Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 18
18 4. september 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Varaforsetaefni Repúblikanaflokksins FRÉTTASKÝRING MAGNÚS SVEINN HELGASON msh@markadurinn.is Forsetakosningar 2008 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að stríðið í Georgíu hafi leitt í ljós mikilvægan sannleika, sem Rússar hafi lengi vonast til að fólk í öðrum löndum áttaði sig á. Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, útskýrði um helgina nánar hvaða kröfur Rússar gera í utanríkismálum, í viðtali sem hann átti við rússneskar sjónvarpsstöðvar. Hvað segjast Rússar vilja? Medvedev sagði utanríkisstefnu Rússlands byggða á fimm meginreglum. Sú fyrsta er að farið verði að alþjóðalögum um samskipti ríkja, önnur er höfnun á yfirburðastöðu Bandaríkjanna í heimsmálum. Sú þriðja er full- yrðing um að Rússar vilji engin átök við önnur ríki. Sú fjórða er yfirlýsing um að það verði forgangsverkefni að verja rússneska ríkisborgara, jafnvel utan landsteina Rússlands, og sú fimmta segir að Rússar hafi sérstakra hagsmuna að gæta á svæðum utan Rússlands. Við hverju má búast? Yfirlýsingar Medvedevs og annarra ráðamanna Rússlands benda varla til þess að þeir hafi áhuga á nýju köldu stríði né vilji einangrast frá umheiminum. Þvert á móti vilja þeir eiga samstarf við önnur ríki á jafnréttisgrundvelli. Þetta er þó háð því skilyrði, að önnur ríki fallist á þá hagsmuni, sem Rússar telja sig þurfa að verja. Hvaða hagsmunir? Medvedev lýsir því yfir að Rússland muni verja Rússa sem búsettir eru í nágrannaríkjum Rúss- lands. „Ákvarðanir okkar í utanríkismálum verða byggðar á þessari þörf. Við munum einnig verja hagsmuni fyrirtækja okkar erlendis,“ sagði hann. Einnig vilja Rússar hafa sitt áhrifasvæði, sem samkvæmt Medvedev tak- markast ekki alfarið við þau ríki, sem eiga landamæri að Rússlandi. Medvedev gerði það lýðum ljóst, að Rússar yrðu vinveittir öllum sem tækju fullt tillit til þessara hagsmuna. Að öðrum kosti mætti búast við átökum. FBL-GREINING: UTANRÍKISSTEFNA RÚSSLANDS Meginreglurnar fimm Val Johns McCain á Söruh Palin kom stjórnmálaskýr- endum vestanhafs mjög á óvart. Ekki var vitað til þess að þau þekktust eða hefðu unnið saman, og Palin er nánast óþekkt og talin reynslulítil. Stuðn- ingsmenn McCains þykjast hins vegar sannfærðir um að tilnefning hennar væri snilldarbragð sem gæti loksins komið McCain fram úr Barack Obama. Á föstudag fyrir viku tilkynnti John McCain, forsetaframbjóð- andi repúblikana, að hann hefði valið Söruh Palin, ríkisstjóra Alaska, sem varaforsetaefni sitt. Stuðningsmönnum McCain þótti valið á Palin klókur leikur, enda er hún ung og að margra mati mjög glæsileg. Að auki bauð Palin sig fram til ríkisstjóra sem baráttu- kona gegn spillingu og sóun almannafjár sem þykir landlæg í Alaska. Repúblikanar vonuðust því til þess að McCain, sem til þessa hefur ekki tekist að ná Obama í könnunum, myndi nú geta snúið taflinu við. Sérstakar vonir voru bundnar við að Palin gæti klofið raðir demókrata með því að ná til sín atkvæðum óánægðra stuðn- ingsmanna Hillary Clinton. Það er hins vegar mikið vafamál hvort sá kjósendahópur sé mjög stór, því ekkert bendir til þess að meðal demókrata sé útbreidd óánægja með valið á Barack Obama sem forsetaframbjóðanda. Sveigja til hægri, ekki inn á miðju Palin