Fréttablaðið - 16.08.2008, Page 68

Fréttablaðið - 16.08.2008, Page 68
48 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Johnny Depp, Colin Farrell og Jude Law hafa gefið Matildu Ledger, dóttur Michelle Willi- ams og leikarans heitna Heath Ledger, launin sem þeir hlutu fyrir leik sinni í myndinni The Imaginarium of Dr. Parnassus. Ledger átti upphaflega að fara með hlutverk Tony í myndinni, en eftir að hann féll frá í jan- úar voru leikararnir þrír fengnir til að hlaupa í skarðið. Tony ferðast í gegnum þrjár mismunandi víddir í mynd- inni, og var því auðvelt að skipta hlutverkinu í þrennt. Depp, Farrell og Law voru alfarið samstíga í því að þiggja engin laun sjálfir fyrir mynd- ina, heldur láta þau renna óskipt í sjóð fyrir Matildu, til að tryggja framtíð hennar. „Leikararnir þrír voru algjörar hetjur. Þetta gerist ekki mjög oft – þegar svona harmleikur gerist, að mjög frægir og farsælir leikarar segi allt í einu, „Ókei, við gerum hvað sem er til að hjálpa“,“ segir leik- stjóri myndarinnar, Terry Gilliam. „Þeir komu, þeir unnu vinnuna sína og gerðu að verkum að hægt var að ljúka við mynd- ina, og þeir þáðu ekki pen- ingana – þeir fara til dóttur Heath. Það er ótrúlegt!“ segir Gilliam, sem kveðst enn afar hryggur yfir fráfalli Ledgers. „Það verður ljúfsárt að horfa á þessa mynd, vitandi það að hann var að taka hana upp bara nokkrum dögum áður en hann dó,“ segir Gilliam. „Hugur minn verður allt- af hjá Heath.“ Gefa dóttur Heaths Ledger launin SÁRT SYRGÐUR Terry Gilliam er bara einn fjölmargra samstarfs- manna Heaths Ledger sem syrgja leikarann. GEFA MATILDU LAUNIN Johnny Depp, Colin Farrell og Jude Law ætlar allir að gefa dóttur Heaths laun sín fyrir leik í myndinni The Imaginarium of Dr. Parnassus. > LIV FYRIR GAP Liv Tyler verður andlit Gap í auglýs- ingaherferð fyrirtækisins fyrir komandi haust og vetur. Fyrir hefur fyrirtæk- ið samið við Marchesa-hönnuðinn Georginu Chapman og leikarann Hugh Dancy um að koma fram í auglýsingum, og bætist Liv í hóp þeirra. Hún hefur næga reynslu af slíkum uppá- tækjum, því leikkonan hefur verið andlit ilm- vatns Givenchy í fimm ár. Fyrir tveimur vikum opn- uðu íslensk hjón, í samstarfi við Te og kaffi, kaffihús með sama nafni í Alicante. Þar kynna þau ýmsar nýj- ungar fyrir Spánverjum. Kári Sverrisson segir að hug- myndin að kaffihúsinu hafi kvikn- að fyrir tvemur árum þegar hann og eiginkonan, sem eru mikið kaffidrykkjufólk, fóru í frí til Spánar og fundu hvergi almenni- legt kaffi. „Við fórum að spyrjast fyrir um hvar hægt væri að fá gott kaffi og eitthvað með því og þá var okkur sagt að það væri ekki hægt,“ segir Kári. Hjónin ákváðu að fara í sam- starf við Te og kaffi og fluttu stuttu síðar út til Alicante í leit að húsnæði og til þess að kynnast betur spænskri menningu og læra tungumálið. „Við fundum hús- næði við aðalverslunargötuna í Alicante og fengum íslenskan hönnuð, Hildi Ísdal Þorgeirs- dóttur, til þess að hanna staðinn,“ útskýrir Kári, sem segir kaffi- húsið hafa fengið mikla umfjöllun síðan það var opnað og þyki það mjög vel heppnað í alla staði. „Hönnunin þykir athyglisverð og flott og svo bjóðum við upp á ýmislegt sem hingað til hefur ekki fengist á Spáni, líkt og frappucci- no og götumál, sem þykja skemmtileg nýjung.