Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 52
32 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Þ úsundir Þjóðverja lesa bækur Arnalds Indriða- sonar og hafa sumir af dyggustu lesendum hans komið til Íslands í „pílagrímsferð“. Þessar ferðir, Troll Tours í Þýska- landi, eru skipulagðar og undir stjórn þýðandans Colettu Bürling. Coletta Bürling var yfirmaður Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík frá 1983-1998. Rithöfundurinn Steinunn Sigurðar dóttir ku hafa sagt það vera lán í óláni að Goethe-stofnun- inni var lokað (vegna sparnaðar) því þá gat Coletta hafist handa við að þýða íslenskar bækur á þýsku. Bürling hefur þýtt fjórar bækur Steinunnar, níu af bókum Arnalds Indriðasonar, þrjár eftir Viktor Arnar Ingólfsson, fjórar eftir Krist- ínu Marju Baldursdóttur og bókina Dís á þýska tungu. Ég heimsótti þessa fjölfróðu og afkastamiklu konu í húsi sínu á Sel- fossi þar sem hún var heima í stuttu leyfi milli ferða sem leiðsögumað- ur. Hún sýndi mér fallegan garð og sagði mann sinn Kjartan eiga heiður- inn af honum því sjálf væri hún mest á ferð um landið á sumrin. „Ég bjó í 25 ár á Vatnsendahæð í Kópavogi með útsýni í allar áttir, en þegar ég opnaði blaðið einn daginn og sá teikningar sem sýndu blokkir á lóðinni minni ákvað ég að flytja hingað á Selfoss í staðinn.“ Hvenær hófust kynni þín af Íslandi? „Kynni mín af Íslandi hófust árið 1970. Ég er frá Düsseldorf en var að læra „skandinavistik“, eða norræn fræði, í Münster. Þar hitti ég prófessor frá Köln sem talaði íslensku. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki sækja um styrk til þess að lesa íslensku við Háskóla Íslands í einn vetur. Ég hafði lesið norsku, þó enga íslensku, en sótti samt um. Síðan leið sumarið án þess að ég fengi svar og námið átti að hefjast 1. september. Hinn 28. ágúst hringdi ég til Háskóla Íslands og spurði hvort búið væri að ákveða hver fengi þennan styrk. Konan sem svaraði sagði að það væri ég enda enginn annar umsækj- andi. Ég hugsaði: „hvaða land er þetta eiginlega sem enginn vill fara til?“ En ég fór nú samt og las ekkert nema íslenska málfræði við Háskóla Íslands í einn vetur, og sneri síðan aftur heim til Þýskalands.“ Og vildir aldrei aftur fara til Íslands? „Jú jú, ég vissi að ég var ekki búin með þetta land, ég bara fann það á mér. Síðan var það árið 1977 að það losnaði staða sendikennara í þýsku við Háskóla Íslands svo ég sótti um og fékk hana og hef búið hér síðan. Þegar Goethe Menningar- stofnunin opnaði útibú frá Ósló í Reykjavík árið 1983 varð ég for- stöðukona þess. Þá hafði ég ekki tíma til að þýða en þýddi samt Tíma- þjófinn eftir Steinunni Sigurðar- dóttur.“ Nú vinnur þú einnig sem leiðsögu- maður? „Já þegar Goethe-stofnunin var, því miður, lögð niður vegna sparn- aðar þá varð ég að finna upp á ein- hverju nýju. Svo ég fór í leiðsögu- skólann, þar sem ég kenni nú reynda líka, og hef verið að vinna við það á sumrin síðan.“ Hvernig líkar þér það? „Það er gaman að ferðast, sýna landið og vera með fólki því það er einmanalegt að sitja við tölvu og þýða. Ég fer alltaf í svona fimm til sex hringferðir. En þegar sumarið er búið og túristarnir farnir þá er ég fegin að fá að vera í friði ein og vinna. Svo þetta er bara ágætis blanda, besta af báðum heimum.