Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 54
 4. september 2008 FIMMTUDAGUR „Í anda tíu ára afmælis ætlum við að grilla pylsur og skreyta með blöðrum, en afmælisgjöfin kemur okkar megin frá með verkefninu „Þegar vel er sáð“, sem er virkjun þekkingar í almanna- þágu. Þar bjóða nemendur og kennarar vinnu sína endurgjaldslaust til félaga- samtaka sem starfa í þágu almanna- heilla,“ segir Svafa Grönfeldt, rekt- or Háskólans í Reykjavík. Í dag fagnar skólinn því að áratugur er liðinn síðan lög frá Alþingi veittu heimild til stofn- unar einkarekinna háskóla, en HR bygg- ir á traustum grunni Viðskiptaháskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. „Það er með ólíkindum að svo ungur skóli sé með kennara frá 23 löndum, 3.000 nemendur, sé heimsmeistari í gervigreind og í þriðja sæti á heimsleik- um MBA-nemenda. Saga HR er sönn- un þess hve miklu er hægt að áorka á skömmum tíma á öðrum sviðum mann- lífsins líka. Galdurinn er að sá vel í upp- hafi með fólki sem helgar sig verkefninu af metnaði, en frá upphafi lögðust allir á eitt við að tryggja að innviðir og starf- semi HR yrðu hágæða,“ segir Svafa um háskólann, sem í dag hafnar allt að sjö- tíu prósentum umsækjenda. „Þeir sem komast inn hafa sýnt fram á góðan námsárangur, en við leggj- um einnig mikið kapp á að ná inn fólki sem hefur náð langt á öðrum sviðum, eins og íþróttum, félagsstörfum og list- um, þar sem reynir á frumkvæði og for- ystuhæfileika. Við teljum okkur vera að undirbúa framtíðarstjórnendur landsins og það hefur sýnt sig að fólk með fjöl- breyttan bakgrunn kryddar tilveruna og gerir hóp ekki eins einsleitan heldur miklu öflugri,“ segir Svafa, sem stendur í ströngu við byggingu nýrrar háskóla- byggingar sem er á áætlun. „Sú framkvæmd er ein sú stærsta hérlendis fyrir utan virkjanir og þangað flytjum við fyrsta áfangann við haust- ið 2009. Þar verður besti aðbúnaður há- skóla í Evrópu og til að launa Reykvík- ingum þá velvild að ánafna okkur landi í Vatnsmýri munum við hafa miðju skól- ans opna með kaffihúsi, bókabúð, bóka- safni, ísbúð og fleiru skemmtilegu, ásamt miklu af göngustígum, listaverk- um og skemmtilegum görðum sem al- menningur getur notið með okkur. Þannig verður háskólabyggingin ekki fílabeinsturn heldur lifandi hluti af lífi borgarbúa,“ segir Svafa. „Að mínum dómi er ekki keppikefli að allir fari í gegnum háskólanám, en ég held að háskólanám megi þyngja enn frekar og leggja enn meira kapp á stærðfræði og rökhugsun, um leið og við sköpum tengingu á milli þess aka- demíska og hagnýta,“ segir Svafa og er fljót til svars um hvað einkenni HR- inga. „Þeir eru óbilandi bjartsýnismenn með frumkvöðlahugsun, hagnýta þekk- ingu og fljótir að aðlagast á vinnustað. Hér hefur alltaf ríkt barnsleg gleði. Ég er alsæl á mínum stað, en rektorar starfa ekki áratugum saman. Ég valdi að verja hér bestu árum starfsævi minnar og vil að hér sé gaman og gott að vera. Ég vel inn starfsfólk með það fyrir augum að hingað komi enginn nema sá sem vill raunverulega skipta máli. Það gerir starfið auðveldara. Ég held í ein- lægni að fólk hugsi allt of lítið um hvar það er statt á bestu árum sínumi,“ segir Svafa íhugul. „Það eru forréttindi að vera í starfi þar sem allir eru með helmingi hærri greindarvísitölu en maður sjálfur og mitt hlutverk er að vera ekki fyrir held- ur virkja þann kraft sem hér er í takt og skapa aðstæður sem viðheldur löngun fólks til að gera enn betur. Á fætur fer ég á morgnana með það takmark að láta raunverulega gott af mér leiða. Þröngt séð til að hafa áhrif á nemendur svo líf þeirra verði betra og þeir hamingjusam- ir, en á stærri grundvelli til að tryggja að hér verði lífvænlegt að lifa um alla framtíð.“ thordis@frettabladid.is HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK: HELDUR UPP Á 10 ÁRA TÍMAMÓTAAFMÆLI Í DAG Óbilandi bjartsýni í veganesti timamot@frettabladid.is FRUMKVÖÐULL Svafa Grönfeldt er rektor Háskólans í Reykjavík, þar sem nemendur og kennarar ætla að grilla og eiga ljúfan dag saman í tilefni stórra tímamóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÖNGKONAN BEYONCÉ KNOWLES ER 27 ÁRA. „Það er engin synd að vera sexí og þótt ég sé djörf á sviði get ég líka verið guðrækin. Enginn veit hvernig sambandi mínu við Guð er háttað né í mínum verkahring að sanna það fyrir öðrum. Ég fékk kristilegt uppeldi og Drott- inn verður alltaf mestur í mínu hjarta.