Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 78
58 4. september 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Á heima- vistinni minni seinasta mánuð borð- aði ég brauð með osti og sultu, hafra með rúsínum og mjólk og fékk mér glas af appelsínudjús. Minn fyrsti kost- ur væri krossant og skyrdrykkur. Annars borða ég það sem ég finn.“ Oddvar Örn Hjartarson listamaður. LÁRÉTT 2. grunnflötur, 6. frá, 8. stúlka, 9. hlaup, 11. voði, 12. hestur, 14. korr, 16. tveir eins, 17. gerast, 18. stansa, 20. tveir, 21. flokka. LÓÐRÉTT 1. gól, 3. hljóm, 4. fugl, 5. af, 7. ávöxt- ur, 10. hamingja, 13. á nefi, 15. sá, 16. náinn, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. gólf, 6. af, 8. mær, 9. gel, 11. vá, 12. gráni, 14. snörl, 16. kk, 17. ske, 18. æja, 20. ii, 21. raða. LÓÐRÉTT: 1. gagg, 3. óm, 4. lævirki, 5. frá, 7. ferskja, 10. lán, 13. nös, 15. leit, 16. kær, 19. að. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heldur til Alaska og Síberíu á næstunni til að mynda fyrir væntanlega bók sína. Fjallar hún um áhrif hlýnunar jarðar á lifnaðarhætti inúíta og gengur undir vinnuheitinu Last Days of the Arctic, eða Síðustu dagar norðurheimskautsins. Textahöfundur bókar- innar er Skotinn Mark Nuttal, prófessor í mannfræði, sem er einn helsti sérfræðingur heims í menningu og lifnaðarháttum inúíta. „Ég hef farið ég veit ekki hvað margar ferðir og myndað með veiðimönnum. Manni verður kalt þegar maður fer að rifja þetta upp,“ segir Ragnar. „Þetta er heimur sem er að breytast mjög hratt og sumt af þessu verður ekkert gert aftur.“ Ragnar segir að hlýnun jarðar sé nokkuð sem allir verði að horfast í augu við. „Hún er veruleikinn hvort sem það er af mannavöldum eða ekki.“ Fyrr á árinu myndaði hann á Baffin-eyju í Kanada fyrir bók sína og komst þar í tæri við ísbirni. „Ísbjörninn er svolítil skræfa og hleypur yfirleitt frá þér en ef hann er svangur ræðst hann á þig,“ segir Ragnar, sem sá einnig fyrsta ísbjörninn sem steig hér á land í sumar. „Ég flaug yfir hann en var ekki sá sem var kærður. Ég fór svo hátt yfir hann því ég þorði ekki að styggja hann. Svo fór einhver daginn eftir og fór þá rétt yfir hausinn á honum og þá varð allt vitlaust,“ segir ljósmyndarinn knái og hlær. Bók Ragnars, sem verður tilbúin næsta vor, er unnin af nýrri bókaútgáfu Kristjáns B. Jónassonar og Snæbjarnar Arngrímssonar, Crymogea ehf. Er hún framleidd með alþjóðlega útgáfu í huga og standa nú yfir viðræður við erlend forlög um að gefa hana út víða um heim. - fb Bók um inúíta og jarðhlýnun Á SLÓÐUM INÚÍTA Ragnar Axelsson hefur lent í ýmsum ævintýrum í ferðalögum sínum með inúítum eins og sjá má í væntanlegri ljósmyndabók hans. Tökur á þættinum Singing Bee, sem Skjár einn tekur til sýninga 19. september næstkomandi, hefjast í næstu viku. Í honum verður meðal annars að sjá lif- andi hljómsveit og dansara, auk þáttastjórnandans Jóns Jóseps Snæbjörnssonar, sem er best þekktur sem Jónsi. Það er hljóm- sveitin Buff sem mun leika fyrir áhorfendur. „Við verðum með tíu þætti og í hverjum þætti keppa tveir sex manna hópar frá mismunandi fyrirtækjum,“ útskýrir Jónsi. „Þau keppa um titilinn Singing Bee-meistarinn og eiga mögu- leika á því að vinna sér inn hálfa milljón í beinhörðum peningum,“ útskýrir hann. Keppendum er falið að botna lagatexta, bæði íslenska og erlenda, en þurfa ekki að þenja raddböndin. „Hvaða fullkomlega laglausi einstakling- ur sem er getur malað bæði óperusöngvara og poppara í þess- um leik,“ segir Jónsi og hlær við. „Fólk þarf ekki að syngja, bara fara með réttan texta.