Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 30
30 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR ekki skipuð réttu fólki. Það er mikil vægt að eyða allri óvissu um það hvað megi gera í miðborginni, það verða að vera skýr skilaboð sem hagsmunaaðilar skilja og styðja. Það hlýtur að vera hægt að ná sátt um það hvernig Reykvík- ingar og allir landsmenn vilja sjá sögulegan kjarna borgarinnar þró- ast. Það er mjög vanmetið hvaða áhrif byggingar hafa á sálarlíf fólks en þetta gleymist oft í skipu- laginu. Skipulag á fyrst og fremst að tryggja hag heildarinnar, en ekki einstakra fjárfesta eða athafnamanna. Hugsa verður um miðbæinn sem mikilvægan stað fyrir samfélagið og hver einasta bygging sem þar er byggð ætti að auka við mannlífið og bæta það. Af hverju laðast fólk að gömlum húsum og miðbænum? Veitir það fólki jafnmikla gleði að labba um í verslunarmiðstöðvum eða í nýjum úthverfum borgarinnar og nágrannabyggða? Ætli við munum ganga um Smáralindina eftir 200 ár með andakt og hugsa um hversu fallegur og sögulegur byggingar- arfurinn er? Skyldi verða til hreyf- ing til verndunar Smáralindinni? Ég veit það ekki. Nýjar byggingar bera þess oft merki að vera aðkeyptar og raðað saman úr fjöldaframleiddum hlutum, sem allt miðar að því að lágmarka kostnað og hámarka hagnað. Við erum kannski með höfuðið í sand- inum, en höldum að það sé alveg hægt að halda í þetta upprunalega og jafnframt að byggja framtíðina og nýja byggð á þeim fallega grunni. Gömlu húsin eru hógvær og það er allt í lagi að nýbyggingar séu líka hógværar og mannlegar.“ Fjárhagslegir hagsmunir setja óeðlilega pressu á stjórnmála- menn og skipulag Tillaga að byggingu Listaháskóla Íslands á Frakkastígsreit við Lauga- veg hefur vakið deilur en húsið mun verða reist af Samson Prop- erties. „Þetta er stór bygging á mjög viðkvæmum stað. Það hefði eflaust mátt ígrunda þetta betur og stjórn- kerfi borgarinnar hefði mögulega átt að setja skýrari línur um hvað þessi bygging átti að vera stór. Þetta mál er þó samt ólíkt fárinu um Ráðhúsið að því leyti að þetta er einkaframkvæmd, ekki opinber bygging, þó hún verði leigð hinu opinbera. Þetta kerfi var það sem við völdum sjálf í síðustu kosning- um. Einkaframkvæmdaraðilinn leggur til lóðina og ákveður þar með staðsetninguna. Þessi lóð, eins og margar aðrar góðar lóðir í mið- bænum, hefur gengið kaupum og sölum undanfarin ár, en söluhagn- aðurinn byggist á því að fá sam- þykktan meiri byggingarrétt, eða jafnvel aðeins vilyrði fyrir sam- þykki. Þannig hleðst byggingar- magnið upp við hverja sölu án þess að um það sé fjallað á opinberum vettvangi eins og í skipulagsráði. Það er ekki auðvelt að standa undir þrýstingi hagsmunaaðila og afar auðvelt að lofa upp í ermina á sér i góðra vina hópi. Athafnamenn og fjárfestar þrýsta á stjórnmálamenn að greiða götu þeirra í skipulagi. Þetta eru leifar gamalla stjórnar- hátta, þegar pólitíkin stýrði borgar- skipulaginu og það hét fyrir- greiðsla. Varðandi byggingu LHÍ veit ég ekki hve mikið magn var þegar samþykkt á reitnum og hve mikið er viðbót vegna þarfa skól- ans. Það er augljóst að fjárhagsleg- ir hagsmunir setja oft óeðlilega pressu á stjórnmálamenn og skipu- lag. Og enginn vill valda öðrum fjárhagslegum skaða. Þetta verður þó að vera allt uppi á borðinu.