“ Bandaríska söngkonan Beyoncé sló fyrst í gegn með tríóinu Destiny‘s Child en sigraði heiminn þegar hún hóf sólóferil sinn árið 2003. Kröftugt eldgos hófst í Kröflu á þessum degi fyrir 24 árum, en gosið var níunda og síðasta hrina Kröfluelda sem hófust 20. desember árið 1975. Þetta var öflugasta gosið í hrinunni og úr því rann hraun sem þakti 24 ferkílómetra. Kröflueldum fylgdu mikl- ir jarðskjálftar og að kvöldi 3. september var gefin út við- vörun til Mývetninga eftir að mikið landsig kom fram á mælitækjum og jarðskjálfta fór að verða vart. Gossprungan var um níu kílómetra löng og sögðu sjón- arvottar að þegar eldurinn braust upp á yfirborð jarðar hefði engu verið líkara en að jörðinni hefði verið rennt í sundur með rennilás; svo fljótt hefði sprungan opnast. Þá þegar fór þunnfljótandi hraun að renna út frá nær allri sprungunni og var mikill kraftur í gosinu fram eftir nóttu, en eftir það virtist gosvirknin hafa færst að mestu nyrst í sprunguna, norður við Sandmúla, og voru mannvirki því aldrei í neinni hættu. ÞETTA GERÐIST 4. SEPTEMBER 1984 Síðasta goshrinan í Kröflu Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Þórir Sighvatsson skipstjóri, Skúlagötu 2, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju föstudag- inn 5. september næstkomandi kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Eggert Bjarni Bjarnason Hafdís Sverrisdóttir Sævar Berg Ólafsson Hjálmfríður Guðjónsdóttir Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Þorvarður Einarsson Ægir Þór Ólafsson Eydís Bergmann Eyþórsdóttir María Bryndís Ólafsdóttir Ásgeir Héðinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Páll Jóhannesson húsasmíðameistari, Aðalstræti 47, 450 Patreksfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar þann 15. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar- kirkju föstudaginn 5. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Vagnsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, fósturfaðir, afi og langafi, Sigurður Þorkelsson sem lést í Hrafnistu Reykjavík 25. ágúst sl. verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 5. sept. kl. 13.00. Birgir Sigurðsson Aðalheiður Guðmundsdóttir Ásta Sigríður Sigurðardóttir Sigurbjörn Árnason Elín Lára Sigurðardóttir Sigurður Gunnarsson Árni Sigurðsson Sigurbjörg Sigurðardóttir Sigurlaugur Þorkelsson Halla H. Skjaldberg fósturbörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ömmu okkar og langömmu, Bjargar Jóhannsdóttur frá Steinum, A-Eyjafjöllum, síðast til heimilis í Gullsmára 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir hlýhug og góða umönn- un, sömuleiðis fær starfsfólk sambýlisins Gullsmára 11 hugheilar þakkir og allir aðrir sem réttu okkur hjálpar- hönd. Guð blessi ykkur. Guðbjörg Jóna Jóhanns Vilhjálmur R. Vilhjálmsson Elísabet Marteinsdóttir Björgvin F. Vilhjálmsson Gróa H. Eggertsdóttir Ingibjörg J. Vilhjálmsdóttir Sigurður J. Ásbergsson Berglind Ó. Vilhjálmsdóttir Gyða Stefanía, Sigga Jóna, Arna Liv. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Sigrún Sigurjónsdóttir Jörgensen lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstu- daginn 29. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. september kl. 14.00. Róbert Jörgensen María Hjálmarsdóttir Haraldur Jörgensen Matthildur Sigursveinsdóttir Petrún Jörgensen Friðjón Skúlason Jenný Sigrún Jörgensen Jóhann Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Marinó Jónsson Brekkustíg 3, Bakkafirði, verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Ólöf Kristín Arnmundsdóttir Kristófer Marinósson Bjargey Einarsdóttir Jón Höjgaard Marinósson Bjarnheiður Jónsdóttir Sigurður Marinósson Aðalbjörg María Marinósdóttir Arnmundur Marinósson Inga Lóa Marinósdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Helgason Furugrund 54, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. september klukkan 15. Helgi Björnsson Einar Björnsson Alda Ásgeirsdóttir Björn Ragnar Björnsson Gréta Mjöll Bjarnadóttir Soffía Björnsdóttir Herbert Eiríksson Arndís Björnsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.