Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 16
16 6. september 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo
sem títt er um Malava sem bera í
sér erfðaþátt pygmea. Þar sem
hann situr virðulega klæddur í
jakka með bindi við borð í kompu
sinni ná spjöld hátt upp eftir
öllum veggjum svo hvergi sér í.
Þetta eru mætingatöflur, ein-
kunnagröf, nemendaskrár og
línurit. Allar þessar upplýsingar
kæmust snyrtilega fyrir á einu
skjali í töflureikni í tölvu. En hér
er engin tölva. Ekki heldur sími.
Hann og aðstoðarskólastjórinn
sýna okkur pappaspjöld með
ýmsum orðum sem skráð hafa
verið með sandi og lími. Til
lesæfinga; hér eru afskaplega
fáar bækur. Foreldrar komu
saman og bjuggu til orðaspjöldin.
Fyrir utan kytruna er hálfköruð
bygging úr heimagerðum
múrsteinum. Foreldrar ætla að
byggja skólabókasafn. Það vantar
reyndar þakjárn og sement. Haft
var samband við þingmann um að
redda hlutum. Já, og reyndar
vantar líka bækur. Á móti stendur
gamla skólaálman með þakið
hrunið inn í kennslustofu, en
„nýja“ álman sem senn verður 20
ára stendur hurðalaus, vanbúin
öllu.
Í skólanum eru 900 nemendur
og átta kennarar. Hlutfall
nemenda og kennara er 120:1 en
„æskilegt“ hlutfall í þessu landi
er 60:1 gangi þróunarverkefni
eftir. Ef allir krakkar á svæði
skólans mættu væri hlutfallið 200
nemendur á hvern kennara; hér
tíðkast það bara ekki að krakk-
arnir mæti allir í skóla. Skráð
börn eru mikið fjarverandi og
stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla
því ótímabær þungun er algeng.
Krakkarnir ganga 5-15 km
daglega í skólann. Í þorpunum í
kring búa sjálfsþurftarbændur
sem varla hafa í sig og á og þegar
mikið er að gera á búinu getur
verið þörf smárra handa að
hjálpa til.
Í skjóli við gömlu álmuna er
bambusveggur og þar innan eru
stúlkur sem kokka sér mat.
Metnaðurinn er mikill fyrir hönd
þeirra sem eiga að gangast undir
samræmdu prófin. Tveimur
mánuðum áður en þau hefjast er
krökkunum sagt að mæta með
steinolíu og mat, koma sér fyrir í
skólanum með brekán og
bastmottur og lesa af kappi.
Piltar eru við samskonar matseld
við hlóðir, kennarar stía sundur
kynjunum til að halda aga og
festu við próflærdóminn. Hér og
þar standa litlar ferðatöskur með
því sem þau hafa tekið með sér.
Ef þau ná samræmdu prófunum
geta þau sótt um framhaldsskóla.
Þeir eru flestir óbyggðir í
héraðinu og kennt á berri jörðinni
eins og reyndar er títt með skóla í
Malaví. Innan við 6-7% í hverjum
árgangi fara í framhaldsskóla.
Ástæða heimsóknar okkar er sú
að Þróunarsamvinnustofnun
Íslands hefur hjálpað til við
byggingu á nær tveimur tugum
skóla í héraðinu og nú er komið
að þessum. Gera þarf upp
kennarahúsin, því án þeirra fæst
ekki hæft starfsfólk. Koma þarf
upp umhverfisvænum kömrum.
Þá vantar húsgögn í kennslustof-
ur, þjálfa þarf kennara, útvega
námsgögn og lykilatriði í öllu
skólastarfi er svo að bjóða upp á
skólamáltíðir.
Læsi í Malaví er rúmlega 60%,
minna hjá konum en körlum.
Skólastefna stjórnvalda næsta
áratug gerir ráð fyrir að 20% af
ríkisútgjöldum fari til mennta-
mála, með aðaláherslu á grunn-
skóla, en líka með framlögum til
leikskóla og framhaldsskóla auk
fullorðinsfræðslu og mennta-
brauta fyrir unglinga sem hafa
dottið úr skóla. Áætlunin er
útfærð allt niður í fjölda lesbóka
og blýanta sem hvert barn á að
fá. Byggja á 500 skóla og útvega
650 000 skólamáltíðir árlega.