“ Kári og eigin kona hans hyggjast opna tvö kaffihús til viðbótar á næstunni og því er nóg að gera hjá hjónun- um. „Við eigum von á lítilli senj- órítu í haust, þá tekur maður sér frí til þess að sinna konu og barni,“ segir Kári að lokum. sara@frettabladid.is Te og kaffi opnar útibú á Spáni KAFFIHÚS Í BLÓMA Spænskir gestir kunna vel að meta þær nýjungar sem Te og kaffi þar í landi hefur upp á að bjóða. Frumsýningardegi nýjustu kvikmyndarinnar um galdrastrákinn Harry Potter hefur verið frestað um átta mánuði, eða þar til í júlí 2009. Myndin, sem er sú sjötta í röðinni, átti að fara í loftið 17. nóvember næstkom- andi. Forstjóri framleiðandans Warner Bros, Alan Horn, segir að með frestuninni hafi þeir viljað tryggja myndinni mikla aðsókn næsta sumar, auk þess sem verkfall handritshöfunda, sem lauk í febrúar, hafi haft slæm áhrif á framleiðsl- una. „Myndin er algjörlega á áætlun. Ég hef séð myndina. Hún er frábær og við hefðum getað gefið hana út í nóvem- ber ef við hefðum viljað,“ sagði hann. Vegna frestunar- innar munu líða tvö ár á milli fimmtu og sjöttu myndarinn- ar. Aftur á móti verður tíminn styttri á milli sjöttu myndar- innar og síðustu tveggja myndanna sem verða teknar upp samtímis á næsta ári. Átta mánaða frestun „Við erum að leita að bæði ljós- myndum og upptökum af jöklin- um í gegnum tíðina frá almenn- ingi sem kannski er hægt að nota í myndina,“ segir Mireya Samper. Hún er sérleg aðstoðarkona franska leikstjórans Jean Michel Roux sem er staddur hér á landi og er að gera heimildarmynd um Snæfellsjökul: „Frásagnir, hugs- anir og sýnir“. Um er að ræða þriðju heimildar- myndina sem Roux gerir um Ísland og Íslendinga. Fyrsta mynd- in heitir „Elfland“ og sú seinni „Rannsókn á Huliðsheimum“ og hafa þær vakið mikla eftirtekt. Hingað til hefur áhugi hans eink- um beinst að álfum og huldufólki, og þeim Íslendingum sem hafa séð eða upplifað eitthvað „yfirnátt- úrulegt“. „Að þessu sinni beinir hann athygli sinni að Snæfellsjökli og þeirri orku og sögnum sem honum fylgja,“ segir Mireya. Jean Michel Roux býr í París, hefur leikstýrt nokkrum leiknum myndum og mörgum heimildar- myndum, til dæmis heimildar- mynd um frumbyggja Ástralíu. Hann sagðist í samtali við Frétta- blaðið hafa komið til Íslands í um átján ár og áhugi á Snæfellsjökli og Snæfellsnesi hefði aukist með hverri heimsókn. Hann segir þetta magnaðan stað og þar hafi hann upplifað einstaka orku – líkt og svo margir hafa talað um. Roux hefur áhuga á að fjalla um tengsl fólks við þennan stað. Mireya segir að ef fólk eigi í fórum sínum myndir, myndskeið eða upplýsingar um Snæfells- jökul sé sími sinn 698 5973 og tölvupóstfang: ho@ismennt.is. Roux bætir við að ef nothæft efni berist þeim geti verið gaman fyrir fólk að sjá það í þessu sam- hengi. - jbg Frakki auglýsir eftir upplýsingum JEAN MICHEL ROUX Beinir sjónum sínum að Snæfellsjökli í þriðju heimildar- mynd sinni um Ísland og Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HARRY POTTER Frumsýningar- degi nýjustu Harry Potter- myndarinnar hefur verið frestað um átta mánuði. Námsmannaþjónusta SPRON Njóttu þes s að vera í ná mi ...og nýttu þ ér persónu lega þjónustu, h agstæð kj ör og fríðindi se m námsmö nnum standa til b oða Þegar þú skráir þig í SPRON námsmenn færðu flottan 1GB USB minnislykil að gjöf Kynntu þér málið á spron.is Frítt debetkort og 150 fríar debetkortafærslur á ári Frítt Einkaklúbbskort Námsstyrkir, bílprófsstyrkir, bókastyrkir og desemberuppbót Yfirdráttarvextir v/LÍN á mjög hagstæðum kjörum* Skólagjaldalán, Tölvukaupalán og Námslokalán* 25% afsláttur í Laugarásbíó á miðvikudögum og fimmtudögum** Sérkjör á tryggingum hjá VÍS Fjármálaráðgjöf Afsláttur af símgreiðslum í Heimabanka .... og margt fleira Sæktu um núna á spr on.is *samkvæmt útlánareglum SPRON ** Afslátturinn gildir til 31.12.2008 af almennu miðaverði ef greitt er með SPRON korti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.