Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 16.08.2008, Qupperneq 54
34 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR V ið leitum logandi ljósi að verkefnum hér á landi því það vilja svo margir koma til Íslands og við höfum engan veginn næg verkefni til að anna eftirspurninni,“ segir Oscar-Mauricio Uscategui, einn af stofn- endum samtakanna SEEDS. Nú í sumar eru um 450 sjálfboðaliðar frá 38 löndum að störfum víðs vegar um landið. Verkefnin miða að því að bæta umhverfið en einnig að auka á þekkingu landans sem og sjálfboða- liðanna sjálfra á umhverfis- og menninga- málum. Eins fara nokkrir Íslendingar á vegum samtakanna til slíkra starfa erlendis. Þau voru stofnuð haustið 2005 af þeim Oscari, Héctori Angarita, sem báðir koma frá Kólumbíu og Viktori Þórissyni. Síðan þá hefur umfang þeirra farið sívaxandi. „Oft erum við í um þrjátíu manna hópi og þegar slíkur hópur kemur í lítið bæjarfélag úti á landi setur hann vissulega svip á bæinn,“ segir Oscar. „Það er mjög gott því þá eiga sér stað mikil samskipti milli aðkomumanna og heimafólks. Yfirleitt hefur fólk tekið okkur afar vel. Til dæmis er mér afar minnisstætt þegar við vorum að ljúka verkefni á Hvammstanga. Þá kom einn íbúinn til að kveðja mig og sagði: „Þakka þér fyrir að færa okkur heiminn hingað upp að bæjardyrunum“. En framlag heimamanna til okkar er engu síðra og þeir opna fyrir okkur heim sem er ekki á allra færi að kynnast. Enda fara flestir til síns heima afar sáttir eftir Íslandsdvölina.“ Íslenska gestrisnin ríkir enn Evrópusambandið veitir samtökunum styrk í gegnum ungmennaáætlunina Evrópa unga fólksins (Youth in action). Þeir senda líka starfsmenn á vettvang sem hafa milligöngu í samskiptum sjálfboðaliðanna og heima- manna. Einnig fylgjast þeir með því að styrknum sé vel varið og gera yfirmönnum sínum grein fyrir framgangi hópanna í ítarlegri skýrslu á haustdögum þegar verkefnin leggjast í vetrardvala. Englend- ingurinn Henry Franklin er einn þeirra sem gegna þessu hlutverki. „Heimamenn útvega okkur gistingu og fæði þar sem við tökum verkefni að okkur,“ segir hann. „Þá kemur það í minn hlut að ganga úr skugga um að bæði við og þeir standi sína plikt. Reyndar er það oft svo að heimamenn taka hópinn eiginlega að sér svo að ég þarf varla að huga að neinu.“ Hann segir íslenska gestrisni ekki aðeins þrífast til sveita því oft fái menn að finna fyrir henni í borginni og á ólíklegustu stundum. „Ég man að einu sinni ætluðum við að fara á safn í Reykjavík um miðjan dag en einhverra hluta vegna komum við að lokuðum dyrum. Þá kom að okkur Íslend- ingur sem spurði hvort við hefðum nokkuð prófað brennivín. Við reyndumst vera alveg reynslulaus á þeim vettvangi svo hann fór með okkur á næsta bar og splæsti í þrjá umganga, sem var afar rausnarlegt því þetta var tíu manna hópur. Þá vorum við orðin fullnuma í því að innbyrða brennivínsstaup að hætti heimamanna. Það versta var að við fundum nokkuð á okkur, sem er ekkert sérlega viðeigandi um hábjartan dag í miðri viku.“ Ólíkindatólið Ísland En vissulega getur það verið nokkur kúnst að haga málum svo að öllum líki þegar svo margir menningarheimar mætast. „Ég veit til þess að sumir eru vanir afar skipulögðum og öguðum vinnubrögðum í sínum heimalöndum. Til dæmis eru margir hverjir í norðurhluta meginlands Evrópu vanir því að hvert verk sé skipulagt langt fram í tímann. En þannig er ekki málum háttað á Íslandi og þeir geta því átt nokkuð erfitt með að fóta sig hér á landi þar sem menn eru vanir að haga seglum eftir vindi. Íslendingar draga nefnilega nokkurn dám af veðurfarinu og maður veit stundum ekki við hverju á að búast. Fyrir flesta er þetta skemmtileg ávísun á margbreytilega reynslu en þetta raskar ró annarra.“ Af hverju vilja menn vinna kauplaust á Íslandi? Oscar segir þó að ummerkin um viðveru hópanna séu ekki einungis greypt í hugarfylgsnin. „Við viljum meina að framlag okkar til íslensks samfélags sé afar mikilvægt,“ segir Oscar. „Við skilum um 47 þúsund vinnustundum á ári, sem samsvarar heilsársverki 26 starfsmanna. Við höfum verið að bæta aðstöðu á ferða- mannastöðum með því að leggja göngustíga og endurbæta gömul mannvirki, eins og gömlu hvalstöðina á Suðureyri, byggingar og listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði, við höfum hreinsað fjörur og nú erum við meðal annars að vinna að verkefnum tengdum Reykjavíkurmaraþon- inu og Menningarnótt.