er mjög langt til hægri í bandarískum stjórnmálum, tví- mælalaust hægra megin við McCain. Valið á henni mun því síst til þess fallið að auka vinsældir McCains meðal stuðningsmanna Clinton, sem er vinstrisinnaðri en Obama, eða meðal miðjusinnaðra demókrata. Palin er eitilharður andstæðing- ur fóstureyðinga. Haft hefur verið eftir henni að hún sé andsnúin fóstureyðingum í öllum tilfellum, jafnvel þegar um nauðgun eða sifjaspell sé að ræða. Í viðtali við Anchorage Daily News 2006 sagð- ist hún ekki gera undanþágu á þeirri skoðun sinni, jafnvel þótt hennar eigin dóttur væri nauðgað. Þá er Palin þeirrar skoðunar að kenna eigi „sköpunarhyggju“ sam- hliða þróunarkenningunni í líf- fræði í barnaskólum. Óánægðir kjósendur McCains Fréttaskýrendur hafa því bent á að með valinu á Palin sé McCain að biðla til óánægðra kjósenda í eigin flokki, frekar en óánægðra kjósenda Demókrataflokksins. Kristnir íhaldsmenn hafa lengi haft horn í síðu McCains og til- raunir hans í vor til að vinna traust þeirra hafa ýmist mistekist eða endað með ósköpum, samanber fjölmiðlafárið í kringum sjón- varpspredikarana John Hagee og Rod Parsley. McCain hafði sótt stíft að fá opinberan stuðning Hagee og Parsley, en þegar fjöl- miðlar tóku að kanna fortíð og verk þeirra kom í ljós að báðir voru vafasamir ofstækismenn. Stjórnmálaskýrendur töldu það mál sýna að McCain hefði ekki þekkt verk Hagee og Parsley, eða látið hjá líða að kanna feril þeirra. Aðrir héldu því fram að málið vekti alvarlegar spurningar um hvernig McCain tæki ákvarðanir. Frekar en að stýrast af skýrum grundvallarhugsjónum virtust ákvarðanir hans stjórnast af hvat- vísi og skammtímahagsmunum. Dómgreind McCains dregin í efa Umfjöllun fjölmiðla um Palin síðan á föstudag virðist renna stoðum undir þessa mynd. Þó að talsmenn McCains staðhæfi að fortíð Palin hafi verið þaulkönnuð bendir ekkert til að svo sé. Rep- úblikanar í Alaska segja til dæmis að fulltrúar McCains, sem áttu að kanna feril Palin, hafi ekki komið til Alaska fyrr en degi áður en hún var kynnt sem varaforsetaefni flokksins. Þá komst dagblaðið Washington Independent að því að enginn hefði leitað til bæjarskrif- stofu Wasilla, þar sem Palin var bæjarstjóri um nokkurra ára skeið, um gögn eða upplýsingar frá valdatíma hennar. Vitað er að McCain og Palin þekkjast lítið og hafa aldrei unnið saman. McCain mun aðeins hafa rætt við Palin einu sinni eða tvisv- ar áður en hann valdi hana sem varaforsetaefni sitt. Þó að staða varaforseta sé valda- lítið embætti samkvæmt stjórnar- skrá Bandaríkjanna hefur það orðið mun mikilvægara í tíð tveggja síðustu forseta, og liggur við að Dick Cheney hafi í raun starfað sem aðstoðarforseti Bush. Þá mun McCain, ef hann nær kjöri, verða elsti forseti í sögu Banda- ríkjanna, og í ljósi þess að Palin mun taka við sem forseti landsins falli hann frá, er því eðlilegt að spurt sé hvaða eiginleikum McCain hafi leitað að í fari Palin. Flestir stjórnmálaskýrendur vest- anhafs telja að McCain hafi valið frambjóðanda sem hann teldi lík- legastan til að vinna sér inn atkvæði, frekar en varaforseta sem gæti tekið við af sér. Í ljósi þess hversu slæma umfjöllun Palin hefur fengið virðist það hafa verið afleikur. Stjórnmálabloggarar, aðallega á vinstri vængnum, en þó einnig til hægri, hafa því spurt hvort hægt sé að treysta dómgreind