Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 6
6 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Verslunin Hobby Room er að fl ytja og býður þess vegna allar sýningarvörur á ofboðslegum afslætti! RÝMINGARSALA 80% AFSLÁTTUR ALLT AÐ HOBBY ROOM · MIÐHRAUN 2 · GARÐABÆR WWW.HOBBYROOM.IS ÖLL POOLBORÐ NÚ ÁOFURAFSLÆTTI!SPARIÐ HUNDRUÐÞÚSUNDA! VIÐ BRÚ NA HJÁ IKE A! REYKJ AVÍK HAFNA RFJÖR ÐUR Fórst þú á Jemen-markaðinn um helgina? Já 5,1% Nei 94,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Velur þú frekar innlenda fram- leiðslu en innflutta vöru? Segðu skoðun þína á vísi.is EFNAHAGSMÁL „Mest ræddum við hvaða lærdóm má draga af þessu stormasama ári á fjármálamörk- uðum,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra um fund sinn í gær með Alistair Darling, fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands. Hann segir Breta hafa lagt í mikla vinnu við að skoða það sem fram hefur farið á fjármálamörk- uðum undanfarið ár og hvað megi læra af því. Hvernig bæta megi eftirlit með fjármálastarfsemi eftir niðursveiflu í kjölfar þess að undirmálslán í Bandaríkjunum gáfu sig. Björgvin segir þá einnig hafa rætt horfur á mörkuðum og sam- skipti landanna. „Bretland er lang- stærsta samskiptaland okkar á sviði fjármálastarfsemi og hann var ánægður með hvað samskipti landanna væru mikil á þessu sviði,“ segir Björgvin. Í gærmorgun heimsótti Björg- vin útibú Glitnis og Landsbank- ans í Lundún- um. Hann segir heimsóknirnar hafa verið gagn- legar og fróðlegar en þar hafi for- stöðumenn farið yfir stöðu mála og hvað væri fram undan. „Eftir gríðarlega útrás á undan- förnum árum eru bankarnir að hægja á og ná utan um starfsem- ina.“ Það sé fjarri því að vera neinn svartsýnis- eða uppgjafar- tónn í bönkunum því eftir aðlögun sé stefnt á frekari landvinninga. - ovd Viðskiptaráðherra fundar með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands: Stormasamt ár á mörkuðum ALISTAIR DARLING Fjármálaráðherra Bretlands átti fund með Björgvini G. Sigurðssyni í gær. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON BRUNI „Þetta var ekki langur tími en manni fannst þetta vera heil eilífð,“ segir Guðmundur Karls- son skipstjóri, sem í gær var bjargað ásamt bróður sínum af bátnum Sigurpáli ÞH-130. Eldur kom upp í bátnum þegar hann var um fjórar mílur norður af Húsa- vík, á Skjálfandaflóa á ellefta tím- anum í gærmorgun. Þeir bræður hafa í sumar veitt kúfisk og róið frá Þórshöfn en voru í gær að sækja sér fisk í soðið. Þegar þeir hugðust færa bátinn urðu þeir varir við reykjar- lykt. „Þegar ég kom aftur í stýris- hús og opnaði hlerann niður í mót- orinn varð bara eins og sprenging,“ segir Guðmundur. Mikill hiti og reykur hafi staðið upp úr vélar- rúminu og stuttu síðar stóðu eld- tungurnar út úr stýrishúsinu. „Þetta skeði svo snöggt að við réðum ekki við eitt né neitt og þökkum okkar sæla að sleppa fram á hádekk,“ segir Guðmundur sem fékk snert af reykeitrun og brenndist á kinn við að ná í neyð- artalstöð í logandi stýrishúsinu. Með henni kölluðu bræðurnir á aðstoð neyðarlínunnar sem sendi björgunarskipið Jón Kjartansson frá Húsavík á staðinn auk þess sem bátar á svæðinu komu til aðstoðar. Björgunarskipið var komið að Sigurpáli á rúmum tíu mínútum og flutti það þá bræður að landi á Húsavík þar sem þeir fengu aðhlynningu á heilsugæslustöð. Slökkviliðsmenn og lögreglu- menn náðu að slökkva eldinn í bát- unum og var hann svo dreginn í höfn á Húsavík þar sem slökkt var í frekari glæðum. Eldsupptök eru ókunn en báturinn er mikið skemmdur. - ovd Bræðrum bjargað af 26 tonna brennandi eikarbáti á Skjálfandaflóa í gær: Bræður þakka sínu sæla að hafa sloppið VIÐ BRYGGJU Á HÚSAVÍK Sigurpáll ÞH- 130 er 26 tonna eikarbátur, smíðaður árið 1972 á Akureyri, en slökkviliðsmenn slökktu í glæðum í bátnum við bryggj- una á Húsavík. SÍMAMYND/ÖRLYGUR HNEFILL Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Nokkrir áverkar voru á enni mannsins sem fannst látinn á heimili sínu við Skúla- götu í fyrrakvöld. Rannsókn lög- reglu beinist meðal annars að því hvort þeir hafi leitt manninn til dauða, eða hvort honum hafi blætt út. Ljóst er af aðkomunni að hann hafði misst mikið af blóði áður en hann lést, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gærkvöldi karl- mennina sem yfirheyrðir hafa verið síðustu daga vegna málsins í gæsluvarðhald til mánudags. Það var um kvöldmatarleytið í fyrradag, sem lögreglunni barst tilkynning um að eitthvað gæti verið athugunarvert í tilteknu húsi við Skúlagötu. Karlmaður sem hringdi í lögreglu hafði ætlað að heimsækja manninn en enginn kom til dyra þegar hann hringdi dyrabjöllunni ítrekað. Lögregla fór þegar á staðinn. Þegar þangað var komið reyndist húsráðandi vera látinn. Er talið að hann hafi látist nokkrum klukkustundum áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn sem hringdi í lög- regluna reyndist vera í annar- legu vímuástandi svo að hann gisti fangageymslur í fyrrinótt. Ekki var unnt að yfirheyra hann fyrr en í gærdag. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hóf þegar að leita manna sem hugsanlega höfðu verið á heimili hins látna áður en til þess atviks kom sem hugsanlega leiddi hann til dauða. Lögreglan hafði síðan upp á karlmanni sem einnig var í yfirheyrslum í gær. Hann var jafnvel talinn geta varpað ein- hverju ljósi á málið. Maðurinn sem lést var 68 ára og var hann einhleypur. Rann- sókn lögreglu er í fullum gangi. Meðal annars er beðið bráða- birgðaniðurstöðu krufningar, sem mun væntanlega liggja fyrir í dag. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að mennirnir tveir hafi verið yfir- heyrðir í gær. Aðrir en þeir hafi ekki komið við rannsókn málsins, að hans sögn. jss@frettabladid.is SKÚLAGATA Nær sjötugur karlmaður fannst látinn á heimilli sínu við Skúlagötu í fyrrakvöld. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hinn látni hafði misst mikið blóð Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu í fyrrakvöld var með áverka á enni og hafði misst mikið blóð. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar væntanlegar í dag. Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.