“ Hann segir að margir Íslendingar undrist það að allur þessi hópur skuli vera til í að koma sér til Íslands, sem getur verið afar dýrt, vinna þar kauplaust og þar að auki greiða SEEDS-samtökunum tíu til nítján þúsund krónur sem rennur í rekstrarkostn- að. „Íslensk náttúra er alveg óviðjafnanleg og það að vera að vinna undir berum himni í Arnarfirði, Drangajökli eða Þórsmörk er afar mikils virði fyrir þá sem það upplifa. Svo er það óviðjafnanlegt að kynnast fólki í fámennari byggðum landsins því þar erum við í svo miklu návígi við heimamenn. Svo eru aðrir afar hrifnir af lífinu í höfuðborg- inni.“ Klæðaburður íslenskra kvenna Ein af þeim er Nila Alarcón Ruiz frá Almeríu á Suður-Spáni. Hún er að vinna að ljósmyndaverkefni fyrir Reykjavíkur- maraþonið. „Ég er alveg heilluð af klæða- burði Íslendinga,“ segir hún upp með sér. „Konurnar eru alveg glæsilegar til fara. Þær eru kannski ekki í einhverri voðalegri Parísardragt heldur er engu líkara en að þær hanni föt sín sjálfar af miklu list- fengi.“ Hún segist reyna eftir fremsta megni að kynnast Íslendingum meðan á dvölinni stendur. „Það hefur komið mér nokkuð á óvart hvað Íslendingar eru líkir mínu heimafólki. Þar er fólk afar opið og ávallt til í tuskið, lætur ekki smáatriðin vefjast fyrir sér. Um leið og ég kom til landsins var ég komin í miklar samræður við hóp fólks sem vatt sér að mér svo mér fannst ég í rauninni frá fyrstu stundu vera á heima- velli. Ég bregð mér oft í bæinn og þó að ég fari ein míns liðs líður ekki á löngu áður en ég er komin í góðan hóp líkt og heimavön kona.“ Melissa Chow, myndhöggvari frá Texas í Bandaríkjunum, segist fá mikinn innblást- ur frá íslenskri náttúru. „Mikið af þeim efnivið sem ég nota tek ég úr náttúrunni og það er úr nógu að moða hér. Svo er ég afar hrifin af birtunni hér, hún er alveg sérstök. Fyrir utan það að vera á fótum klukkan tvö að nóttu og geta notið birtunnar; það er nokkuð sem ég á ekki von á að upplifa aftur.“ Og þær Nila og Melissa eru ekki frá því að náttúrufegurðin hafi greinanleg áhrif á íslenska listamenn. „Við erum afar hrifnar af íslenskri tónlist,“ segir Nila. „Bæði Sigur Rós og Björk og síðan fórum við á tónleika með Mugison á Nasa og þeir voru stórkost- legir. Það er eins og íslensk tónlist beri keim af náttúrunni; hún er full af dulúð en jafnframt einhverjum andlegum krafti.“ Færa fólkinu heiminn heim Um 450 erlendir sjálfboðaliðar á vegum SEEDS-samtakanna vinna hér á landi að því að bæta umhverfið og skerpa á menningar- tengslum milli þjóða. Þar sem þeir koma setja þeir svip á bæinn en önnur ummerki um veru þeirra sjást aðeins með innri augum. Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi við nokkra úr samtökunum sem lofuðu land og þjóð í hástert. HENRY FRANKLIN OG OSCAR-MAURICIO USCATEGUI Hlutverk Henrys er að hafa milligöngu í málum sjálfboðaliðanna og heimamanna. Þeir síðarnefndu geta þó átt það til að taka hina fyrrnefndu að sér svo lítið verður að gera hjá Bretanum. Oscar er einn af stofnendum SEEDS-samtakanna en kjörorð þeirra eru SEE beyonD borderS, eða séð yfir landamæri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERKEFNI Á BÍLDUDAL Frá vinstri Dario Cutillas Carrillo, Jón Þórðarson athafnamaður á Bíldudal, Guila Brancaccio, Mariangela Fiore, Karolina Blaszyk, Sung Jin Kim, Gonzalo Garcia, Filippo Fabri og Enric Artés Closa. FJÖRUHREINSUN Á LANGANESI SEEDS-samtökin hafa marga fjöruna hreinsað. HVAÐ ER SEEDS? SEEDS stendur fyrir SEE beyonD borderS eða séð yfir landamæri. Þetta eru íslensk samtök óháð stjórnvöldum, rekin án hagnaðarsjón- armiðs, og með alþjóðlegt umfang. Helsta hlutverk Seeds er að stuðla að menningar- legum skilningi í gegnum vinnu tengda um- hverfismálum. SEEDS býður upp á verkefni eins og ung- mennaskipti, alþjóðlegar vinnubúðir, rann- sóknarvinnu, vettvangsvinnu, sjálfboða- vinnu, fræðsluverkefni og námskeið. Ásamt því gefur SEEDS tíma og svigrúm fyrir þátt- takendur í verkefnum til að takast á við ögr- andi uppákomur, sem koma til með að víkka sjóndeildarhringinn og hjálpar þeim að stað- setja sjálfan sig í umhverfinu sem við lifum í. SEEDS minnir á hlutverk okkar í þróun heimsins í tengslum við frið, umburðarlyndi, mismunandi menningu og að viðhalda um- hverfinu. HEIMILD: WWW.SEEDSICELAND.ORG MELISSA CHOW NILA ALRACÓN RUIZ Til dæmis er mér afar minnisstætt þegar við vorum að ljúka verkefni á Hvammstanga. Þá kom einn íbúinn til að kveðja mig og sagði: „Þakka þér fyrir að færa okkur heiminn hing- að upp að bæjardyrunum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.