Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 38
 4. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● Sinfóníuhljómsveit Íslands 2008-2009 Meðal skemmtilegustu verka Sin- fóníuhljómsveitar Íslands er sam- starf með börnum og unglingum að sköpun og fræðslu um klassíska tónlist. „Klassísk tónlist er þeim töfrum gædd að vekja með hlustendum hughrif og stemn- ingu. Þess vegna er svo hollt að hlusta og mikilvægt að kynna hana börnum í gegn- um alla skólagönguna. Þau fræ sem við sáum nú með klassískri tónlistarfræðslu fáum við uppskorið í ríkum mæli seinna, því þegar börn læra að hlusta á sinfóníu frá unga aldri verður hún ekki ókunnug á fullorðinsaldri og þeim mun líklegra að þau njóti slíkra upplifana margsinnis á lífsleiðinni,“ segir Arna Kristín Einars- dóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands. „Einn mikilvægasti þáttur í starfi Sin- fóníuhljómsveitarinnar er að ná til nýrra áhorfenda og með því sinnum við marg- þættu fræðslustarfi fyrir börn og ungl- inga. Fyrst ber að nefna skólaverkefni í samstarfi við tónmenntakennarana Þór- dísi Heiðu Kristjánsdóttur og Hildi Guð- nýju Þórhallsdóttur, sem fá fjóra hljóð- færaleikara Sinfóníunnar í heimsókn í fimmta bekk grunnskóla, sem í sam- starfi við börnin semja tónverk á viku- tíma og flytja með þeim á skólatónleik- um. Með þessu fá börnin bein tengsl við hljóðfæraleikarana og er boðið í kjöl- farið á tónleika Sinfóníunnar með for- eldrum sínum,“ segir Arna Kristín, en í vetur fara einleikarar í skólana. „Það gildir einu þótt hljóðfæraleik- arar séu stórstjörnur; allir í stétt hljóð- færaleikara eru meðvitaðir um mikil- vægi þess að ná til barna því þar ligg- ur vaxtarbroddur framtíðar. Þeir sinna þessu því með ánægju, enda með ein- dæmum gefandi og skemmtilegt. Skóla- verkefnið er enn í þróun og nýtt af nál- inni, en okkur þykir vænt um það og komumst vonandi í alla skóla höfuð- borgarsvæðisins á endanum,“ segir Arna Kristín. „Við verjum fjórum vikum af starfs- ári í skólaverkefnið og bjóðum börnum á aðgengilega tónleika, en reyndar eru börn svo opin fyrir tónmáli að þau hræð- ast hvorki þyngri tónlist né íslenska nú- tímatónlist sem margir eru hræddir við. Fyrir þau er þetta alltaf skemmtileg og dýrmæt upplifun,“ segir Arna Kristín og brosir. „Auk skólaverkefnisins bjóðum við röð metnaðarfullra tónleika sem kall- ast Tónsprotatónleikar og eru stórkost- leg fjölskylduskemmtun, í samstarfi við trúðinn Barböru, barnakóra og list- dansskóla barna. Ég mæli með þeim fyrir öll börn, enda vönduð hámenning og tær skemmtun. Þá munum við end- urtaka barnatónleikana Maxímús Mús- íkús eftir Hallfríði Ólafsdóttur, um litla mús sem villist inn á æfingu hjá sinfón- íuhljómsveit og lendir þar í miklum æv- intýrum. Við buðum leikskólabörnum á þá sýningu í fyrra og mátti heyra saum- nál detta þar sem krílin sátu 900 talsins agndofa af undrun og hrifningu yfir því sem fyrir augu og eyru bar,“ segir Arna Kristín í sælli minningu. „Fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri og upp úr bjóðum við tónleikaröðina Heyrðu mig nú með eilítið krassandi verkum. Þar kynnir hljómsveitarstjóri verkið og hljómsveitin leikur hljóðbúta til glöggv- unar, en síðan er verkið leikið í heild. Tón- leikarnir eru á föstudagskvöldum og á eftir er partí í anddyrinu á þar sem gestir geta blandað geði við tónlistarfólkið sem aldrei því vant klæðist frjálslegri klæðn- aði,“ segir Arna Kristín. „Við höfum stundum áhyggjur af því að listgrein sem þessi verði útundan í skólum landsins, en í dag er virkileg þörf að kynna börn fyrir klassískri tónlist því upp eru vaxnar kynslóðir sem þekkja ekki tónmál klassíkur þar sem tónlistar- uppeldi á heimilum hefur breyst frá því gamla gufan náðist ein í útvarpstækjum landsmanna með fjölbreyttari flóru tón- listar í boði.“ - þlg Tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Árni Heimir Ingólfsson, segir að þema efnisskrár tónleikaársins 2008-2009 sé ferðalög í tónum. „Útgangspunktur okkar í vetur er ferða- lög í tónum,“ nefnir Árni Heimir Ingólfs- son nýr tónlistarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. „Það er ótrúlegur fjöldi tónskálda sem hefur notað tónlist til að lýsa stað eða ferðalagi, eða búa til áhrif sem tengjast fjarlægum löndum,“ útskýr- ir Árni Heimir og bætir við að í vetur flakki hljómsveitin á milli heimshorna bæði í bókstaflegum skilningi með tón- leikaferðum til Japans og Spánar, og í tón- listinni sjálfri. „Við leikum tónlist sem á rætur að rekja til Indónesíu, Ítalíu, Grikklands, Tékk- lands, Bandaríkjanna og svo mætti lengi telja, og fáum einleikara frá fjarlægum löndum eins og Rússlandi og Palestínu,“ segir hann og minnist á að það geti verið ágætt þegar kreppa skellur á í efnahags- lífinu að ferðast um heiminn með því að fjárfesta í einum tónleikamiða. „Það eru nokkur stórvirki sem Sinfónían er annað hvort að flytja í fyrsta sinn eða er langt síðan ráðist hefur verið í,“ segir Árni Heimir og nefnir þar Turangalila-sinfón- íuna eftir Messiaen. „Líklega er hún eitt stærsta hljómsveitarverk sem flutt hefur verið á Íslandi og verður stórmerkur við- burður.