Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.09.2008, Blaðsíða 26
26 4. september 2008 FIMMTUDAGUR „Það eru tækifæri í rekstrinum,“ segir Steve Johnson, nýr for- stjóri bresku verslana- keðjunnar Woolworths, sem tók við um mán- aðamótin. Hann segir mögulegt að taka versl- unina í gegn. Það verði ekki létt verk. Malcolm Walker, for- stjóri frystivörukeðj- unnar Iceland, og Baug- ur lögðu fram tilboð upp á 50 milljónir punda, rúma sjö millj- arða króna, í rúmlega 800 versl- anir Woolworths fyrir nokkrum vikum. Tilboðinu var vísað út af borðinu eftir að málið lak í fjöl- miðla í síðasta mánuði. Markaðurinn hefur haft eftir Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, að rekstur versl- unarinnar hafi lengi verið ómarkviss og verði að taka til hend- inni eigi að snúa honum til betri vegar. Johnson sagði í sam- tali við breska dagblað- ið Independent í viku- byrjun að viðræður við Baugsmenn og Walker væru truflandi og gætu mögulega stað- ið í vegi fyrir hans eigin tiltekt. Hann þurfi tíma til að kynna sér reksturinn og ræða við starfsfólk áður en næstu skref verði útlist- uð. - jab GUNNAR SIGURÐSSON Kaupviðræður truflandi fyrir rekstur Woolworths Capacent hefur gengið frá samn- ingi um kaup á meirihluta í sænska félaginu Capto Financial Consult- ing. Höfuðstöðvar Capto eru í Stokkhólmi, en félagið, sem hefur 60 starfsmenn, er einnig með skrif- stofu í Helsinki og útstöðvar í Kaupmannahöfn og Ósló. Capto verður um skeið rekið undir núverandi nafni, en innan fárra mánaða verður nafninu breytt í Capacent. Kaupverðið er trúnaðarmál. Skúli Gunnsteinsson, forstjóri Capacent samstæðunnar, segir að með þessu hafi markmiði félagsins um öll Norðurlöndin í raun verið náð. Þetta er sjöunda félagið sem Capacent kaupir á Norðurlöndun- um á tæplega þriggja ára skeiði, en það fyrsta utan Danmerkur. Eftir kaupin munu starfsmenn Capacent samstæðunnar verða um 500, þar af 320 í Danmörku, 120 á Íslandi, 50 í Svíþjóð og 10 í Finn- landi. Heilarveltan er áætluð rúmir sjö og hálfur milljarður króna. Eftir viðbótina verða 75 prósent rekstratekna Capacent í Danmörku og Svíþjóð, en forsvarsmenn félagsins segja að með þessari við- bót sé Capacent „tvímælalaust komið í röð stærri ráðgjafarfyrir- tækja á Norðurlöndum.“ Skúli segir forsendur þessarar útrásar góða afkomu Capacent í Danmörku og trausta eiginfjár- stöðu, en fyrr í ár keyptu Jón Diðrik Jónsson og Róbert Wess- mann hluti í Capacent. Í fréttatilkynningu frá Capace- net segir að Capto hafi vaxið hægt en stöðugt og ávallt sýnt góða afkomu. Hjá Capto starfa nú 60 manns, en ráðgert er að fjölga þeim fyrir árslok. - msh AÐ KAUPSAMNINGI STAÐFESTUM Skúli Gunnsteinsson og Hrannar Hólm (lengst til vinstri) frá Capacent International, ásamt eigendum Capto eftir að skrifað hafði verið undir kaupsamninginn. MARKAÐURINN/CAPACENT Capacent kaupir sænskt ráðgjafarfyrirtæki Gengið hefur verið frá kaupum Capacent á meirihluta í Capto Financial Consulting í Stokkhólmi í Svíþjóð. Integrity Bank í Georgíuríki í Bandaríkjunum var lokað síðasta föstudag. Er þar um að ræða tíunda bankagjaldþrot ársins vest- anhafs. Integrity Bank var stofnaður árið 2000 sem „kristilegt fyrir- tæki“ og hafði „kristilega menn- ingu“ að leiðarljósi í öllum við- skiptum. Eignir bankans námu 1,1 milljarði Bandaríkjadala. Ástæða gjaldþrotsins er