Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 33
Þegar hengja á þunga hluti upp á vegg úr spóna- eða trefjaplötum, og alltaf á gifsplötum, þarf að finna undirstöðu eða bita til að negla/skrúfa í eða nota holrúmsfestingu/- tappa. Af þeim eru til nokkrar gerðir og fylgja skal leiðbeiningum við notkun þeirra. Heimild: Verk að vinna „Það fyrsta sem mér dettur í hug er að huga að lausum hlutum í garðinum. Þar eru trampólín, grill og garðhúsgögn sem þarf að ganga tryggilega frá þegar haustlægð- irnar nálgast,“ byrjar Sigurður. „Svo eru blómapottar og blómaker sem þola ekki frost. Þau safna í sig vatni sem aftur þenst út þegar það frýs. Því er nauðsynlegt að tæma slík ílát áður en næturfrostið kemur.“ Sigurður varar líka við að sleppa illgresinu lausu undir haust. „Fólk áttar sig oft ekki á því að elfting, hófblaðka, lambaklukka og fleiri hvimleiðar plöntur eru mjög harð- gerar og spíra oft og fella fræ næstum fram að jólum. Þannig að það er mjög gott að taka einn ill- gresishring í garðinum að haust- inu. Þá er jarðvegurinn oft blaut- ur, ræturnar lausar og auðvelt að ná plöntunum upp. Það gerir okkur lífið mun léttara næsta vor og minnkar verulega vinnuna.“ Þegar laufin taka að falla ráð- leggur Sigurður að raka þau af grasflötinni. „Það er ekki gott að hafa þykkt lag af laufum á flötinni því það hindrar eðlilegt súrefnis- flæði niður í grasið. Við sópum laufin líka af stéttum og pöllum en ekki úr beðunum því þar gera þau sitt gagn og skýla jurtunum í vetur. Þangað er líka kjörið að bera laufin af grasi og stéttum og dreifa úr þeim eða grafa þau niður þar sem þau brotna og verða að mold.“ Ekki mælir Sigurður með að klippa stöngla á fjölærum blóm- um eins og venusvagni og útlaga þó þeir hafi lagst út af. „Stöngl- arnir eru gróðrinum svo góð hlíf yfir veturinn og sérstaklega á vorin þegar skiptast á hlýindi og frost,“ bendir hann á. „Að setja niður blómlaukana er klassískt haustverk sem gott er að gera í september áður en fyrstu frostin koma,“ segir Sigurður og bætir við að lokum. „Enn er samt sumar í loftinu og ég hvet fólk til að njóta garðsins þótt hausti enda eru litir trjágróðursins aldrei feg- urri.“ gun@frettabladid.is Hreinsun illgresis að hausti léttir lífið að vori Nú þegar sól lækkar á lofti og kólna tekur í veðri er tímabært að huga að haustverkum í garðinum. Sigurður Kristjánsson garðyrkjufræðingur var beðinn um nokkur góð heilræði og hér koma þau. „Að setja niður blómlauka er klassískt haustverk sem gott er að gera í september,“ minnir Sigurður Kristjánsson garðyrkjufræðingur okkur á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BIRTUSKILYRÐI geta skipt miklu máli í vali á veggmálningu. Til dæmis getur verið sniðugt að mála herbergi blátt og velja þá kaldan og róandi lit ef birtan er góð. Á móti hentar oft vel að mála dimm her- bergi gul, rauð eða appelsínugul til að hleypa smá hlýju þangað inn. Þegar sumir þurfa að pakka saman og hætta, þá er Veiðiportið að stækka. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir besta sumarið til þessa. Útsalan er hafi n! Veiðiportið • Grandagarði 3 • 101 Reykjavík • S: 552 9940 Léttar v eitingar í boði harðfi sk ur & öl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.