“ Þættinum verður þannig hátt- að að liðin etja kappi þar til aðeins einn úr hvoru liði stendur eftir. Þeir heyja þá einvígi og sá sem verður Singing Bee meistarinn fær þá áskorun í formi sjö laga. „Ef hann getur botnað fimm af þeim sjö textum fær hann hálfa milljón í vasann,“ útskýrir Jónsi. Alls gæti verðlaunaféð í þáttun- um því farið í fimm milljónir. Jónsi segir undirtektir hafa verið gríðarlega góðar. „Þetta verða tut- tugu hópar og það er löngu búið að stútfylla þau pláss, held ég,“ segir hann. - sun Singing Bee mjög vel tekið „Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir húðflúrarinn Jón Páll Hall- dórsson, eða Nonni tattú, sem fékk fyrstu verðlaun á árlegri tattúráðstefnu í Stokkhólmi um síðustu helgi. Með honum í för voru félagar hans hjá Íslenzku húðflúrstofunni, þeir Fjölnir Bragason og Búri. Jón Páll fékk verðlaunin fyrir besta litatattúið en keppt var í um tíu mismunandi flokkum. Alls tóku um eitt hundrað húðflúrarar frá 22 löndum þátt í ráðstefnunni, sem telst vera sú stærsta á Norð- urlöndunum. Jón var búinn að gefa upp alla von um verðlaunasæti eftir að til- kynnt hafði verið um þriðja og annað sætið, þegar nafn hans var allt í einu kallað upp. „Það er mjög góð tilfinning að sigra á svona stóru móti eins og þessu. Þetta var í fyrsta sinn sem við vorum þarna og ég grét eins og fegurðardrottning... eða svona næstum því,“ segir hann, ennþá í sigurvímu. Sigurlaunin fékk Jón fyrir risa- stórt húðflúr sitt á íslenskri stúlku sem tók eitt og hálft ár í vinnslu. Nær það alla leið frá læri og upp að brjósti. Lagði hann lokahönd á húðflúrið á ráðstefnunni. „Hún kom út og hitti okkur og ég kláraði það og setti hana í keppnina,“ segir Jón, sem húðflúraði íslenska fastakúnna sína alla helgina ásamt þeim Fjölni og Búra. Einnig var með þeim á bás náungi frá Kaup- mannahöfn að nafni Alex sem þykir sérlega fær í sínu fagi. Jón Páll segir þá félaga hafa lært mikið á ráðstefnunni. „Maður kynnist fólki sem er í bransanum og sér mismunandi nálganir. Standarinn þarna úti er mjög hár og þegar maður kemur heim fær maður þennan „metnaðarbúst“ til að gera meira og betur, það er líka mikils virði,“ segir hann. freyr@frettabladid.is JÓN PÁLL HALLDÓRSSON: GRÉT EINS OG FEGURÐARDROTTNING Varð tattúmeistari í Svíþjóð Undirbúningur fyrir Villa Vill-stór- tónleikana í Höllinni 10. október stendur nú sem hæst. Miðasala hefst í fyrramálið klukkan tíu á Miði.is en gestir munu fá óvæntan glaðning á tónleikunum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur söngv- arinn Jóhann Vilhjálmsson bæst í hóp stórsöngvara á borð við Björgvin Halldórsson og Stefán Hilmarsson sem syngja munu í Höllinni. Jóhann er sonur Villa Vill og mun hann syngja lagið Lítill drengur sem einmitt var samið um hann. Jóhann starfar dags daglega hjá Vodafone en hefur undan- farið verið í þjálfun hjá Magnúsi Kjartanssyni og þykir fantagóður söngvari. Tónlistarmaðurinn André Bach- mann fékk heldur betur góð viðbrögð við greininni sem birtist um hann í Fréttablaðinu í gær. André starfar í Olís í Álfheimum þar sem nýjasta plata hans er einmitt til sölu og hefur hann stundum verið beðinn um að árita hana fyrir áhugasama kaupendur. Eftir grein- ina í Fréttablaðinu virðist sem æði hafi runnið á aðdáendur André því í vinnunni í gær hafði hann varla undan að árita fyrir fólk sem hafði komið langan veg með plötuna, eingöngu til að fá hjá honum eigin- handar- áritun. - hdm/fb FRÉTTIR AF FÓLKI BESTA LITATATTÚIÐ Jón Páll vann fyrstu verðlaun fyrir þetta húðflúr sem tók eitt og hálft ár í vinnslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N HÚÐFLÚRARAR Jón Páll, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum Búra og Fjölni tattú. Saman reka þeir Íslenzku húðflúrstof- una á Hverfisgötunni. LAGLAUSIR VELKOMNIR Jónsi segir keppendur í Singing Bee alveg mega vera vita laglausa. Pétur Örn Guðmundsson, til vinstri, og félagar í Buff sjá um tónlistina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.