sögð vera hrun bandaríska húsnæðis- markaðarins, en 76 prósent lána Integrity voru til byggingarverk- taka. Meira en helmingur allra lána Integrity til byggingarfyrir- tækja var í vanskilum á öðrum fjórðungi þessa árs. - msh Kristilegt bankagjaldþrot Verðbólga hækkaði í 4,8 prósent í OECD löndunum í júlí. Hún var á ársgrundvelli 4,4 prósent í fyrra mánuði. Verðhækkun matvæla og olíu er sögð ráða mestu um þróunina. Verðlag hækkaði þó hægar í júlí en júní. Neysluvöruverðlag hækk- aði um 0,4 prósent í júlí, en 0,6 prósent í júní. Samkvæmt tölum OECD var verðbólga á „evrusvæðinu“ 4,1 prósent í júlí en 4,0 prósent í júní, en hæsta verðbólgan í OECD lönd- unum var á Íslandi, 13,1 prósent. Næst kom Tyrkland með 12,1 pró- senta verðbólgu. Engin önnur OECD lönd voru með meira en 10 prósenta verðbólgu. - msh Aukin verð- bólga í OECD „Að því sem ég best kemst að er þessi þjónusta ekki í boði á Íslandi. Einkaleyfastofa heldur utan um skráð vörumerki, en þeir bjóða ekki upp á notendavænan eða aðgengilegan gagnagrunn,“ segir Bryndís Óskarsdóttir, stofnandi og eigandi Logosafnsins sem hóf starfsemi sína fyrir helgi. Bryndís, sem áður rak auglýs- ingastofuna Concept, segir hug- myndina með Logosafninu vera að safna vörumerkjum fyrirtækja og félagasamtaka á einn stað þar sem þau yrðu aðgengileg. Bryndís segir algengt að útgef- endur og aðrir séu ekki með nýj- ustu útgáfur vörumerkja, og að það geti tekið langan tíma að fá nýjustu útgáfur vörumerkja í góðri upplausn frá auglýsingastof- um. Bryndís segist stefna að því að hægt verði að fletta upp hver hannaði vörumerki í Logosafninu, og sömu leiðis sjá sögu merkjanna og breytingar gegnum tíðina. Fyr- irtæki borga skráningargjald og árgjald fyrir að skrá vörumerki, en fá á móti tilkynningar í hvert sinn sem vörumerki þeirra eru sótt í safnið. - msh Opnar vörumerkja- safnið logo.is á netinu Nauðungarsölur í kjölfar veðkalla vegna „öruggra“ fasteignalána eru nú fleiri en vegna svokallaðra undirmálslána. Þá aukast vanskil á öruggum, eða fyrsta flokks, (prime) fasteignalánum nú hraðar en vanskil á undirmálslánum. Þetta kemur fram í gögnum sem samtökin Hope Now birtu í síð- ustu viku. Samtökin voru stofnuð af fjármálafyrirtækjum að til- stuðlan stjórnvalda til að aðstoða lántakendur að ná tökum á afborg- unum af fasteignaskuldum. Tölur samtakanna sýna að van- skil á undirmálslánum hafa nú aukist stöðugt síðan í apríl, en þá höfðu þau farið minnkandi um nokkurra mánaða skeið. Sú minnk- un var talin til marks um að undir- málslánakrísan væri í rénum, en aukning síðustu mánaða þykir benda til þess að hið versta sé ekki afstaðið. Þá hafa vanskil á örugg- um fasteignalánum aukist í hverj- um mánuði síðan samtökin tóku að safna upplýsingum. Alls eru um 3.6 prósent allra fasteignalána meira en 60 daga í vanskilum. - msh Enn aukast vanskil vestanhafs Nauðungarsölur vegna „öruggra“ fasteignalána nú fleiri en vegna undirmálslána. NAUÐUNGARSÖLUR Fjöldi „öruggra“ lántakenda sem lenda í nauðungarsölu bendir til þess að „undirmálslánakrísan“ hafi breitt úr sér. MARKAÐURINN/AFP Varaformaður Framsóknar- flokksins segir fátt heyr- ast frá stjórnvöldum um framtíð krónunnar. Það veki upp spurningar um hvort bankarnir starfi hér á landi til frambúðar. Formaður Vinstri grænna spyr hvert þeir gætu farið. „Ég lít svo á að við stöndum frammi