McCains. Af hverju valdi McCain Palin? En þá vaknar spurningin af hverju McCain valdi Palin. Heimildir segja að McCain hafi fram á síð- ustu stundu haldið í þá von að hann gæti valið náinn vin sinn, Joe Lieb- erman, fyrrverandi demókrata og öldungadeildarþingmann Conn- ecticut, eða Tom Ridge, fyrrum ríkisstjóra Pennsylvaníu. Hægri vængur flokksins hafði hins vegar hafnað báðum, þar sem þeir eru fylgjandi rétti kvenna til fóstur- eyðinga. Að sögn heimildarmanna New York Times hafnaði McCain Mitt Romney, fyrrum ríkisstjóra Massachusetts, og Tim Pawlenty, ríkisstjóra Minnesota, sem „of augljósum“. Ákvörðunin um Palin hafi í raun verið tekin á síðustu stundu. Afleikur eða snilldarútspil „Það var orðið allt of þröngt um alla starfsemi og starfsfólk í gamla húsnæðinu á Hverfisgötu,“ segir Katla Þorsteinsdóttir, stjórnarfor- maður Alþjóðahússins. Starfsemi Alþjóðahússins hefur verið flutt í nýtt húsnæði að Laugavegi 37. Að sögn Kötlu er nýja húsnæðið ekki mikið stærra en hið gamla í fermetrum talið, en mun rýmra sé um alla starfsemi. Þar verði meðal annars afar rúmgóð móttaka, þar sem fólk getur fengið sér sæti, skoðað bækur og blöð og kynnt sér starfsemi hússins. Alþjóðahúsið hefur á árinu opnað útibú í Breiðholti og á Akur- eyri. - kg Alþjóðahús flutt á Laugaveginn: Of þröngt í gamla húsinu LAUGAVEGUR 37 Hýsir nú starfsemi Alþjóðahúss. ■ Palin hefur verið sökuð um að hafa rekið yfirmann ríkislögreglu Alaska þegar sá hinn sami neitaði að reka lögregluþjón sem var nýskilinn við systur Palin. Palin hefur neitað þessu, en rannsókn hefur sýnt að aðstoðarmenn hennar hringdu á þriðja tug símtala í skrifstofu ríkislög- reglunnar vegna málsins. Palin hefur nú ráðið lögfræðing vegna málsins, og að auki krafist þess að opinberri rannsókn þess verði hætt. ■ Palin hefur verið sökuð um að hafa verið meðlimur í sérkennileg- um öfgaflokki, „Sjálfstæðisflokki Alaska“, en stofnandi hans fordæmdi Bandaríkin og sagðist hata ríkisstjórn þeirra. Palin neitar þeim ásökunum, en eiginmaður hennar var skráður meðlimur flokksins frá 1995 til 2002. ■ Ed Kalnins, prestur í kirkju Palin, hefur staðhæft í messu að þeir sem gagnrýna George Bush fari til helvítis. ■ Stuðningsmenn McCains hafa sagt að Palin hafi barist gegn sóun á almannafé, og sérstaklega alræmdri brúarsmíð í Alaska. Brúin, sem átti að kosta um 400 milljónir Banda- ríkjadali, og þjónaði litlum tilgangi, var kölluð „the bridge to nowhere“. Hið sanna er að Palin barðist fyrir því að brúin yrði reist þar til brúarsmíðin var orðin að aðhlátursefni í fjölmiðl- um. Brúarsmíðin var meira að segja eitt af kosningamálum Palin þegar hún bauð sig fram til ríkisstjóra 2006. ■ Ólíkt því sem talsmenn McCains hafa haldið fram, þá hefur Palin haft náin tengsl við öldungadeildarþing- mann ríkisins, repúblikanann Ted Stevens, sem hún varði opinberlega eftir að hann var ákærður fyrir mútu- þægni og spillingu. NOKKUR VANDRÆÐAMÁL SÖRUH PALIN JOHN MCCAIN KYNNIR SÖRUH PALIN SEM VARAFORSETAEFNI SITT Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa spurt hvort Palin muni draga sig til baka sem varaforsetaefni McCain. Slíkt gerðist síðast fyrir 36 árum þegar George McGovern, frambjóðandi demókrataflokksins skipti um varaforsetaefni. McGovern tapaði fyrir Richard Nixon með miklum mun. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.