Fréttablaðið - 04.09.2008, Qupperneq 60
40 4. september 2008 FIMMTUDAGUR
Krakkarnir sem saman voru komin
í Kúlunni á laugardag til að sjá Klár
ertu, Einar Áskell voru alveg með á
nótunum hvað væri í vændum:
Einar Áskell er gamall kunningi
þeirra og margra eldri kynslóða
barna hér á landi. Það er því vel til
fundið hjá Bernd Ogrodnik og fyr-
irtæki hans að setja saman stutta
brúðusýningu úr tveimum bóka
Gunnillu Bergström og Þjóðleik-
húsinu að hýsa sýninguna. Sýningar
í Kúlunni og á Loftinu eru reyndar
ein merkasta nýjungin sem Þjóð-
leikhúsið hefur boðið upp á hin síð-
ari misseri, margar þeirra unnar í
samstarfi við sjálfstæða leikhópa
en sýningaraðstaðan í húsinu fyrir
unga áhorfendur er nokkuð til
marks um stöðu þessa yngsta ald-
urshóps, hátt uppi á hanabjálka og
neðst í dýpsta kjallara: börn eru
hornreka í íslenskum leikhúsum.
Ogrodnik er einn þeirra fáu hér á
landi sem leggur fyrir sig brúðu-
leik. Hann er flinkur handverks-
maður og býsna snjall brúðuleikari.
Textaflutningur hans er blendinn
en börn nú á tímum þekkja litaðan
hreim úr návígi. Hann kemur ekki
að tómum kofunum hjá þeim.
Þessi sýning er snotur, þræðirnir
tveir tvinnast bærilega saman, en
háskinn er hér fjarri. Erindið í þess-
um tveimur bókum er að minna á
tengsl við föður, leik með barni og
að fleiri þurfa snemma að sofa en
börn. En rýmið er fullþröngt, líkast
til sökum þess að einn aðili stýrir
brúðunum og verður sýningin nokk-
uð stirðbusaleg á köflum. En ungum
áhorfendum er hún gleðiefni.
Páll Baldvin Baldvinsson
Háskalaus brúðuleikur
LEIKLIST Einar Áskell er hjartkær hetja
ungum áhorfendum og situr hér í fabngi
Bernd Ogrodnik brúðumeistara.
LEIKLIST
Klókur ertu, Einar Áskell
Byggt á sögum Gunnillu Berg-
ström.
Brúður, leikmynd, stjórn: Bernd
Ogrodnik.
Leikstjóri: Kristján Ingimarsson.
★★
Snotur sýning fyrir unga áhorfendur.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 4. september
➜ Kvikmyndir
20.00 De kaller meg mor
Heimildarmynd um Bodil Biørn
sem bjó og starfaði í Armeníu
1905-1934. Í lok myndarinnar mun
Dr. Dickran Kouymjian ræða um
myndina og fjalla um hvaða áhrif
þjóðernishreinsanir Tyrkja hafa haft
á sjálfsmynd armensku þjóðarinnar.
Norræna húsið.
12.15 The story of Stuff
Heimildarmynd eftir Annie Leonard
þar sem sýnd er hin hliðin á neyslu-
samfélaginu. Myndin er hluti af
Umhverfisdögum sem standa nú yfir
í Norræna húsinu.
➜ Tónleikar
20.00 Hádegistónleikar Gissur
Páll Gissurarson tenór og Antonía
Hevesi píanóleikari halda tón-
leika í Hafnarborg, Strandgötu 34,
Hafnarfirði.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Núna, þá og seinna Darri
Lorenzen verður með fyrirlestur/
gjörning í Hafnarhúsinu sem byggir
á nýlegum verkum og verkum sem
hann er með í vinnslu.
➜ Danslist
20.00 Konunglegi sænski ball-
etskólinn Nemendur úr skólanum
sýna klassískan ballet og nútíma-
dans í Borgarleikhúsinu.
➜ Tónlist
21.00 Hljómsveitirnar Viðurstyggð,
Innvortis, Æla og Morðingjarnir
verða með tónleika á Organ,
Hafnarstræti 1-3.
➜ Myndlist
Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir
sýnir vatnslitamyndir í sýningar-
sal Saltfisksetursins í Grindavík.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-
18.00 og lýkur 7. sept. Saltfisksetrið,
Hafnargötu 12a.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Sýningin „Gæti tafið framkvæmd-
ir á Suðurnesjum: umhverfissóðar
láta enn til sín taka“ er samstarfs-
verkefni þar sem fimmtán mynd-
listarmenn og myndlistarnemar
við Listaháskóla Íslands sýna
afrakstur rannsókna sinna á Suð-
urnesjum síðustu þrjú árin. Sýn-
ingin verður opnuð í sýningarrým-
inu Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í
Reykjanesbæ, á morgun kl. 17.
Listamennirnir fóru vítt um Suð-
urnesin í efnisleitarferðum sínum;
efnistök sýningarinnar eru því fjöl-
þætt og unnið er úr hráefninu á
margvíslegan máta. Lífsgildi Suð-
urnesjabúa og annarra Íslendinga
eru afhjúpuð á sýningunni með
gamansömum, ljóðrænum og pólit-
ískum aðferðum.
