Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 10
 4. september 2008 FIMMTUDAGUR 30% afsláttur 30% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...ódýrari kostur! TILBOÐIN GILDA 4. - 7. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur 51% afsláttur FRÁBÆRT VERÐ TEX MEX KJÚKLINGAVÆNGIR 199 kr/kg 403 kr/kg LONDONLAMB 1.256 kr/kg 1.794 kr/kg ÍRSKAR SVÍNALUNDIR 959 kr/kg 1.599 kr/kg PÍTA OG PÍTUBUFF 6stk. 699 kr/pk. 998 kr/pk. BANDARÍKIN, AP Sex manns féllu í valinn og tveir særðust eftir að Isaac Zamorra, 28 ára gamall maður, hafði farið um með skot- vopn og hleypt af á fólk sem varð á vegi hans í Washingtonríki, vest- ast í Bandaríkjunum. Zamorra hafði setið hálft ár í fangelsi fyrir fíkniefnamisferli, en var látinn laus 6. ágúst síðast- liðinn. Móðir hans, Dennise Zam- orra, segir hann alvarlega veikan á geði, en ekkert hafi gengið að fá handa honum þá læknishjálp sem nauðsynleg hefði verið. „Ég vildi að það hefði verið hann eða ég sem hefðum verið drepin,“ sagði hún. „Við erum gjörsamlega miður okkar vegna fjölskyldn- anna.“ Meðal hinna látnu var lögreglu- kona, sem hafði áður reynt að hjálpa fjölskyldu Zamorras. „Hún vissi nákvæmlega hvað við þurft- um að ganga í gegnum. Hún sagði að bróðir sinn væri að ganga í gegnum það sama,“ sagði móðir Zamarras. Zamorra myrti fólk á nokkrum stöðum í nágrenni smábæjarins Alger. Þegar lögregla kom á vett- vangi lagði Zamorra á flótta á bif- reið sinni og upphófst þá eltinga- leikur á þjóðvegum þar sem ekið var á allt að 145 kílómetra hraða. Fyrstu skotunum var hleypt af um klukkan tvö eftir hádegi, en hálfum öðrum tíma síðar gaf Zam- orra sig loks fram á lögreglustöð Skagit-sýslu í Mount Vernon. - gb Andlega veikur Bandaríkjamaður varð sex manns að bana: Harmleikur í Washingtonríki ZAMORRA HANDTEKINN Zamorra gaf sig sjálfur fram við lögregluna eftir langan eltingarleik um þjóðvegina í Skagit- sýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKA Norðurhluti Atlantshafsins verður sífellt meira spennandi hvað olíuleit og olíuvinnslu varð- ar, enda gerir hátt olíuverð og betri tækni það nú mögulegt að vinna olíu og gas á meira dýpi en áður. Olíuleit á sér stað á nokkrum svæðum í norðanverðu Atlants- hafi, austan við Grænland og við Noregsstrendur, og þótt gjöful. Við Grænland hefur norska olíu- fyrirtækið Statoil Hydro fengið það hlutverk að gera yfirborðs- rannsóknir, svipaðar þeim sem þegar hafa átt sér stað á Dreka- svæðinu. Við Grænland eru erfið- leikar við rannsóknir og vinnslu af völdum hafíss, bæði borgaríss og hafísþekju, yfir veturinn en á strönd Grænlands sjást merki um að þar sé olíu að finna. Norðmenn hafa unnið olíu og gas fyrir utan Stafangur og Björg- vin og verið að fikra sig norður eftir. Fyrir utan Mæri hefur aðal- lega fundist gas. En í Barentshafi hefur fundist gas og er talið að þar sé einnig olíu að finna. „Þeir hafa gjarnan viljað skoða olíu á Lófóten en þar er andstaða við olíuvinnslu vegna fiskveiða.“ segir Kristinn Einarsson, deildar- stjóri hjá Orkustofnun og einn helsti olíusérfræðingu Íslendinga. „Þeir eru samt að gera jarðeðl- isfræðilega leit þar. Síðan hafa þeir skoðað svæði í Barentshafi og fundið gas. Gasið virðist vera þeim mun meira eftir því sem norðar dregur en hvort það á við um Jan Mayen-hrygginn veit ég ekki.“ Þyrfti leiðslu í land Líklegt þykir að Drekasvæðið hafi að geyma olíu og gas, til þess benda margar stórar og litlar holur á botni svæðisins sem hefur verið kortlagður. Ef aðeins er um gas að ræða þarf fundurinn að vera stærri en ef um olíu er að ræða því meiri fjárfestingu þarf til að nýta gasið. „Þetta er svo langt úti í hafi að það þyrfti að leggja leiðslu í land og svo eru í þróun aðferðir til að vinna gas og þjappa, til dæmis um borð í skipi,“ segir Kristinn. Aðstæður þykja um margt erf- iðar þó að Drekasvæðið þyki „rólegheitasvæði,“ að sögn Krist- ins. Drekasvæðið er langt frá landi, lítt kannað og utan við helstu siglingaleiðir og veiðisvæði. Það er á heimskautasvæði þar sem langt er um aðdrætti, veður válynd, dagsbirta og skyggni lítið og líklega þokusælt