Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 12
12 6. september 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 454 4.058 -1,52% Velta: 4.705 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,53 -2,1% ... Atorka 4,77 -0,63% ... Bakkavör 25,40 -1,55% ... Eimskipafélagið 12,39 -7,19% ... Exista 6,72 -6,01% ... Glitnir 14,40 -2,11% ... Icelandair Group 20,30 -0,49% ... Kaupþing 697,00 -0,43% ... Landsbankinn 23,00 -2,13% ... Marel 84,50 -0,47% ... SPRON 3,25 -4,41% ... Straumur-Burðarás 8,67 -0,57% ... Össur 94,20 -0,21% MESTA HÆKKUN EIK BANKI +3,77% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -7,19% EXISTA -6,01% SPRON -5,50% „Viðskiptaráð leggur áherslu á að hið opinbera þurfi að stuðla að jöfnun hags- veiflna,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann hélt erindi á morgunverðarfundi ráðsins á Grand hóteli Reykjavík á fimmtudag. Ekki mætti ríkið þó stórauka umsvif sín til að mæta yfirstandandi niðursveiflu, því það yrði aðeins til þess að „draga tímabil hárra vaxta og viðvarandi verð- bólgu á langinn“. Ef ríkið héldi að sér höndum, myndi skapast svigrúm til vaxtalækkana, sem væru besta búbótin fyrir fyrirtækin og heimilin. Frosti Ólafsson, hagfræðingur Við- skiptaráðs, segir að undangengin hags- veifla hafi „að miklu leyti verið keyrð áfram af aðgerðum og ákvörðunum stjórnvalda“ og framlag fjármálastjórn- arinnar til efnahagslegs stöðugleika ekki nægjanlegt. Sveiflujöfnun á tekjuhlið- inni segir hann nú þegar vera sjálfvirka, þar sem skattatekjur aukist í góðæri, en dragist saman þegar verr árar. Æskilegt væri hins vegar að sams konar sjálfvirk jöfnun væri á útgjaldahliðinni. Útgjalda- aukningu ríkisins ætti að setja takmörk sem miðist við framleiðniaukningu og verðbólgumarkmið. Þá myndu raunút- gjöld ríkisins dragast saman í stað þess að rjúka upp þegar verðbólga færi. Á fundi Viðskiptaráðs kom hins vegar fram að Árni Mathiesen fjármálaráðherra og þingmennirnir Pétur Blöndal og Katrín Jakobsdóttir telji þessa leið ófæra. „Þótt flest bendi enn til þess að mót- lætið verði ekki langvarandi, er mikil- vægt að við bregðust við ástandinu af skynsemi,“ segir Árni og telur ójafnvægi í þjóðarbúskapnum á undanhaldi og segir búist við að verðbólga gangi hratt niður á næsta ári. Við þessa þróun segir hann að niðurstöður kjaraviðræðna verði að styðja. - msh EINBEITTIR ÁHEYRENDUR Árni Mathiesen, Erlendur Hjaltason og Katrín Jakobsdóttir hlýða á umræður um skýrslu Viðskiptaráðs, Útþensla hins opinbera. MARKAÐURINN/VALLI Hið opinbera stuðli að jöfnun hagsveiflna „Okkur finnst þetta vera gloppótt bókhald,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. Ingólfur setur mikinn fyrirvara við tölur Seðlabankans um greiðslu- jöfnuð sem birtar voru í fyrradag. Hann segir þær ekki ganga upp. „Þetta er til þess fallið að grafa undan trausti á íslensku hagkerfi,“ segir hann. Seðlabankinn sendi frá sér tölur í fyrradag sem sýna að viðskipta- jöfnuður þjóðarbúsins hafi verið neikvæður upp á 128 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Tap og afskriftir á erlendri fjárfestingu Íslendinga upp á 117 milljarða króna ræður miklu um niðurstöð- una. Talsvert frávik er í útreikning- unum, eða upp á 184 milljarða króna, líkt og Seðlabankinn bendir sjálfur