Sýningin er tvískipt; í hinu hefð-
bundna sýningarrými Suðsuðvest-
ur hefur verið sett upp upplýsinga-
miðstöð þar sem gestir geta skoðað
efni tengt Suðurnesjum, en sjálf
myndlistarverkin hafa hreiðrað
um sig á stöðum sem hingað til
hafa haft annað hlutverk, í kjallar-
anum undir sýningarrýminu, íbúð-
inni fyrir ofan, skrifstofunni, háa-
loftinu og veröndinni. Ýmsir miðlar
eru notaðir til að myndgera við-
fangsefnið og koma því út í samfé-
lagið, svo sem teikningar, skúlptúr-
ar, málverk, myndbönd, ljósmyndir,
útsaumur, hljóð og gjörningar.
Suðsuðvestur er opið laugardaga
og sunnudaga frá kl. 13-17, en ann-
ars eftir samkomulagi. Ofan-
greindri sýningu lýkur 5. október.
- vþ
Umhverfissóðar
suður með sjó
BANNAÐUR AÐGANGUR? Væntan-
lega eru allir velkomnir á samsýningu
fimmtán listamanna í sýningarrýminu
Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.
Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir
myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í
lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér,
en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að
ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl.
20 og hlýða á leiðsögn hennar.
Sköpunarkraftur Sigrúnar hefur einkum beinst að
skúlptúrverkum og teikningum. Hún býr nú og
starfar í Þýskalandi og nýtur talsverðrar velgengni
þar; henni hefur meðal annars verið falið að gera
stór verk fyrir opinberar byggingar, banka og
einkafyrirtæki.
Verk hennar eru afar fjölbreytileg, bæði í hugsun
og í útfærslu. Leiðarstef hennar er þrívíddarhlutur-
inn og verk hennar vísa sífellt til rýmis á slíkan hátt
að segja mætti að hún skilgreini það að nýju. Í
innsetningum hennar eru til að mynda mörkin milli
verksins sjálfs og rýmisins umhverfis það afmáð
með áhrifamiklum hætti. Að undanförnu hefur
Sigrún unnið að röð teikninga sem líta ber á sem
sjálfstæðar skúlptúrteikningar. Í þeim gegnir línan
einnig lykilhlutverki í myndbyggingunni og skapar
hugmyndalega samsvörun við skúlptúrverkin.
Teikningarnar sem hún hefur gert allra síðustu árin
eru afar stórar og unnar með túss og gifsblöndu á
striga sem telst nokkuð óvenjulegt efnisval.
Synd væri að láta þessa áhugaverðu leiðsögn
framhjá sér fara. - vþ
Leiðsögn listamanns
RÝMI OG UMLYKJANDI RÝMI Verk eftir Sigrúnu Ólafsdóttur.
Barnasýningin vinsæla um Gosa,
sem frumsýnd var í Borgarleik-
húsinu síðasta vetur, er væntan-
leg aftur á fjalir leikhússins nú á
sunnudag. Sýningin vakti mikla
lukku á síðasta vetri; til marks
um það er að um 25 þúsund gestir
hrifust með ævintýrum Gosa,
Tuma engisprettu og allra hinna.
Það vakti einnig mikla lukku sýn-
ingargesta að hitta hetjur sýning-
arinnar í forsal að sýningu lok-
inni. Þess má geta að María
Ólafsdóttir hreppti Grímuverð-
launin fyrir frábæra búninga-
hönnun fyrir leikverkið á verð-
launahátíðinni síðastliðið vor. Svo
herma nýjustu fréttir úr heimi
Gosa að nýr leikari hafi bæst í
hópinn þar sem Theódór Júlíus-
son hefur tekið að sér hlutverk
Péturs Einarssonar.
Rétt er að benda lesendum á að
verkið verður einungis sýnt fram
í október og því betra að tryggja
sér miða í tíma. Miðasala er í full-
um gangi í miðasölu Borgarleik-
hússins og á vefsíðu þess. - vþ
Gosi aftur á stjá
THEÓDÓR JÚLÍUSSON Bætist við
leikhóp sýningarinnar Gosa.
Veggspjöld í eigu Nýlistasafnsins
verða sýnd innan um safneign
safnsins og sýningu Hlyns Halls-
sonar á morgun kl. 17. Sýningin er
afrakstur tveggja vikna skráning-
arvinnu annars árs nemenda í graf-
ískri hönnun við Listaháskóla
Íslands. Undanfarið hafa ýmsar
sýningar verið settar upp í tengsl-
um við safneign Nýlistasafnsins, en
skemmst er minnast Gjörningaar-
kífsins á listahátíð og sýningar á
bókverkasafninu nú í sumar. Að
þessu sinni verða menningartengd
veggspjöld sett upp. Athugið að
veggspjaldasýningin er einungis
opin á morgun frá kl. 17-19 og á
laugardaginn frá kl. 13-17, og munu
þeir nemendur sem unnið hafa að
verkefninu bjóða upp á stutta leið-
sögn. Allir eru velkomnir.
- vþ
Veggspjöld til sýnis
V
in
n
in
g
ar
v
e
rð
a
af
h
e
n
d
ir
h
já
B
T
S
m
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
e
ð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
e
rt
u
k
o
m
in
n
í
S
M
S
k
lú
b
b
. 1
4
9
k
r/
sk
e
yt
ið
.
V
in
n
in
g
ar
ve
rð
a
af
h
e
n
d
ir
h
já
9. hver vinnur!
Frumsýnd
5. september
Löggildir
rafverktakar
Rafmagnsvandamál
Talaðu þá við okkur
Uppl. síma
8604507 / 8494007
islagnir@islagnir.is
www.islagnir.is