði frá hug- myndum um Laugaveg 4 til 6? „Það hefur ekki verið rætt, en ég er sannfærður um að við kom- umst að niðurstöðu í því,“ segir Óskar. - kóp Bitruvirkjun gerði útslagið fyrir Óskar Bergsson: Dagur sló R-lista af borðinu Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir mikla sorg í hjarta sínu en einnig létti yfir því að vera laus undan Sjálfstæðisflokknum. Hann harmar framgöngu Kjartans Magnús sonar vinar síns, sem hafi legið í honum allan valdatíma 100 daga meirihlutans og heitið því, ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, að samstarfið myndi endast út kjör- tímabilið. Ólafur óttast nýjan meiri- hluta og segir tillögur liggja fyrir um að skera niður á velferðarsviði. „Það liggja fyrir tillögur um flatan niður- skurð á launaútgjöldum til að ná kostnaði niður á tímum versnandi efnahags. Þetta þýðir að það þarf að skera niður vinnufram- lag á stofnununum og sérstaklega þeim sem snúa að velferðarmálum,“ segir Ólafur. „Mér þykir þetta blóðugt því ég hef verið að berjast gegn þeirri forgangsröðun að leggja ellefu milljarða stokk í götuna að Ánanaustum. Svo voru gerðir tveir samn- ingar um íþróttamál upp á fimm milljarða. Þrjú verkefni upp á sextán milljarða, sem ekki voru í málefnasamningnum, sem hét Velferð og öryggi. En ef þeir eru með svona forgangsröðun, hvernig ætla þeir þá að verja velferðarmál borgarinnar?“ Ólafur segir að á sama tíma og þetta hafi verið gert hafi hann leitað allra leiða til að verja velferðarmálin. Ágreiningur um for- gangsröðun hafi því verið mikill innan meirihlutans. „Og velferðar- og réttlætismálin verða vanrækt í meirihluta Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks. Hinir sterku bakhjarlar þess- ara flokka eru alltaf í fyrsta sæti þegar þessir flokkar eru saman í völd. Þetta er versti kosturinn fyrir Reykvíkinga. Sam- starf þeirra dregur fram það versta í þeim báðum, sem er sérhagsmunapotið,“ segir hann. Öfgastefna og 19. öldin „Þegar við erum að tala um 19. aldar götu- myndina erum við að tala um gömlu götu- myndina sem heild en ekki eitt og eitt hús. Við erum að tala um tíðaranda og ímynd, en ekki að verja fúaspýtur. Þetta mega jafnvel vera eftirlíkingar, hvað eru húsin í Dresden, sem öll var lögð í rúst í stríðinu, annað en eftirlíkingar? Þau eru frábær samt, því þau ná fram tíðarandanum,“ segir Ólafur. „Mér finnst það öfgastefna, þegar ein- ungis þrjú prósent húsa í borginni eru frá því fyrir 1907 og það á samt að rífa þau niður, það eru öfgar. Við þurfum ekkert að rífa niður allt sem er gamalt.“ Um kaupin á Laugavegi 4 til 6 segir Ólafur: „Að sjálfsögðu hefði það verið í takt við mín vinnubrögð að friðunarferlið hefði fengið að klárast. Þá hefði reynt á menntamálaráðherra því henni hefði ekki verið annað fært en að friða þetta. Þá hefð- um við haft betri stöðu til að kaupa húsin, þegar búið er að binda hendur verktakans. Það var mín lína, en sjálfstæðismenn knúðu hitt í gegn, eins og margt annað í byrjun samstarfsins. Þeir fengu til dæmis í gegn á fyrsta borgarstjórnarfundi að lækka fast- eignaskatta. Ég fékk hins vegar ekki í gegn mínar tillögur um sértækar lækkanir fyrir aldraða eða frítt í strætó, sem er málefni sem ég ber sérstaklega fyrir brjósti.“ Blekktur í 300 daga „Fyrir lá mjög sterk beiðni sjálfstæðis- manna um málefnasamning, sem ég treysti ekki. Ég var varaður við, enda var þetta of gott til að vera satt. Þessi samningur var blekking. Fyrir lágu einnig skýrar heitbind- ingar Kjartans Magnússonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að þeir myndu ekki fara að starfa með Framsóknar flokknum. Ég treysti því á, jafnvel þótt fimmmenning- arnir færu að tala við Framsókn, að þá myndu þeir tveir ekki bregðast mér. Vil- hjálmur hefur áður valdið mér sárum von- brigðum en ég trúi því varla enn að Kjartan hafi gengið svona langt, eftir að hafa, alla þá daga sem 100 daga meirihlutinn starfaði, verið stöðugt að biðja mig að koma til sam- starfs gegn miklum heitbindingum.“ Eftirsjá „Ég kastaði bjargarhring út til Sjálfstæðis- flokksins í janúar, þegar þeir lágu kylli- flatir, en í staðinn kasta þeir mér út fyrir Framsókn. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum aldrei aftur, það máttu hafa eftir mér. Það er mikil sorg í hjarta mínu en það er líka mikill léttir að vera laus úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir hann. Umdeild ráðning Ólafur vildi fá Gunnar Smára Egilsson fyrir aðstoðarmann, en sjálfstæðismenn lögðust gegn því. „Þeir vildu ekki að maður sem hefði talað illa um Sjálfstæðisflokkinn starfaði fyrir borgina. Samt hafði Anna Kristinsdóttir verið ráðin sem mannréttindafulltrúi, hún hafði talað mun verr um mig en Gunnar Smári um Sjálfstæðisflokkinn. Ég hugsa bara ekki svona, fólk verður að geta starfað saman. Ég hef ekki hugmynd um pólitískar skoðanir Gunnars Smára, enda skipta þær engu máli, faglega séð.“ Borgarfulltrúarnir gerðu þá samkomu- lag við Ólaf um að Gunnar Smári yrði ekki ráðinn inn á skrifstofu borgarstjórnar, en Ólafur segir að hann hafi verið kominn of langt í samningum við Gunnar Smára til að snúa við. Gunnar Smári var því ráðinn í tímabundið starf. „Og þeir gera mikið mál úr þessu, jafnvel eftir að ég hafði gert þá málamyndun að aðstoðarmaður Hönnu Birnu, Magnús Þór Gylfason, yrði aðstoðarmaður minn líka.“ klemens@frettabladid.is Sorgmæddur en feginn að losna VILHJÁLMUR OG ÓLAFUR HANDSALA MEIRIHLUTA SEM ALDREI VARÐ ÁRIÐ 2006 Eftir að þessi mynd var tekin ræddi Vilhjálmur við Framsókn og mynd- aði meirihluta með Birni Inga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 200 DAGA MEIRIHLUTINN KYNNTUR Í JANÚAR Ólafur telur að þarna hafi hann verið svikinn öðru sinni, til að bjarga Sjálfstæðisflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þá hefðum við haft betri stöðu til að kaupa húsin, þegar búið er að binda hendur verktakans. Það var mín lína. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARSTJÓRI „Ég er bara ánægð, eiginlega líður mér betur en ég bjóst við,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi um stofnun nýs meirihluta. „Samstarf okkar við Ólaf var ekki að ganga og við vorum öll sammála um að það þyrfti að reyna eitthvað annað,“ segir Þorbjörg og segir að mörg stór mál hafi ekki verið afgreidd í tíð fráfarandi meirihluta. „Við þurftum að takast á við fjárhagsáætl- un og minnkandi tekjur borgarinnar og við vorum ekki að komast neitt með þau mál,“ segir Þorbjörg. - vsp Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Tókumst ekki á við stór mál ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR ÓSKAR BERGSSON VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.