“ En hvernig stóð á því að þú fórst að þýða bækur Arnalds Indriðason- ar? „Jú það vantaði íslenskan höfund í norrænu krimmaflóruna sem hefur notið vinsæla í Þýskalandi. Sjálf hafði ég satt best að segja ekki mikla trú á íslenskum glæpa- sögum.“ Af hverju? „Af því að það voru svo fáir glæpir framdir hérna svo ég trúði því ekki að það væri hægt að skrifa þannig sögur hér. En ég vissi að útgefendur Arnalds voru búnir að vera á bókamessunni í Frankfurt að reyna að selja hann án árangurs. Enginn virtist hafa áhuga á því að gefa út íslenskan höfund sem hét þessu ómögulega nafni. Nú eru eflaust margir þýskir útgefendur sem naga sig í handarbökin,“ segir Coletta og brosir. Hvað gerðist svo? „Claudia, sem ég kynntist þegar hún var þýskur lektor og kom í starfskynningu til mín hjá Goethe- stofnuninni í Reykjavík árið 1988, fór að starfa sem útgefandi hjá Lübbe, sem er stórt þýskt forlag sem sérhæfir sig í glæpasögum. Claudia stakk upp á því að við tvær gerðum eitthvað saman svo ég benti henni á Arnald. Hún bað mig að þýða eina bók og síðan fóru hjólin að snúast. Árið 2000 kom Mýrin, sem ég þýddi fyrst, út í Þýskalandi. Lübbe, forlag Claudiu, bauð blaðamönnum og ljósmynd- urum frá stærstu blöðum Þýska- lands í lúxus ferð til Íslands. Ég var leiðsögumaður þeirra. Það var ekk- ert til sparað og þeir ferðuðust um allt, tóku viðtöl við Arnald og bjuggu meðal annars á Hótel Holti í Reykjavík. Þegar ég spurði mark- aðsstjóra Lübbe hvort það væri ekki dýrt að bjóða öllum þessum blaðamönnum í svona fína ferð þá sagði hún: Það kostar jafn mikið og ein heilsíðuauglýsing í stóru blaði en gefur margfalt meira. Hún hafði rétt fyrir sér, því þegar þessir tíu blaðamenn voru búnir að skrifa greinar sínar um Íslandsferðina var Arnaldur orðinn þekktur í Þýskalandi.“ Hvernig er að þýða hann? „Það er bara skemmtilegt. Reyndar finn ég stundum að honum hefur legið á og þá finn ég villur.“ Hvernig þá? „Til dæmis í síðustu bókinni sinni þá lét hann mann loka sömu skúffunni tvisvar.“ Og hvað gerði þýðandinn þá? „Nú, ég leiðrétti það auðvitað. Nú hef ég lokið við að þýða Konungs- bók og Harðskafi kom út í júní.“ Þú hefur farið með Arnaldi til Þýskalands? „Já, af því að hann talar ekki þýsku. Sem betur fer hefur fólk þar enn gaman af því að hlusta á upp- lestur. Til dæmis þegar við vorum á bókamessunni í Leipzig þá las Arn- aldur svolítið upp á íslensku í gam- alli byggingu Héraðsdóms Leipzig- borgar og síðan las ég á þýsku. Umhverfið og stemningin var spennandi og í stíl við efnið. Oftast er það einhver leikari sem les og mér finnst þetta miklu skemmti- legra heldur en að vera alltaf með enskuna á einhverri stórri kaup- stefnu. Arnaldur er sannarlega kominn með tryggan hóp lesenda í Þýskalandi.