Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 52
32 4. september 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐA Halldóra Thoroddsen skrifar um skipulagsmál Gott borgarskipulag sparar sálfræðikostnað. Gott borg- arskipulag sparar eldsneytis- kostnað. Gott borgarskipulag lækkar heilbrigðiskostnað. Gott borgarskipulag minnkar mengun. Gott borgarskipulag er ein for- senda þeirra breytinga sem við þurfum að takast á við á næstu áratugum. Við þurfum að tengja sundrað- an heim sem hefur aftengst í blindri tæknihyggju. Við getum ekki lengur hugsað um heilbrigð- iskerfi án tillits til daglegs hegð- unarmynsturs sem á stóran þátt í líkams-, sálar- og félagsheilsu. Atvinnu- og fjármálalífið getur ekki lengur gengið blint og firrt á náttúruna, þar þarf að huga að mannúð, siðferði og umhverfi. Svona mætti áfram telja. Lausn- irnar þurfa að taka til sálar, sið- ferðis og efnisheims. Þessi teng- ing er brýnasta verkefni sam- tímans. Gott borgarskipu- lag snýst ein- mitt um þetta þrennt. Mann- úðlegt borgar- skipulag tekur mið af mannin- um, menningu hans og afkomu. Þéttleiki byggðar er forsenda heilbrigðs borgarlíkama. Í hæfilegum þétt- leika er hægt að bjóða upp á versl- un í göngufæri og góðar almenn- ingssamgöngur. Því fleiri íbúar þess fleiri kúnnar. Nýting á grunnþjónustu verður betri, vatns- og rafmagnslagnir styttri, notkun einkabílsins minni. Umhverfið verður skemmtilegra með fólki á kreiki, lífið léttara. Reykjavík er ákaflega sorglegt dæmi um vestræna bílaborg með öllum þeim ókostum sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Kostnaði í formi vegakerfis, lagna, elds- neytis og tíma. Þjáninga í formi einmanaleika, hreyfingaleysis, bílslysa, mengunar og óhagræðis. Tvær milljónir Parísarbúa byggja jafn stórt svæði og rúmt hundrað þúsund Reykvíkinga kemst af með, svo dæmi sé tekið til saman- burðar. Hugtakið þétting byggðar hefur verið gróflega misnotað í íslenskri borgarpólitík. Hugtakið var yfir- skrift síðasta aðalskipulags borg- arinnar en var notað þar sem innantómt skrautyrði. Með upp- byggingu hinna nýju úthverfa sem það fól í sér og nú eru að verða að veruleika, fækkar íbúum á hektara úr 16 í 14 til ársins 2024 og eknum kílómetrum fjölgar um 15% á hvern íbúa. Á skipulags- tímabilinu minnkar þéttleikinn öfugt við yfirskrift skipulagsins. Við horfum dofin á framganginn. Hugtakið hefur hins vegar oft verið nýtt í þágu niðurrifsafla í þéttasta borgarhluta Reykjavík- ur til þess að uppræta fortíð okkar. Í borgarstjórnarumrótinu sem við erum farin að umbera sem náttúrufyrirbæri, snýst umræð- an ekki um þessar nauðsynlegu tilvistarspurningar heldur um menn og völd. Sjálfstæðisflokkur fórnaði flugvallarflutningi fyrir völd í síðasta umbroti og félags- hyggjuflokkarnir hafa á ögur- stundu alltaf lúffað fyrir sam- gönguráðherrum sem virðast líta á það sem köllun sína að standa í vegi fyrir eðlilegri borgarþróun. Eftir síðustu nýbyggingahol- skeflu heiðabýla stöndum við nú frammi fyrir orðnum hlut, skað- inn er skeður. Viðvörunarraddir hafa ekki mátt við sérhagsmun- um og eða vanahugsun. Framtíðarspár reikna þó með miklu byggingarmagni á höfuð- borgarsvæðinu næstu áratugi þótt hægst hafi á í bili. Í kreppum gefst tími til að staldra við og losa sig við gamla hugmyndafræði sem hefur gefist illa og skapað okkur ákaflega óhagstæða og mannfjandsamlega umgjörð. Nútíma byggðarsjónarmið þurfa að verða leiðarljós næstu skrefa í borgarmálum, hvar í flokki sem fulltrúar okkar standa, hvort sem þeir hallast