“ Margrét segir að henni hafi fund- ist mjög jákvætt hvernig staðið var að hönnunarsamkeppninni um Listaháskólann og að eignafélagið hafi lagt mikið af mörkum til að tryggja góða niðurstöðu og einnig að þeir arkitektar sem urðu hlut- skarpastir séu vandanum vaxnir og komi örugglega til með að skila góðri byggingu. „Ég set hins vegar stórt spurningarmerki við staðsetn- inguna. Við gerðum til dæmis fyrir nokkrum árum tillögu um að Lista- háskólinn yrði staðsettur við vestur- mörk Kvosarinnar á auðu lóðinni vestan við Borgarbókasafnið til þess að gæða það gráa svæði lífi og setja frumkraft eins og LHÍ á stað sem gæti orðið að baklandi fyrir miðbæinn og stutt við hann. Skól- inn gæti einnig átt heima á Lauga- vegi 77 en þar er stór og vannýtt lóð, eða þá við Hlemm í gömlu lög- reglustöðinni eins og nefnt hefur verið undanfarið. Skólinn tæki þá auðvitað á sig allt aðra mynd eftir aðstæðum á hverjum stað. Það eru mörg vannýtt svæði rétt utan við þessa viðkvæmu verslunargötu okkar sem á áfram að fá að vera lífæð borgarinnar, þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra. Ef þessi bygging á að vera á þessari lóð þyrfti að íhuga það rækilega hvort það sé virkilega nauðsynlegt að fjarlægja þessi gömlu hús, sem voru þarna fyrir, en eru ekki endi- lega fyrir. Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að skólinn sýni tillitssemi og smá hæversku og verði dreginn meira til baka frá Laugaveginum. Byggingin yrði þá ekki eins áber- andi og jafnframt forvitnilegri ef það glitti aðeins í hana á bak við gömlu húsin, en hætt er við að stærð lóðarinnar hefti starfsemi skólans þegar lengra dregur.“ Nýja Landsbankahúsið á vonandi eftir að skapa mikið umtal Tryggvagatan markar skilin milli gamla bæjarins og nýs fram- kvæmdasvæðis við austurhöfnina þar sem Landsbankahúsið stendur syðst og Tónlistarhúsið nyrst. „Við komum á sínum tíma að undir búningi fjárfestaútboðs fyrir tónlistarhús áður en verkefnið varð einkaframkvæmd. Það eru mjög sterk rök fyrir því að hafa tónlist- arhúsið þarna, staðurinn er ein- stakur og kjörinn fyrir slíka bygg- ingu. Hins vegar lögðum við áherslu á það að húsið yrði endapunkturinn á miðbænum og byggðin myndi trappast niður í hæð frá risavöxnu húsinu og laga sig að gamla hluta miðbæjarins. Ég hefði viljað sjá tónlistarhúsið eingöngu helgað tón- listinni og í hæfilegri stærð. En af einhverjum ástæðum varð þetta allt mun stærra og ráðstefnuhúsi og hóteli bætt við til að tryggja rekstrarlega hagkvæma einingu. Hættan við svo stór mannvirki er hins vegar sú að fólk þarf ekkert að stíga út úr þeim og á því ekkert erindi í gamla miðbæinn, sem húsið var einmitt byggt til að styrkja. Ráðstefnugestir geta komið þangað í rútu af flugvellinum og eytt þrem- ur dögum innandyra. Við hefðum viljað sjá þetta sem minni aðskild- ar einingar helst á hendi margra ólíkra aðila til að tryggja fjöl- breytni og heilbrigða samkeppni frekar en í höndum eins aðila, en í því felst hætta á einsleitni. Ákvörð- unin um það