Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 12
12 4. september 2008 FIMMTUDAGUR REYKJAVÍK Tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa um að gera grein fyrir heildarlauna- greiðslum, ferða- og dagpeninga- kostnaði, risnu- og veislukostnaði, símgreiðslum og öðrum kostnaði borgarinnar vegna embættis- manna og borgarfulltrúa árin 2005-2008 hefur verið vísað til borgarráðs að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra. Hanna Birna sagði á borgar- stjórnarfundi í fyrradag að efnislega sama tillaga lægi fyrir borgarráði og lagði því til að henni yrði vísað þangað. - ghs Borgarstjórn: Tillaga Ólafs F. til borgarráðs GEORGÍA, AP Evrópuþingið hvatti í gær Rússa eindregið til að kalla allt herlið sitt frá Georgíu, og gagn- rýndi jafnframt harðlega notkun á klasasprengjum, sem bæði Rússar og Georgíumenn virðast hafa beitt í stríðinu sem braust út í síðasta mánuði. Stjórnmálasambandi milli Georgíu og Rússlands hefur nú alfarið verið slitið, en það bitnar helst á Georgíumönnum sem eiga ættingja í Rússlandi og fá nú ekki vegabréfsáritun þangað. Bandaríkjamenn sendu í gær þriðja herskip sitt inn á Svartahaf áleiðis til Georgíu að flytja þangað hjálpargögn, við litla hrifningu rússneskra stjórnvalda. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita milljarð dala til aðstoðar Georgíu, en til Suður-Oss- etíu streyma hins vegar rússneskir byggingaverkamenn hundruðum saman til að byggja upp Tskhin- vali, höfuðborg héraðsins sem fyrst Georgíumenn og síðar Rúss- ar eyðilögðu að stórum hluta með sprengjuregni í síðasta mánuði. „Hún verður fegurri en nokkru sinni,“ segir einn verkamannanna, Igor Semjonov, sem er stoltur af að taka þátt í uppbyggingunni. Rússar hafa árum saman dælt fé í bæði Suður-Ossetíu og Abkasíu, héruðin tvö sem vilja segja skilið við Georgíu þótt ekkert annað ríki en Rússland hafi viðurkennt það. Margir búast við að á næstu árum muni Rússar innlima annað þeirra eða bæði. - gb Bæði Rússar og Georgíumenn beittu klasasprengjum í stríðinu stutta: Uppbyggingarstarf að hefjast EYÐILEGGINGIN ER MIKIL Þessi kona í Tskhinvali á mikið verk fyrir höndum að koma heimili sínu í samt lag á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HANGIR Í HÁKARLAÖNGLUM Alice Newstead heitir hún, þessi gjörninga- listakona, sem hangir í hákarlaönglum í glugga sápuverslunar í London til þess að mótmæla hákarlaveiðum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Embætti ríkissaksókn- ara hefur gefið út ákæru á lögreglumann sem tók unglingspilt kverkataki í 10-11 verslun í Grímsbæ í lok maí. Lögreglumað- urinn er sakaður um líkamsárás og brot í opinberu starfi, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Myndband af atvikinu var birt á vefnum YouTube. Þar sást lögreglumaðurinn ráðast á piltinn eftir að hafa beðið hann um að tæma vasa sína. Lögreglumaðurinn var enn við störf í gær, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. - jss Embætti ríkissaksóknara: 10-11 lögreglu- maður ákærður MYNDBANDIÐ Á myndbandinu sást lögreglumaðurinn taka unglinginn kverkataki. SAMFÉLAGSMÁL Bætur til manna sem vistaðir voru á Breiðavíkur- heimilinu verða á bilinu 375 þús- und til rúmra tveggja milljóna samkvæmt lagafrumvarpi forsæt- isráðherra sem lagt verður fyrir Alþingi á næstunni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru bæturnar miðaðar við dóma á Íslandi þar sem bætur hafa verið dæmdar til þolenda langvarandi og alvarlegra kyn- ferðisbrota. Breiðavíkursamtökin eru ósátt við aðferðafræðina sem notuð er við útreikninga bótanna og vilja að bæturnar séu hátt í tífalt hærri. Samtökin vilja að fyrrverandi vistmenn fái greitt fyrir þær vinnustundir sem þeir unnu á Breiðavíkurheimilinu. „Mér finnst þetta ekki stjórn- völdum sæmandi,“ segir Bárður R. Jónsson, formaður Breiðavík- ursamtakanna. Hann segir samtökin hafa fund- að með lögfræðingum forsætis- ráðuneytisins þar sem þeim var kynnt frumvarpið. Lögmaður þeirra hafi svo verið boðaður á fund þar sem kom fram að tillögur Breiðavíkur- samtakanna hafi ekki verið teknar til efnis- legrar meðferð- ar. „Á þessum fundi mátti auð- veldlega draga þá ályktun að þeir myndu halda áfram í sama farvegi,“ segir Bárður Hann minnist þess að Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra hafi nefnt það að fara sömu leið og farin hefur verið í Noregi. Þar sé löng hefð fyrir því að þingið ákveði bætur til handa þeim sem telji þjóðfélagið hafa brotið á sér með einhverjum hætti. Í sambærilegum málum í Noregi séu bætur hinsvegar nálægt 15 milljónum íslenskra króna. Bárði finnst réttlætanlegt að bótaupphæð sé um 15 milljónir. „Það er upphæð sem skiptir máli en það er alltaf snúið að greiða bætur,“ segir Bárður. Breiðavíkursamtökin funduðu í gær og segir Bárður fundar- menn hafa verið reiða og slegna. Þeir vonist þó til frekari umræðu í þjóðfélaginu, að hún verði opin og almenn en ekki í bakherbergj- um. „Málið er viðameira en svo að við náum utan um það. Þetta er dökkur blettur í sögu þjóðar- innar og umræðan er þjóðfélags- ins.“ olav@frettabladid.is Breiðavíkursamtökin vilja allt að tífalt hærri bætur Breiðavíkursamtökin eru ósammála aðferðarfræði sem beitt er til útreikninga á bótum til fyrrum vist- manna á Breiðavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tekur upphæð bóta mið af dómum Hæstaréttar Íslands þar sem bætur eru dæmdar til handa þolendum langvarandi og alvarlegs kynferðislegs ofbeldis. BREIÐAVÍK Á Breiðavíkurheimilinu voru drengir á aldrinum sjö til sextán ára vistaðir á árunum 1953 til 1979 en síðustu sex árin voru stúlkur einnig vistaðar þar. BÁRÐUR RAGNAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.