Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 24
24 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 9. ÁGÚST. Tvíbreiðar kýr og tvö- faldur trjávöxtur Ákváðum í gær að eyða helginni í Bolholti. Smáfólkið er í Hafnarfirði í helgarfríi hjá Dagnýju vinkonu. Hvert sem litið er má sjá sönnunar- gögn um góðviðri sumarsins. Spik- feit folöld brosa við manni úr haganum, tví- og þríbreiðar beljur kjaga til mjalta heim á þá örfáu bæi sem enn eiga mjólkurkvóta og tréin sem yfirleitt vaxa hægt og rólega í Bolholti hafa tvöfaldað stærð sína í sumar. Svona nokkurn veginn. SUNNUDAGUR, 10. ÁGÚST. Smámisrétti en engin stéttaskipting Í sundlauginni á Hellu er búið að fjölga heitum pottum og reisa risa- rennibrautir. Í heita pottinum hitti ég dæmi- gerða ferðamenn, ung hjón. Hann er frá Írlandi og hún er frá Austurríki og þau búa og starfa í Brussel. Þau eru að ljúka níu daga rútuferð um Ísland og eru himinsæl með veður- sæld og náttúrufegurð landsins. Þau spyrja hvort það sé satt að á Íslandi sé engin stéttaskipting. Ég staðfesti að það sé hárrétt. Í staðinn höfum við allt upp í þúsund- faldan launamun og þeir sem ekkert eiga verða að borga þeim sem allt eiga mánaðarlega verðtryggingu sem ríkið lætur reikna út. Þau spyrja hvernig hægt sé að viðhalda stéttlausu þjóðfélagi í landi þar sem svo mikill launamunur við- gengst. Þeirri spurningu get ég því miður ekki svarað. Ég hef í laumi áhyggjur af þessu ástandi, en Frakkar reyndu að leiðrétta ekki ósvipað misrétti fyrir um tvöhundruð árum og tóku þá upp fallöxi sem hagstjórnartæki. Tek það fram að ég er ekki að spá stjórnarbyltingu á Íslandi. Bara endalausri blíðu og að peningarnir haldi áfram að ávaxta sig og verð- tryggja eins og kynóðar kanínur. MÁNUDAGUR, 11. ÁGÚST. Læknisfræðilegt afrek Átti stefnumót við minn góða gigtar- spesjalista, Helga Jónsson, í Domus Medica sem hér á árum áður var stundum kallað Dóphús Letingja. Þetta var ánægjuleg heimsókn því að Helgi taldi að ég væri á góðum batavegi og gæti verið orðinn laus við bæði gigtina og lyfin innan þriggja mánaða. Það er vissulega tilhökkunarefni, því að eftir fjórtán mánaða baráttu við þessa plágu var mér farið að líða eins og ég væri á grafarbakkanum og Helgi hefur unnið læknisfræði- legt afrek við að halda mér frá kör- inni... ÞRIÐJUDAGUR, 12. ÁGÚST. Hrossabúskapurinn og fótrukkarinn Finnur vinur minn og meðbúandi í Bolholti var að koma úr hálfsmánað- ar hestaferð um Norðausturland. Við Þór fórum eina ferð með honum að selflytja hross austur í Bolholt og kíkja á jarpan klár sem ég á og helt- ist í ferðinni. Þessi hestaferð sem hinn lands- kunni hestamaður Jónas Kristjáns- son og Finnur skipulögðu um Þing- eyjarsýslur virðist hafa verið samfelld sæla og hross og menn ljómuðu af ánægju í ferðalok. Nema auðvitað Jarpur minn sem virðist hafa lent í fótrukkara og fengið slæmt högg neðarlega á bringuna. Ég er vongóður um að það stand- ist á endum að Jarpur verði orðinn góður af meiðslum sínum um svip- að leyti og ég er orðinn sæmilega hestfær og endanlega laus við gigtina úr skrokkum. Kannski kemst ég á bak áður en við drögum undan klárunum og setjum þá í haustbeitina. Ég er spenntur að kynnast Jarpi sem var nú reyndar kallaður Flóki en fær sennilega nýtt nafn hjá mér ef vinátta tekst með okkur. Hann er alltöðru vísi en fyrri hesturinn minn Hnokki sem var jarpskjóttur stór- beinóttur gæðingur undan Glanna Sörlasyni frá Fosshóli í Sæmundar- hlíð og er nú kominn yfir á hin enda- lausu engi. Engin dagleið var of löng fyrir Hnokka, engin á of breið né of djúp til að synda yfir og enginn fjall- vegur of grýttur eða brekka of há í hans bjartsýnu augum. Ef Jarpur tekur ekki gleði sína aftur og líkamlega heilbrigði á næstu dögum læðist freistingin að mér. Ég sá nefnilega í haganum þar stórkostlegan höfðingja sem heitir Svartur sem Þorgrímur vinur minn á – og við gáfum hvor öðrum hýrt auga, Svartur og ég. Andri er nú kominn í göngugifs. Ekki svo að skilja að hann hafi látið fyrsta umbúnað um fótbrotið