hvernig umhverfi á að vera hefur í auknum mæli verið færð í hendur þeirra sem stýra fjármagni, sjóðum og fasteigna- félögum. Við lögðum mikla áherslu á að borgin og ríkið veldu sjálf hús sem þeir vildu sjá á þessum stað í gegnum samkeppni og færu svo í útboð. Ef þessu hefði til viðbótar verið skipt upp í viðráðanlegar einingar hefðu fjárfestar boðið í mismunandi byggingar. Svipuð aðferð var til dæmis notuð í Berlín fyrir mörgum árum og heppnaðist vel, en þá mynduðust sambönd arkitekta og verktaka sem hefðu aldrei skapast öðruvísi. Menn sem eru í viðskipta og atvinnulífinu eru mjög duglegir og það er gaman að vinna með þeim, en það er ekki raunhæft að ætlast til þess af þeim að þeir hyggi að öllum þáttum sem góð byggingarlist eða skipulag snýst um, eða atriðum sem lúta að sögu okkar og menningu. Þeir þurfa að láta hlutina ganga og stjórnast af því sem þeir telja að markaður- inn vilji og skili arði. En hver veit hvað markaðurinn vill? Hann hefur tilhneigingu til að vilja aðeins það ódýrasta og því miður er versta draslið oft vinsælast. Þetta er sér- staklega alvarlegt í byggingariðn- aðinum, því að hús sem hafa verið drifin eru upp með sem minnstum tilkostnaði og miklum hagnaði geta litið þokkalega út í byrjun, en taka fljótt að þreytast og standa svo jafnvel í fimmtíu ár öllum til ama og kosta allt umhverfið og jafnvel þá sem keyptu mun meira en vand- aðra hús sem er í raun mun hag- kvæmara. Það gilda nefnilega önnur lögmál um byggingar en hluti sem hægt er að henda þegar þeir eru orðnir úreltir, því þær standa svo lengi og hafa áhrif á svo marga.“ Er ekki einmitt mikilvægt að sýna markaðnum hvað hann gæti fengið og hvað hægt er að gera, eða er það innræting? Fólk kaupir oft það sem það heldur að það eigi að kaupa vegna þess að það þekkir ekkert annað. Mjög lítill hluti markaðarins er nógu hugaður til að taka ný skref og hugsa sjálf- stætt.“ Margrét segir að borgin og ríkið verði að veita aukið aðhald í takt við einkavæðingu. „Við verðum að losa skipulagsmálin úr þessu pen- ingaati og setja manneskjuna og menninguna í fyrirrúm. Skipulags- yfirvöld verða að sýna fjárfestum að þeir hafi hag af því að vinna með þeim. Það er búið að leysa úr læð- ingi nýtt afl sem þarf að setja skýrar skorður, annars tekur þetta kolvitlausa stefnu og Reykjavík mun enda með því að líta út eins og lítil Dubai.“ Margrét situr í dómnefnd um til- lögu að byggingu höfuðstöðva Landsbankans sem eiga að rísa á sama reit og tónlistarhúsið, ásamt ráðstefnusölum og hóteli. Niður- stöðurnar að vinningstillögum um nýjar höfuðsstöðvar Landsbankans hafa enn ekki verið kynntar. Þegar Margrét er innt eftir því hvernig tillagan kemur til með að verða segir hún aðeins að dómnefndin hafi náð vel saman og gagnlegar umræður hafi skapast, enda tillög- ur fjölbreyttar. Samkeppnin var vel skipulögð af hálfu bankans og er afar mikilvæg fyrir miðbæinn. „Niðurstaðan á vonandi eftir að skapa heilmikið umtal og sennilega deilur og miklar rökræður um þróun borgarinnar.