Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 78

Fréttablaðið - 16.08.2008, Side 78
58 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. þúst, 6. ólæti, 8. efni, 9. fálm, 11. tveir eins, 12. rými, 14. flækja, 16. sjó, 17. hópur, 18. geislahjúpur, 20. fyrir hönd, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. atorka, 3. utan, 4. flutningaskip, 5. eyrir, 7. raddbönd, 10. blekking, 13. sunna, 15. innyfla, 16. áverki, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. þúfa, 6. at, 8. tau, 9. pat, 11. rr, 12. pláss, 14. flóki, 16. sæ, 17. lið, 18. ára, 20. pr, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. kapp, 3. út, 4. farskip, 5. aur, 7. talfæri, 10. tál, 13. sól, 15. iðra, 16. sár, 19. af. Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda hefur í sumar verið skemmti- leg viðbót við kaffihúsaflóru mið- bæjarins. Kaffihúsið opnaði fyrr í sumar og í upphafi átti það aðeins að vera opið fram á haust. Reksturinn hefur gengið vonum framar og hafa rekstrarstjórar Nýlenduvöru- verslunarinnar nú ákveðið að halda áfram. „Það er einhver bið með framkvæmdir á svæðinu sem þýðir að við getum framlengt leigusamn- ingnum,“ segir Hermann Fannar Valgarðsson, annar þeirra. Hermann, eða Hemmi eins og hann er oftast kallaður, segir að þeir félagar séu komnir í sóknarhug og ætli að stækka við sig. „Við erum að hugsa um að reyna að stækka niður í kjallara og erum að sækja um lengri opnunartíma þannig að við getum verið með opið til tólf á virk- um dögum og tvö um helgar.“ Í Nýlenduvöruversluninni er einnig hægt að leigja og kaupa svo- kölluð borgarhjól. „Við erum að fá nýja sendingu af hjólum bráðlega og verða þau nú fáanleg í svörtu og bleiku. Við erum einnig að melta þá hugmynd að efla þjónustu við ferða- menn og bjóða upp á gistingu, þó ekki í þessu húsnæði. Það er um að gera að nýta kreppuna í að gera eitt- hvað sniðugt.“ Á Menningarnótt verður efnt til bjórveislu í portinu á bak við kaffi- húsið þar sem ölið mun fljóta og pylsuilmur fylla vit. „Þetta verður að þýskri fyrirmynd en með íslensku ívafi,“ segir Hemmi. - sm Ætla að nýta sér kreppuna STÆKKA VIÐ SIG Hemmi og Valdi reka Nýlenduvöruverslunina og hyggjast færa út kvíarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ívar Örn Sverrisson leikari og leikstjóri Aldur: 31 árs. Stjörnu- merki: Vatnsberi. Starf: Leikari, leikstjóri og altmuligt maður. Fjölskylda: Er trúlofaður Örnu Ösp Guðbrandsdóttur og á börnin Arngrím sem er að verða fimm ára og Eyrúnu Söru, eins árs. Búseta: Við erum búsett í Vestur- bænum. Ívar Örn Sverrisson leikstýrir sýning- unni Óþelló eftir Shakespeare sem verður frumsýnd 22. september næstkomandi. „Já, þakka þér. Bókin kom nú bara út án þess að ég þyrfti að gera nokkuð,“ segir ljósmyndar- inn Ari Magg þegar blaðamaður hrósar honum fyrir bókina Meist- ARI MAGG sem auglýst var í Fréttablaðinu í gær. Bókin er hins vegar ekki til, heldur var auglýsingin hluti af steggjun vina Ara á honum, en steggjunin fór fram í gær. Ari mun ganga í það heilaga með unnustu sinni, Auði Karitas Ásgeirsdóttur, þann 30. ágúst. „Mér var bara rétt blaðið á leiðinni í líkamsrækt og þá sá ég þessa auglýsingu. Þetta er gott grín hjá þeim köllunum,“ segir Ari. Í auglýsingunni segir: „Maðurinn á bakvið Linsuna. Bókin er í senn æviágrip, og sjónræn veisla og er uppfull af lífsspeki frá meistAranum sjálf- um. Maður áttar sig á hvað lífið getur verið litríkt og yndislegt þegar þessi hógværi snillingur leysir frá myndaskjóðunni. Raunsönn saga af einum helsta listamanni okkar tíma – Laxness ljósmyndanna.