til vinstri eða hægri. Það þarf að byggja innávið, þétta byggð, til þess að sjálfsögð borg- arstarfsemi svo sem strætó og þjónusta í hverfum fái þrifist. Um þessar mundir er rætt um framtíð almenningssamgangna, hagræðingu og fækkun ferða. Það er segin saga að þegar strætó er til umræðu er eilíft tönglast á tapi og styrkjum en margfaldan kostn- að við einkabílinn kjósum við að kalla framkvæmdir en ekki tap og styrki. Það vekur furðu upp- lýstra þegna að fulltrúar þeirra ræða málefnið í fullkomnu tóma- rúmi og tengja vandamálið ekki við orsök vandans: hina dreifðu byggð höfuðborgarsvæðisins. Um leið og sjúklingurinn strætó fær bráðaþjónustu, er nauðsyn- legt að einhenda sér í að uppræta orsök sjúkdómsins og ákveða næstu alvöru skref að mannúð- legu borgarskipulagi. Höfundur er rithöfundur. Heilbrigður borgarlíkami HALLDÓRA THORODDSEN UMRÆÐAN Margrét Jónsdóttir skrifar um sorp- eyðingu Nú liggur á borði bæjarstjórnar, beiðni frá forráðamönnum Sementsverk- smiðjunnar, um leyfi til 24 ára, ekki bara til sementsframleiðslu heldur líka til sorpbrennslu. Brenna á hinn ýmsa úrgang svo sem eins og alla ónýta hjólbarða landsmanna, lífrænan úrgang (hræ?) olíu og margt fleira, þó ekki kjarnorkuúrgang. Auk þess má geyma rusl um ákveðinn tíma í verksmiðjunni. Til glöggvunar skal bent á það að verksmiðjan er við Langasand, útivistarparadís okkar og svona nokkurn veginn á mörkum gamla og nýja bæjarins. Hinn hái strompur sér um að úða úrgangi í tuga metra radíus svo megnið af íbúunum kemur til með að fá rykagnirnar beint í nös. Fyrir höfum við illa lyktandi reyk frá fiskimjöls- og hausaverksmiðjum. Breytilegar vindáttir sjá um að enginn hér á neðri Skaga verði útundan. Allir fá sinn skammt af ógeðinu. Nú þegar hefur umhverf- isnefnd bæjarins hafnað með öllu þessari beiðni en sagt er að bæjarstjórnarmenn séu mjög veikir fyrir grilllyktinni frá þessu lífræna. En það er nú bara vonandi kjaftasaga. Hver einasti maður sem ég hef talað við er mótfallinn þessari væntanlegu ruslageymslu og sorpeyðingarstöð. Það liggur í augum uppi að svona atvinnustarfsemi í miðjum bæ, við fallegu sandströndina okkar, kemur ekki til með að laða ferðafólk til bæjarins. Þetta mun verða rothögg á allar svoleiðis hugleiðingar. Við hrópum upp við öll tækifæri að Ísland sé fallegasta land í heimi með hreinu og tæru lofti. En þvílíkt bull, því flestir fiskibæir á landinu eiga við sama vandamál að stríða, nefnilega ódauninn frá fiskiverk- smiðjum. Margir eru að vísu sáttir við hann, eru fæddir og uppaldir í honum og þekkja ekkert annað. Peningalykt kalla þeir fnykinn. En fólk á mínum aldri, börnin okkar og barnabörn eru ekki hrifin, okkur finnst við hafa rétt á hreinu lofti. Allar illa lyktandi verksmiðjur eiga að vera mjög afsíðis frá íbúðabyggð. Nú vona ég bara að bæjarstjórnin beri gæfu til að hafna þessari beiðni með öllu, þó svo að sem- entsframleiðslan verði þarna áfram, þó að þetta barn síns tíma sé á kolvitlausum stað. (Vildi óska að einhver ríkur karl mundi kaupa hana til niðurrifs og byggja í staðinn flott strandhótel.) Og svo vona ég líka að íbúarnir láti í sér heyra. Það er ekki nóg að ein og ein rödd heyrist, allir óánægðir verða að gera vart við sig. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Sorpeyðingarmiðstöð Íslands? Um réttarstöðu aldraðra UMRÆÐAN Margrét Margeirs- dóttir skrifar um hagsmuni aldr- aðra Á undanförnum misserum hefur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni leitað til umboðsmanns Alþingis varðandi mál sem snerta réttarstöðu aldraðra og stjórnsýslu mál- efna þeirra. Félagið hefur einnig hvatt skjólstæðinga sína til að leita til umboðs- manns þegar þeir telja á sér brotið. Nýlega barst félaginu afrit af bréfi sem umboðsmaður hefur sent til heilbrigðisráð- herra og félags- og trygginga- málaráðherra. Í upphafi bréfs- ins sem er 29 blaðsíður, fjallar umboðsmaður um tilefni þess, en þar kemur fram að honum hafi borist ýmis erindi og kvartanir síðastliðin þrjú ár sem hafa beinst að tilteknum álitaefnum sem varða réttar- stöðu aldraðra og stjórnsýslu málefna þeirra þ.e. einstakl- inga sem hafa náð 67 ára aldri. Þessi erindi hafa m.a. beinst að: a) grunnfjárhæð ellilífeyr- is, b) ákvörðunum Trygginga- stofnunar ríkisins um niður- fellingu ellilífeyris og greiðslu vasapeninga þess í stað, sam- kvæmt ákvæðum laga um almannatryggingar, c) þátt- töku vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum í dvalar- kostnaði samkvæmt ákvæðum sömu laga, d) aðbúnaði aldr- aðra á stofnunum og í húsnæði fyrir aldraða og eftirliti stjórn- valda með þeim málum, e) kaupum aðstandenda á aðstoð og viðbótarþjónustu inn á hjúkrunarheimili. Varðandi þessi atriði kemur fram að umboðsmaður hefur staðnæmst við og skoðað sér- staklega: Í fyrsta lagi: hvort þau ákvæði laga og reglna sem gilda um þessi mál uppfylli þær kröfur sem leiða af Stjórn- arskrá Íslands og þeim alþjóða- skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að fylgja. Í öðru lagi hvort stjórnsýsluleg meðferð þess- ara mála uppfylli þær kröfur sem leiða af lögum og reglum um stjórnsýsluna þ.m.t. stjórn- sýslulög, ef þau eiga við og óskráðar grundvallarreglur stjórnsýslunnar. Í fyrri hluta bréfsins er fjallað ítarlega um lagaáskilnaðar- reglu stjórnarskrár- innar og fjölþjóðlega samninga og m.a. vísað í félagssátt- mála Evrópu varð- andi efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi, en Ísland fullgilti samn- inginn 1976. Enn- fremur er vísað til samþykktar Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar um félags- legt öryggi, og skyldu til að tryggja tryggðum viðunandi ellilífeyri. Í sambandi við elli- lífeyri hefur umboðsmaður kannað á hvaða forsendum grunnfjárhæð ellilífeyris var ákvörðuð með lögum nr. 117/1993 og nú lög nr. 117/2007 um almannatryggingar. Er það fróðleg og áhugaverð athug- un. Í síðari hluta bréfsins fjallar umboðsmaður m.a. um stöðvun bóta almannatrygginga vegna sjúkrahúsvistar eða dvalar á hjúkrunarheimilum, og eftirlit stjórnvalda með þjónustu á slík- um stofnunum, greiðsluhlut- deild vistmanna í dvalarkostn- aði, úrræði vistmanna og aðstandenda þeirra vegna athugasemda við aðbúnað og þjónustu. Greint er frá sam- skiptum umboðsmanns við stjórnvöld þ.á m. við heilbrigð- isráðuneyti og Tryggingastofn- un ríkisins varðandi öflun upp- lýsinga. Ennfremur er skýrt frá nokkrum erindum sem umboðs- manni hafa borist m.a. vegna aðbúnaðar og þjónustu við aldr- aða á hjúkrunarheimilum. Hér er ekki rými til að fara fleiri orðum um bréf umboðs- manns Alþingis, þó að það gefi vissulega tilefni til, en Félag eldri borgara fagnar þessu frumkvæði hans og skorar jafn- framt á stjórnvöld að taka athugasemdir og gagnrýni hans til greina við endurskoðun laga um almannatryggingar sem og stefnu og framkvæmdir í mál- efnum aldraðra. Það er sannar- lega kominn tími til. Einnig eru eldri borgarar hvattir til að kynna sér bréf umboðsmanns en það er að finna á heimasíðunni www. umbodsmaduraltingis.is Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.