Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 66

Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 66
46 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson DÖMULEGAR BUXNADRAGTIR Marc Jacobs notaði harem-buxnasniðið við fallega jakka og aðsniðnar peysur. GLAMÚR Þessi buxna- dragt frá Armani minnir á fimmta áratuginn. LEÐUR Rautt og sexý hjá Louis Vuitton. Tískublöðin ytra eru sammála um að heitasta buxnasniðið fyrir haustið séu hinar svokölluðu harem- eða kvennabúrs-buxur sem sáust víða á tískupöllunum, allt frá Marc Jacobs og Gaultier til Armani. Að vissu leyti eru hönnuðir að sækja innblástur aftur til níunda áratugarins þegar rappið og MC Hammer komu þessu erfiða sniði á kortið. En lykillinn að endurkomu harem-buxnanna er að leyfa þeim að vera eins kvenlegar og mögu- legt er. Sniðið á auðvitað uppruna sinn í seiðandi austrænum dísum og magadansmeyjum og því sniðugra að stæla Jasmín prinsessu úr Aladdín en meistara Hammer. Nú síðsumars er þetta tilvalið snið, sérstaklega ef buxurnar er í styttra lagi en þá er fallegt að láta skína í ökkla og kálfa. Best er að ganga í aðsniðnum jökkum eða peysum við buxurn- ar svo að heildarútlitið sé ekki of vítt, og háir hælar eru bráðnauðsynlegir til að gera lúkkið eins kvenlegt og kynþokkafullt og unnt er. amb@frettabladid.is ÞÚSUND OG EIN NÓTT Buxurnar fyrir haust/vetur 2008 eru með harem-sniði. FRAMÚRSTEFNULEGT. Stórfenglegar glitr- andi víðar buxur hjá Yves St Laurent fyrir vetur 2008. Ég heyrði skemmtilegt orð fyrr í sumar sem notað var af ungum frænda mínum um ákveðna tegund ungra íslenska kvenna. Orðið var „skinka“ og skilgreiningin var einhvers konar kvenkyns hnakki: stúlka sem klæðist vakúmpökkuðum og flegnum fötum og er iðulega ljósabrún með veikleika fyrir pastel og neon. Auðvitað er þetta nastí skilgreining en leiddi þó til skemmtilegra samræðna milli stúlkna hér á vinnu- staðnum í gær. Ein sagðist aldrei hafa nennt að lita á sér hárið, önnur sagðist hafa sett á sig gervineglur í eitt skipti á ævinni og verið fötluð í nokkra daga þar sem hún gat varla notað fingurna. Við fórum að ræða þessa séríslensku tísku sem hefur skapast undanfarin ár og hefur skapað ótal klóna um land allt: hvítt eða svart hár, dökkappelsínugul húð og undarlegar ofurgervilegar sáðfrumulaga augabrúnir í svörtum tón sem verða í einhverri hrópandi andstöðu við háralit og andlitslag. Og hvaðan kemur þessi tíska? Ekki er hún upp úr „mainstream“ tískublöðum og við hölluðumst helst að því að þetta væri einhvers konar útlit sem breskar týpur eins og Katie Price, öðru nafni Jordan, hefðu komið á kortið. Þetta með augabrúnirnar er mér mikil ráðgáta. Ég er ekki að mæla með því kannski að þetta fari gersamlega í órækt ef fólk er sérstaklega vel hært, en hvers vegna íslenskar konur þurfi að fara í „litun og plokkun“ á tveggja vikna fresti er mér óskiljanlegt. Ef við horfum á heitustu fyrirsæturnar um þessar mundir er það klárlega ljóst að gervilega lagaðar og litaðar augabrúnir sjást hvergi nema á dragdrottningum. Hérlendis virðist samasemmerki með því að vera „gella“ að þurfa að fara í reglulegt sprey-tan, vera með langar hvítar gervineglur, gerviaugabrúnir og gervi- legt hár. Önnur hver kona í Kringlunni lítur út eins og Jenna Jameson. Ég verð þreytt og þunglynd bara af því að hugsa um það hversu mikill tími og fjármunir fara í það að líta út eins og Bratz-dúkka þegar ég hélt að við vildum allar vera eins og Gisele Bündchen... Vakúmpakkningar og neon SKVÍSULEGAR Flottar gráar buxur frá Top Shop. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Sólgleraugu frá Galliano Hönnunarsnillingurinn breski John Galliano hyggst nú feta í fótspor hönnuða eins og Karls Lagerfeld, Balenciaga og Toms Ford og ætlar að setja sólgleraugnalínu á markaðinn. Galliano hefur skrifað undir samning hjá ítalska fram- leiðandanum Marcolin og samstarfið á að spanna fimm ár. John Galliano-sólgleraugu munu verða bæði fyrir dömur og herra og líta dagsins ljós haustið 2009. Æðislega hlýja haustpeysu frá Henrik Vibskov. Fæst í Kronkron, Laugavegi. Gullfallegan ofursvalan kjól frá Henrik Vibskov frá Kronkron, Laugavegi. Nýjasta ilminn frá Chloé. Kynþokki í klassískri flösku. OKKUR LANGAR Í …

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.