“ Einnig kemur þar fram að þeir sem hafi sótt námskeið MeistAra, Linsan og ég, fái 15 prósenta afslátt af bók- inni. Þá er vísað á vefslóðina: www.thessibokerekkitil.is Ari viðurkennir að hentugt sé að auglýsingin skuli vera tilbúin, ef ske kynni að útgáfa bókarinn- ar yrði að veruleika. Þarna séu á ferðinni margir af færustu mönn- um auglýsingageirans. „Ég myndi kannski vera aðeins minna hrokafullur,“ segir hann og hlær. „Það er líka svolítið undarlegt að myndin af mér sé nánast stærri en af bókinni. Hins vegar held ég að allar góðar auglýsingar séu á grensunni, þar sem fólk fattar ekki grínið, og ég held að margir telji að þarna sé ekki um neitt grín að ræða,“ segir Ari. Einar Geir Ingvarsson, vinur Ara, er einn þeirra sem stóðu fyrir auglýsingunni. Hann segir viðbrögð Ara hafa verið góð. „Hann tekur öllu með jafnaðar- geði,“ segir Einar. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ara og félögum í gær voru þeir staddir í Adrenalíngarðinum. „Ég veit ekkert hvað bíður mín í dag,“ sagði Ari Magg áður en hann hélt út í óvissuna ásamt félögunum. soli@frettabladid.is ARI MAGG: AUGLÝSTI LJÓSMYNDABÓK SEM ER EKKI TIL MeistAri Magg steggjaður VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Sjálfstæðisflokkinn 2 2010 3 Lindy Hop Brynjar Már Valdimarsson, útvarpsmaður á FM957, hefur verið ráðinn nokkurs konar tónlistarstjóri á Café Oliver. Brynjar er strax farinn að láta til sín taka og sendir nú smáskilaboð til helstu djammbolta landsins með orðsendingunni: „Framtíðin er hafin á Café Oliver, ef þú ferð út um helgina kíktu þá við. Kv, Brynjar Már.“ Ljóst er að Brynjar Már er mikill hvalreki á fjörur Oliversmanna og lík- legur til auka komur erlendra ferðamanna á staðinn, enda er tónlist hans feykilega vinsæl á Balkan- skaga. Gay pride hátíðin fór vel fram um síðustu helgi. Hommar, lesbíur og hinir komu saman í miðbænum við mikinn fögnuð, gleði og glaum. Á laugardagskvöldinu var Gay Pride ball á Nasa, sem var þó ekki á vegum Gay Pride samtakanna sjálfra. Svo virðist sem ekki hafi allt gengið sem skyldi með það ball. Á vefsíðu Gay Pride birtist yfirlýsing þar sem harmað er að handhöfum VIP-Passa, sem samtökin gáfu út, hafi verið vísað frá. Skuldinni er skellt á Nasa og boðað að Heimir Már Pét- ursson og félagar hans í stjórn muni endurskoða sam- starf sitt við staðinn. Það kreppir víða að. Þannig hefur Jónas Haraldsson nú látið af störfum sem ritstjóri Viðskipta- blaðsins. Jónas hefur gegnt því starfi undanfarin misseri en lengst af var hann fréttastjóri á DV. Jónas þarf þó engu að kvíða hvað atvinnu snertir því hann á ávallt öruggt skjól í fjölskyldufyrirtækinu Teitur Jónasson, sem allir landsmenn þekkja og hafa ferðast með. - shs FRÉTTIR AF FÓLKI AUGLÝSINGIN Svona leit auglýsingin út sem birtist í Fréttablaðinu í gær. JAFNAÐARGEÐ Ljósmyndarinn ku hafa tekið brandara vina sinna með jafnaðargeði og segir hentugt að auglýsingin sé til komi til útgáfu. „Við Sverrir náttúrulega þekkj- umst. Höfum verið að flexa, erum félagar og höfum tekið snúninga saman,“ segir rapparinn góðkunni Erpur Eyvindarson. Hann verður ásamt Sverri Stormsker veislustjóri í miklu opnunarpartíi sem Ásgeir Þór Davíðsson veit- ingamaður boðar til næstkomandi fimmtudag fyrir vini og velunn- ara. Ásgeir er betur þekktur sem Geiri á Goldfinger en hann hefur nú unnið hörðum höndum við að byggja upp nýjan veitingastað við Grensás, þar sem áður var Bóhem, sem heitir Steak and Play. Geiri, sem þekktastur er fyrir rekstur súlustaða, er að nema ný lönd. Ekki er um að ræða stað þar sem fáklæddar meyjar fara um heldur sportbar sem Geiri lýsir sem alveg meiriháttar. Þarna eru skjáir um allan sal sem er stúkað- ur af og nýjustu leiktæki til staðar ef menn vilja mæta með börn sín. Erpur segir þetta spennandi. „Þetta sem ég hef séð. Mjög flott og sniðugt konsept,“ segir Erpur. Ekki eru tónlistar- og fjölmiðla- mennirnir Erpur og Sverrir farnir að bera saman bækur sínar þannig að dagskráin liggi fyrir á þessu stigi. „En mér líst vel á þetta gigg,“ segir Erpur aðspurður um þennan óvænta dúett: Erpur og Storm- sker. - jbg Erpur og Stormsker veislustjórar Geira ÓVÆNTUR DÚETT Sverrir og Erpur sameinast í því að vera veislu- stjórar í opnunarpartíi Geira. ÁSGEIR ÞÓR Opnar nýjan veitingastað þar sem sportið er í öndvegi um næstu helgi. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.