á sumrin. Þó hafís virðist ekki vera algengur megi búast við lagnaðarís og borg- arísjökum. Straumar eru hinsveg- ar ekki sterkir og öldurnar ekki háar. Kristinn segir að þetta sé í og með vegna þess að veikur hringstraumur sé á svæðinu. Í skýrslunni Olíuleit á norðan- verðu Drekasvæði frá 2007 er bent á að lífríki sé snauðara á úthafinu en við Íslandsstrendur en dýrasvif sé þó viðkvæmt fyrir olíumengun. Ríkisstjórnin stendur fyrir útboði sérleyfa til leitar, rann- sókna og vinnslu á olíu og gasi um miðjan janúar. Til undirbúnings hittast vísindamenn og starfs- menn olíufyrirtækja á olíuráð- stefnu á Íslandi í dag og á morgun en þetta er fyrsta olíuráðstefnan sem haldin er hér á landi. Alls eru hátt í 100 gestir á ráðstefnunni. Kristinn segir að það sé keppi- kefli Íslendinga að rannsaka og finna olíu eða gas á svæðinu þannig að tekjur skapist af olíu og vinnslu í framtíðinni. Ekki sé reiknað með neinum tekjum af sjálfu útboðinu. Spurningin sé miklu frekar hvað fyrirtækin séu tilbúin til að leggja í mikinn kostn- að og fjárfestingar við rannsóknir á svæðinu. Drekasvæðinu hefur verið skipt í 100 reiti og geta fyrirtækin sótt um sérleyfi á hverjum reit. Þau fyrirtæki sem fá úthlutað sérleyf- um senda væntanlega borskip á svæðið í nokkra mánuði. Um veru- legar fjárfestingar er að ræða. Að reka fullkomnustu borskipin kost- ar um 70 milljónir króna á dag. Talið er að ein borhola kosti jafn- virði 8,5 milljarða króna og sé því fimm til tíu sinnum dýrari en dýrustu borholur vegna háhita hér á landi. Stjórnlaus borhola aðaláhættan Rannsóknarleyfin verða úthlutuð til tólf ára með möguleika á fram- lengingu í fjögur ár. Í framhaldi fá fyrirtækin forgang að vinnslu- leyfum til 30 ára. Búast má við að rannsóknir taki minnst fimm ár, ef heppnin er með, en búast má við tíu til tólf árum í rannsóknir. Borað er á 1.000 til 2.000 metra dýpi. Hvað umhverfismálin varðar þá er olíuvinnsla mengandi starfsemi og getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Í skýrslunni frá 2007 kemur fram að megináhættan felst í því að borhola verði stjórn- laus, óhapp verði við geymslu olí- unnar eða olíuflutningaskip verði fyrir skaða þannig að mengunaró- happ verði á svæðinu. Í skýrslunni er bent á að umferð olíuflutninga- skipa fari vaxandi á þessu svæði á næstu árum og því verði hætta á olíumengun þó að ekki verði borað á svæðinu á vegum Íslendinga. Tugir smárra og meðalstórra, aðallega breskra og norskra, olíu- leitarfyrirtækja hafa sýnt Dreka- svæðinu áhuga, þar á meðal norska fyrirtækið Statoil Hydro og íslenska-norska fyrirtækið Sagex sem er meðal annars í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, starfandi stjórnarformanns Norvik. Ísland hefur sérstöðu í olíuleitinni að því leytinu til að ekki er ríkisolíufélag hér á landi heldur er útboðið öllum opið. Sérstaklega má búast við áhuga breskra, bandarískra og norskra fyrirtækja þar sem þau eru vön svipuðum aðstæðum og eru í hafinu við Ísland. Norðmenn eiga eftir að skoða möguleika á olíu sín megin á Jan Mayen-hryggnum og má búast við að það verði gert á næstu árum. Hugsanlegt er að Íslendingar verði að stofna ríkisolíufélag til að geta nýtt sér réttindin Noregs- megin. Kristinn segir að afstaða verði tekin til þess þegar þar að kemur. ghs@frettabladid.is Þetta er svo langt út í hafi að það þyrfti að leggja leiðslu í land. KRISTINN EINARSSON DEILDARSTJÓRI HJÁ ORKUSTOFNUN Hver borhola kostar yfir átta milljarða Olía eða gas á Drekasvæðinu myndi fyrst skila Íslendingum tekjum eftir fimm ár. Ekki er gert ráð fyrir tekjum af leyfisútboði í janúar. Svæðinu verður skipt í 100 reiti og verður hægt að sækja um leyfi til olíuleitar í hverjum þeirra Drekasvæðið GRÆNLAND Síldar- smugan Jan Mayen ÍSLAND FÆREYJAR Olíu- og gassvæði NOREGUR Stafangur Björgvin OLÍA Á ATLANTSHAFI Verið er að leita að olíu undan strönd Grænlands og olíu- vinnsla er hafin við strönd Noregs. Líklegt þykir að olía og gas geti leynst á Dreka- svæðinu sem er talið „rólegheitasvæði“ hvað strauma og veður varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.