“ „Eitt helsta trúarlega tónverk klassíska tímans, Sköpunin, eftir Haydn er á efnis- skránni í apríl og þar koma við sögu þrír frábærir einsöngvarar og tveir kórar, svo eitthvað sé nefnt. Síðan er spennandi loka- sprettur í apríl og maí þar sem áhersla verður lögð á rússneska tónlist og flytj- endur á borð við Nataliu Gutman, Olgu Kern og Gennadíj Rosdestvenskíj,“ segir Árni Heimir og bætir við að Rosdestven- skíj sé einn fárra eftirlifandi listamanna sem unnu náið með helstu tónskáldum Sovétríkjanna á 20. öld. Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru í kvöld, kl. 19.30. Þar verða meðal annars verk eftir Tsjajkovskíj, en aðalstjórnandi Sin- fóníunnar, Rumon Gamba, stjórnar og ein- leikari er fiðluleikarinn Vadim Repin. - vg Mér er það í fersku minni þegar Sinfóníuhljóm- sveit Íslands kom norður til Siglufjarðar þegar ég var strákur. Ég fékk að fara með foreldrum mínum á tónleikana og þessa kvöldstund varð bíósalurinn heima að ævintýralandi, Vilhjálmur Tell var þar lif- andi kominn, forleikurinn úr Valdi örlaganna lukti upp dyrunum að stórkostlegum tónaheimi Verdis og ég man eftir að spilað var lag eftir Inga T. ásamt fleiri verkum. Þessir tónleikar kveiktu áhuga minn á klassískri tónlist, áhuga sem hefur haldist alla tíð síðan. Svipaða sögu eiga þúsundir Ís- lendinga sem hafa kynnst Sinfón- íuhljómsveitinni og töfrum henn- ar. Hljómsveitin leggur enda mikla rækt við yngstu hlustend- urna, tónlistarmennirnir heim- sækja skóla, jólatónleikarnir fyrir börnin eru einstök upplifun og Maxímús Mús- íkús hefur vakið mikla hrifningu. Það eru margir sem spyrja sig hvort klassísk tón- list sé eitthvað fyrir þá, hvort Sinfónían sé ekki eitt- hvað fyrir fáa og sérmenntaða. Svo er auðvitað ekki, listin er fyrir alla, enda spyrjum við ekki hvort vel skrifaðar bækur séu einungis fyrir útvalda eða hvort góð málverk gleðji bara sum augu. Listin er ein og hin sama, listformið er ólíkt. Klassísk tónlist færir í fagran búning mikilvæg gildi sem eiga er- indi við okkur öll, ung jafnt sem gömul. Einleikar- arnir og hljómsveitin tengja okkur við hugarheim Bachs og Mozarts, Beethovens og Brahms, Stravins- kíjs og Sjostakovitsj og allra hinna tónskáldanna sem með sköpunarkrafti sínum hafa fært heiminum ódauðleg listaverk. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fararbroddi menningarlífs þjóðarinnar og innan hennar vébanda eru framúrskarandi listamenn sem hlotið hafa frá- bæra dóma fyrir list sína. Efnisskrá hljómsveitar- innar nú í vetur er metnaðarfull og áhugaverð og síðast en ekki síst er hún skemmtileg. Það verður gaman í vetur á tónleikum Sinfóníunnar. Komdu því með og vertu samferða okkur um undraheim tónlist- arinnar, það ferðalag verður ógleymanlegt. Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður SÍ 2 Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður SÍ. FRÉTTABLAÐIÐ(VALLI PISTILL STJÓRNARFORMANNS SÍ Ógleymanleg ferðalög Þemað er ferðalög í tónum Arna Kristín Einarsdóttir er tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og heldur meðal annars utan um stórkostlegt fræðslustarf með æsku landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Krakkar eru óhræddir við þungar sinfóníur Útgefandi: Sinfóníuhljómsveit Íslands l Heimilisfang: Háskólabíó við Hagatorg l Netfang: sinfonia@sinfonia.is l Ritstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir l Pennar: Árni Heimir Ingólfsson, Þorgeir Tryggva- son, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Vala Georgsdóttir l Forsíða: Fíton l Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512 5471 „Útgangspunktur- inn okkar í vetur eru ferðalög í tónum,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- stjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I Stoðir hf. eru aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samstarfið hófst árið 2006 og tryggir hljómsveit- inni veglegt framlag árlega til eflingar starfsemi sveitar- innar og tónlistarlífsins í landinu almennt. Eitt helsta verkefni Stoða og hljómsveitarinnar er átaks- verkefnið „Lífið kallar“ sem er yfirskrift árlegra tónleika til stuðnings BUGL, barna- og unglingageðdeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss. „Lífið kallar“ miðar að því að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja, með áherslu á að móta nýja lífssýn í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni. Inntakið er lífsgleði, að hlusta eftir því hvernig lífið kallar á hvern og einn. Sinfóníuhljómsveit Íslands færir Stoðum bestu þakkir fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.