“ Og nú kemur fólk í pílagrímsferðir á slóðir Erlends lopapeysulöggu? „Já, ég hef farið með þýska les- endur í tvo þannig túra í vor og það stendur til að fara í tvær í haust. Ferðirnar í sumar voru reyndar bæði á slóðir bóka Viktors Arnars og Arnaldar. Við fórum um miðbæ- inn og Vestfirði, sem koma fyrir í Dauðarósum. Svo var auðvitað farið að Kleifarvatni og spurt mikið við kirkjugarðinn á Hvalsnesi. Ég þurfti að rifja heilmikið upp áður en ég fór í fyrstu ferðina því þýskir lesendur eru mjög nákvæmir og muna allt úr bókunum. Ég fékk margar spurningar um staði, fjöll og hús. Gerðist þetta ekki örugg- lega þarna, og svo framvegis. Nú hefur Kleifarvatn fyllst aftur og ég verð að segja að það urðu sumir fyrir vonbrigðum með það. Einnig vildu margir vita hvort hótelið sem þau gistu á í Reykjavík væri það sama og í Röddinni. En Arnaldur passar sig á því að segja það ekki nákvæmlega.“ Verður framhald á þessum ferð- um? „Já, það verða minnst tvær í haust ef nógu margir skrá sig. Þessar ferðir eru sennilega einu skipulögðu ferðirnar um Ísland þar sem ekki er farið á Gullfoss og Geysi.“ En hvers vegna eru næstum því alltaf torfbæir á forsíðum bóka Arn- alds í Þýskalandi? „Það er forlagið sem vill þetta. Reyndar ætluðu þau að setja Geysi utan á Mýrina en Arnaldur kom í veg fyrir það. Þegar ég þýddi bók Viktors Arn- ars, Flateyjargátuna, komu þau með mynd af grænlensku þorpi með ísjökum í kring á forsíðuna. Þá spurði ég: „hvaða vitleysa er þetta?“ Nú er mynd frá Flatey á forsíðunni.“ Hvað finnst þér hafa breyst síðan þú fluttir til Íslands árið 1977? „Þegar ég kom hingað fyrst þá fór fólk bara í heimsóknir, bankaði uppá og labbaði inn í kaffi. Það fannst mér skemmtilegt. Nú er Reykjavík orðin eins og aðrar borgir í Evrópu þar sem fólk skipuleggur tíma sinn og hefur minni tíma til að rabba. Því miður. Sumt hef ég lært líka hérna og ég hef breyst eflaust sjálf.“ Hvernig þá? „Í Þýskalandi þykir það sjálf- sagt að segja nákvæmlega það sem manni finnst, vera mjög hreinskilinn án þess að fólk verði móðgað. Hér er það öðruvísi og maður verður að taka tillit til þess. Tala aðeins í kringum hlutina og tónninn skiptir líka máli. En...“ segir Coletta ákveðin. „...Umhverfisvitund Íslendinga er enn tuttugu til þrjátíu árum á eftir tímanum. Þegar menn voga sér að tala um að vera náttúru- vænir...“ Hún hristir höfuðið: „Það vantar hérna að það er svo erfitt að ræða hlutina. Þú ert bara stimplaður eitt eða annað. Með eða á móti virkjunum. Ekki hægt að fara upp á vitsmunalegt plan í umræðunni. Þú getur ekki auglýst Ísland sem ósnortið land og á sama tíma selt það á útsölu og eyðilagt. Það eru manneskjurnar, náttúran og menningin sem dregur fólk til Íslands. Ég verð bara að segja það að mér finnst það vera glæpur að breyta farvegi heillar jökulár. Að þurrka upp farveg fljóts sem hefur runnið þar í árþúsundir. Það er stærri glæpur en hægt er að skrifa inn í nokkra sögu.“ Glæpur að breyta farvegi jökulár Nýjasta bók Arnalds Indriðasonar, Harðskafi, kallast á þýsku „Todesrosen“ og kom nýlega út þar í landi í þýðingu Colettu Bürling. Hún hefur um nokkurra ára skeið verið afkastamikill þýðandi íslenskra bókmennta og haft hönd í bagga um frama Arnalds Indriðasonar á þýska markaðssvæðinu. Hann ógnar nú veldi Hennings Mankell, hins virta sænska krimmahöfundar, sem vinsælasta norræna höfundarins þar um slóðir. Helga Brekkan hitti Colette á heimili hennar á Selfossi. ÞÝÐANDINN Coletta Bürling er einn afkastamesti þýðandi íslenskra bókmennta á þýsku um þessar mundir. MYND/HELGA BREKKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.