fyrir því núna hvort við ætlum að halda bönkunum í land- inu eða ekki,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Hún segir að berist engin skila- boð frá stjórnvöldum um að ein- hverra breytinga sé að vænta í málefnum krónunnar, „þá tel ég að það sé mjög mikill möguleiki á að við missum þessi mikilvægu fyr- irtæki úr landi“. Valgerður kannast ekki við að hafa heyrt nokkuð um þetta innan úr bankakerfinu að öðru leyti en því sem forstöðumenn greiningar- deilda Landsbankans og Glitnis hafa sagt um þessi mál. Edda Rós Karlsdóttir og Ingólfur Bender hafa bæði sagt að bankarnir hljóti að íhuga brottför, verði ekki breyt- ing á gjaldmiðlaumhverfi hér. Forystumenn bankanna sjálfra hafa hins vegar neitað því að vera á förum. „Auðvitað hljóta menn að neita því og ég tel að forystumenn bank- anna vilji halda höfuðstöðvum þeirra áfram hér á landi. Það er hins vegar spurning hvað neyðin rekur menn út í,“ segir Valgerður. Hún segir að fátt heyrist um styrk- ingu gjaldeyrisvaraforðans, sem þyrfti að hennar mati að styrkja verulega og margfalda ef Seðla- bankinn ætli að geta verið lánveit- andi til þrautarvara. „Það eru engin merki um að það sé stefnt í breytingar hvað varðar íslensku krónuna, stöðu hennar og styrk. Þá er orðið mjög erfitt fyrir þessi fyrirtæki að starfa hér á landi. Það mun líka heldur betur koma við rekstur ríkissjóðs ef sú ákvörð- un verður tekin, auk þess sem atvinnulífið hér verður einhæf- ara,“ segir Valgerður. „Ég held að bankarnir fari að vísu ekki langt við þessar aðstæð- ur og ekki veit ég hver tekur við þeim,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. „En að sjálfsögðu viljum við koma í veg fyrir það. Að sjálfsögðu ætlum við að skapa þannig skil- yrði að fjármálastarfsemi geti verið öflug í landinu, hvort sem það er heppilegt fyrir okkur að öllu leyti að hún sé jafn ofvaxin, sérstaklega að hún vaxi jafn hratt og hún gerði, sem hefur ekki reynst vera sjálfbær vöxtur,“ segir Steingrímur og vísar til upp- sagna í bankakerfinu á árinu. „Það sem mestu máli skiptir núna er að verja lífskjörin og heimilin í landinu. Þau eru þrátt fyrir allt hornsteinn samfélags- ins,“ segir Steingrímur. Aðrir verði að horfast í augu við að öllum vandanum verði ekki velt þangað. „Það verður aldrei nein þjóðarsátt um að senda heimilun- um allan óráðsíureikninginn svo útrásar- og þotuliðið geti bara leik- ið sér áfram,“ segir Steingrímur. Hann segir að hafi menn gert mistök eða lánað ógætilega þá verði þeir bara að bera ábyrgð á því. „Það verður að horfast í augu við að það kann að kosta afskriftir og slíka hluti. Það er betri kostur en að velta bara þessum vanda í heild sinni yfir á heimilin. Enda væri það svo himinhrópandi órétt- látt,“ segir Steingrímur. Ekki sé við heimilin að sakast í sjálfu sér um efnahags- og hagstjórnarmis- tök undanfarinna ára. Ítarlega er rætt við Steingrím og Valgerði í Markaðnum sem kom út í gær. Hann má einnig nálgast á fréttavefnum visir.is. ingimar@markadurinn.is Hefur áhyggjur af því að bankarnir fari úr landi HÖFUÐSTÖÐVAR STÓRU BANKANNA ÞRIGGJA Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, óttast að bankarnir séu á leið úr landi. MYND/SAMSETT VEFUR LOGO.IS Á nýjum vef geta fyrir- tæki gegn gjaldi boðið upp á aðgang að vörumerkjum sínum. www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.