á. Forstöðumenn greiningardeilda Kaupþings og Landsbankans taka í sama streng og Ingólfur og benda á að síðastliðin ár hafi tölur Seðla- bankans bent til mikils viðskipta- halla. Bankinn hafi svo sent frá sér leiðréttingu þar sem komið hafi fram að viðskiptahallinn hafi á end- anum verið lítill ef nokkur. „Við erum að koma úr miklu betri stöðu en Seðlabankinn hefur sýnt fram til þessa,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann hefur lengi gagnrýnt aðferðafræði Seðla- bankans. „Það er mjög bagalegt hvernig þetta talnaefni hefur verið hjá [Seðlabankanum] þar sem það hefur sýnt ótrúlega vitlausa stöðu. Það er beinlínis skaðlegt.“ Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, furðar sig á niðurstöðu Seðla- bankans. Hann segir orðið lítið að marka tölur um greiðslujöfnuð. Það hafi verið hægt á árum áður. Í kjöl- far útrásar bankanna og innkomu erlendra aðila á gjaldeyrismarkað fyrir um fjórum árum hafi flækju- stig aukist mjög við slíka gagna- söfnun og gert upplýsingarnar nær ómarktækar. Hafi Seðlabankanum verið bent á það ítrekað. Forstöðumenn bankanna segja allir að niðurstöður Seðlabankans hafi valdið heilabrotum í fjármála- heiminum og botni fáir í þeim. Þær hafi hins vegar haft sitt að segja um lækkun íslensku krónunnar í gær. Hún fór niður um 2,5 prósent þegar verst lét. Þegar upp var stað- ið féll hún um tvö prósent og stóð gengisvísitalan í 164,8 stigum. „Þessar tölur byggja á gögnum og skýrslum frá fyrirtækjum og eins áreiðanlegar og við getum stuðst við,“ segir Tómas Örn Krist- insson, framkvæmdastjóri pen- ingamálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann bendir á að í einhverjum til- fellum berist ekki upplýsingar í tæka tíð og neyðist bankinn þá til að áætla stöðuna eða sleppa fyrir- tækjunum alfarið úr útreikningum sínum. „Ef stórfyrirtæki með mikla starfsemi erlendis skila ekki full- nægjandi upplýsingum þá verðum við einfaldlega að lesa dagblöð til að átta okkur á stöðunni.“ Tómas segir Seðlabankanum afar þröngur stakkur sniðinn. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn skyldi hann til að birta upplýsingar um stöðuna innan ákveðins tíma auk þess sem aðrar opinberar stofnanir styðjist við þær. „Ef við værum með öll til- tæk gögn þá værum við ekki með þessa skekkju.“ jonab@markadurinn.is Seðlabankinn fær falleinkunn Seðlabanki Íslands segir erfitt að kalla eftir gögnum um erlendar eignir íslenskra fyrirtækja. „Tölurnar frá Seðlabankanum koma ekki á óvart,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. Hann segir Seðlabank- ann gera ráð fyrir að erlend hlutabréfaeign Íslend- inga hafi lækkað umtalsvert sem gerir reiknaðan viðskiptahalla mjög mikinn. „Því miður er ekkert sem bendir til annars en að þetta sé rétt og raunar er allt eins líklegt að það verði að afskrifa enn meira af þessari hlutabréfaeign á næstunni.“ Hann bendir á að bæði eignir og skuldir séu himin- háar og séu vextirnir af þeim mjög íþyngjandi. „Það mun taka þjóðarbúið langan tíma að vinna sig út úr þessum vanda.“ - jab GYLFI MAGNÚSSON KEMUR EKKI Á ÓVART STAÐAN RÆDD Í SEÐLABANKANUM Forstöðumenn greiningardeilda bankanna segja útreikninga Seðlabankans um viðskiptahalla á öðrum fjórðungi hafa valdið heila- brotum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.