standa sér fyrir þrifum, heldur fór hann allra sinna ferða á tveimur hækjum án þess svo mikið að tylla niður tá á brotna fætinum. MIÐVIKUDAGUR, 13. ÁGÚST. Leitað að mannúðlegri aðferð Ég gæti alveg hugsað mér að ganga í Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er núna alveg máttlaus og forystulaus; ekki er ég síst hrifinn af formanninum sem talar tóma steypu og er miklu fríkaðri en borgarstjórinn jafnvel þegar verið er að spyrja hann um hin einföld- ustu mál: „Áhugaverð sagnfræðiritgerð sem kemur pólitíkinni í dag afskaplega lítið við,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um nýútkomna bók Vals Ingimundar- sonar þar sem fram kemur að Ísland hafi verið komið á stuðn- ingslista fyrir Íraksstríðið áður en málið var rætt á ríkisstjórnar- fundi. Eftir að bók Vals kom út hafa vaknað úr dvala vangaveltur um hvenær Ísland lýsti yfir stuðningi við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Valur heldur því fram að stuðn- ingur íslenskra stjórnvalda hafi legið fyrir degi áður en íslenskir ráðamenn, einkum þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, hafa haldið fram – eða strax 17. mars 2003. Sé þó ekki væri nema helmingur- inn af þessu rétt hjá sagn- fræðingnum þýðir þetta að þáverandi forsætis- ráðherra og utanríkis- ráðherra hafa verið komnir ljósár frá lýð- ræðinu og þjóðþrifaverk að þingnefnd og síðan dómstóll leiti þá uppi og komi þeim aftur niður á jörð- ina – ef þess er nokkur kostur. For- sætis- ráð- herra sem vill meina að sagan skipti okkur engu máli er eiginlega meiri anark- isti en ég sjálfur. Ég er helst á því að þetta svar hallist að tómhyggju. Nú standa yfir stíf opin- ber fundahöld um hvernig Flokkurinn geti losnað við Lausnara sinn og bjargvætt, dr. Ólaf F., helst með mannúðlegri hætti en að setja hann í poka og drekkja honum í Tjörninni. Kannski væri tveggja manna poki ákveðin lausn á vanda Flokksins? Gísli Marteinn er farin til síð- búins náms í stjórnunarfræðum til Edinborgar, en hefði betur verið fyrri á sér og stúderað stjórnmál í Rússlandi á uppgangs- tímum Bjögganna. Það eina sem Samfylkingin þarf að passa sig á er að mæla ekki orð frá vörum fyrr en eftir næstu borgarstjórnarkosningar og nota kosningasjóðinn til að fata upp Dag B. Eggertsson. Þá fýkur hún upp í hreinan meirihluta og Dagur verður forsætisráðherra í næstu Alþingiskosningum. Mér líst vel á hann. FIMMTUDAGUR, 14. ÁGÚST. Bjössi Batman án far- símasambands Bjössi Batman, þessi „die hard“ dómsmálaráðherra okkar hefur ekki ennþá „mátt vera að því“ að sýna Paul Ramses, konu hans og kornabarni þá sjálfsögðu kristi- legu miskunn sem Batti blöku- maður, Súperman, Köngurlóar- maðurinn, Skrímslið í Svartalóni og Bruce Willis væru löngu búnir að sýna þessu vesalings fólki ef þeir væru dómsmálaráðherrar í einhverju krummaskuði en ekki bara ímyndaðar fígúrur. Eins og sjá má af óborganlegum dagbókarskrifum ráðherrans er honum farið að förlast og stendur nú uppi farsímalaus með fríðu föruneyti í Fairbanks í Alaska á kostnað ríkisins. Vonandi kemst hann samt inn á netið og fær tölvu- póst frá greiningar- deildinni um að mót- mælaskríll eins og Hörður Torfason, og fleiri hafi verið með skuggalega friðsöm skríls- læti fyrir utan kontórinn hans í dag – til að minna hann á að hætta þessu ferða- lagaflandri sem ráðherrar leggj- ast í rétt áður en þeir eru reknir og koma heim og vinna vinnuna sína. Bæði Dökki riddarinn Leður- blöku-Björn og Ólafur einræðis- borgarstjóri og fleiri starfs- menn Flokksins þurfa nú á hvíld að halda fyrir athyglis- verða frammistöðu í hlut- verkum valdasjúklinga sem Flokkurinn telur gott að hafa í sinni þjón- ustu. Smámisrétti en engin stéttaskipting Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá Bjössa Batman, Bruce Willis og Paul Ramses sem hetjurnar nenna ekki að frelsa. Einnig er minnst á jafnrétti með smámisrétti; fallöxi sem hagstjórnartæki og vikið að mannúðlegum aðferðum til að stúta borgarstjórum. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.