“ Margrét segir marga upptekna af því sem oft sé kallað „Starchi- tecture“. „Íslenskir fjárfestar leita í auknum mæli til stærri arkitekta- fyrirtækja á alþjóðlegum markaði með mikilvægustu byggingar okkar samtíma, eins og Tónlistarhúsið, Landspítala, HR og fleiri. Þessir menn eru oft að fjárfesta erlendis og kaupa erlendis frá. Hvernig á þeim að detta í hug að nokkuð áhugavert geti átt sér rætur við tærnar á þeim. Svarið hjá fjárfest- um um hvers vegna íslenskir arki- tektar eru ekki valdir er gjarnan: „Af því að þeir eru svo lélegir.“ Það er auðvitað ekki alrangt, en þeir verða varla mikið betri ef þeim er ekki treyst. og enginn efast um hæfni þeirra sem fara með fé sem oft er almannafé. Stærð þessara verkefna er líka orðin slík og kröfur um hraða svo miklar að byggingar- iðnaðurinn hér á fullt í fangi með að halda í við þróunina. Þessi verk- efni krefjast líka annarra vinnu- bragða en tíðkast hafa hingað til og menn hafa misjafna afstöðu til þeirra. En ég held að við ættum að líta okkur nær. Við eigum marga mjög hæfa arkitekta hér og ættum að fara að trúa meira á eigin getu. Við erum svo lítil þjóð og boð- leiðirnar eru stuttar, við getum áorkað hlutum hér sem ekki væri nokkur leið að gera annars staðar. Ég hefði viljað sjá þær stórbygg- ingar sem nú eru í byggingu og undirbúningi sem afurð okkar sam- tíma og menningar, en ekki aðkeypta fjöldaframleidda vöru eftir uppskrift. Bestu byggingarn- ar verða oft til vegna einhverrar sérstöðu í umhverfi eða óvenju- legrar nálgunar og skilnings á stað- háttum og aðstæðum sem umlykja bygginguna. Þessir hlutir eru ekki augljósir og stökkva ekki fram af sjálfu sér. En líklega eru þessar áðurnefndu aðkeyptu byggingar einmitt sannverðugasta arfleifð okkar samtíma og endurspegla hann. Í framtíðinni verða þær minnismerki um þá ofgnótt og firr- ingu sem nú er að taka enda, um útrás íslensku víkinganna sem börðu sér á brjóst erlendis og gleymdu alveg hvaðan þeir komu. Hugsiði ykkur ef öll þessi orka hefði farið í innrás íslensku vík- ingana og í það að treysta innviði þess þjóðfélags sem skóp þá og byggja áfram á þeim góða grunni sem þegar var til staðar. Þetta er einmitt það sem við þurfum að gera í skipulagi og mótun umhverfisins, hugsa það einungis út frá raunveru- legum forsendum og þörf þessa staðar og þeirra sem hér búa. Ekk- ert veraldlegt brölt má trufla það.“ SKRÚÐGARÐUR ÁRNA THORSTEINSSONAR Meðal tillaga Studio Granda að nýju miðborgarskipulagi var að endurvekja þennan fallega garð og skapa gönguleið milli Austurstrætis og Skólabruar. JUGENDSTÍLL NÝJA BÍÓS Meðal tillaga var að endurbyggja Austurstræti 22b, Nýja bíó, sem reist var árið 1919 og endurvekja starf- semi Rósenberg- kjallarans. UPPGERÐ HÚS Í AÐALSTRÆTI „Það er gaman að sjá staði þar sem gamli bærinn er farinn að birtast aftur, eins og á Þingholtsstræti og Aðalstræti sem var endurgert með þátttöku borgarinnar.“ SETUR SPURNINGARMERKI VIÐ STAÐSETNINGU LISTA- HÁSKÓLA „Það hefði eflaust mátt ígrunda þetta betur og stjórnkerfi borgarinnar hefði mögulega átt að setja skýrari línur um hvað þessi bygging átti að vera stór.“ Framhald frá bls. 28 TÓNLISTARHÚSIÐ VIÐ AUSTURHÖFNINA Við hlið þess munu rísa ráðstefnusalir, hótel og veigamiklar höfuðstöðvar Lands- bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.