Vonast er til að þá útskrifist 80%
af hverjum árgangi úr grunn-
skóla sem væri stórkostlegt
framfaraskref. Þetta kostar sitt.
Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega
eins og spáð er, og framlög verða
áfram 20% af ríkisútgjöldum,
vantar 150 milljónir Bandaríkja-
dala árlega til að ná endum
saman. Það eru litlir 12 milljarð-
ar króna á ári hverju. Erlend ríki
hafa skuldbundið sem svarar til
helmingi þess fjár í ár, en óvíst
er með framtíðina. Það vantar
því töluvert mikið til að hægt sé
að fjármagna þessa áætlun, enda
landið með þeim fátækustu í
heimi. Það má heita metnaðar-
fullt að verja fimmtungi ríkis-
útgjalda til menntamála, en
lýsandi er fyrir stöðuna að á
áratug þurfi samt að minnsta
kosti 60 milljarða íslenskra
króna erlendis frá til viðbótar
við álíka upphæð sem nú er veitt
á ári í þróunaraðstoð til mennta-
mála. Og þá er allt annað eftir.
En á næstunni eru samræmd
próf í Malaví og krakkarnir sem
nú kokka bak við hús og sofa á
bastmottum allar nætur milli
lestranna ætla sér stóra hluti
hvað sem öllu líður.
Höfundur starfar fyrir Þróunar-
samvinnustofnun í Namibíu.
O
rð geta stækkað menn og smækkað eftir atvik-
um. Orðið stækkaði Sigurbjörn Einarsson biskup.
Hann var andans maður tuttugustu aldarinnar. Um
það efast fáir. Síst er ofmælt að nafn hans sé við
hlið þeirra sem fram til þessa hefur verið skipað á
fremsta bekk kirkjusögunnar.
En var Sigurbjörn Einarsson þá fyrst og fremst maður liðins
tíma? Eða var hann ef til vill boðberi trúar sem ekki fangar
lengur huga fólksins? Hvort tveggja eru þetta spurningar sem
eðlilegt er að velta upp nú þegar lífshlaupi hans er lokið.
Þegar að er gáð var ævi hans öfugt farið við flesta að því
leyti að orð hans komst innar í hugskot þorra fólks eftir því sem
aldur hans færðist nær því að fylla tíunda tuginn. Hann náði
háum aldri en varð aldrei gamall í hugsun. Hitt er þó merki-
legra að við ævilok náðu orð hans til Íslendinga tuttugustu og
fyrstu aldarinnar jafnt sem hinna er nær honum stóðu í tíma.
Sigurbjörn Einarsson þjónaði æðsta embætti íslensku
þjóðkirkjunnar. Það gera ekki aðrir en þeir sem eitthvað er
í spunnið. Hann óx vissulega af embættisverkum sínum. En
áhrif hans helguðust ekki af embættisstöðunni. Hún er í sjálfu
sér eins konar aukahlutverk þegar áorkan hans á samfélagið er
vegin og metin.
Með öðrum orðum var það ekki biskupsskrúðinn sem varð til
þess að fólk lagði fremur við hlustir þegar hann talaði en aðrir
menn. Það var andagift hans og skýrt íslenskt tungutak sem
greiddi götu hans að huga og hjarta þjóðarinnar.
Trúlega er rétt að hann hafi komist nær hjartarótum fleiri
Íslendinga en nokkur samferðamaður hans. Einu gilti hvort
menn fylgdu trúarskoðunum hans, höfðu um þær efasemdir
eða létu þær sér í léttu rúmi liggja. Hann átti erindi við alla.
Þannig var hann miklu meira en kirkjuleiðtogi. Í Sigurbirni
Einarssyni var einnegin merkisberi íslenskrar menningar.
Vel má vera að leyndardómurinn að baki áhrifavaldi orða
hans felist í þeim einfalda veruleika að hann var alla tíð trúr
uppruna sínum. Í honum var einhver merkileg blanda þeirrar
hógværðar og lágu bursta sem einkenna skaftfellska sveita-
menningu og mustera heimsmenningarinnar.
Sigurbjörn Einarsson var forystumaður um endurreisn Skál-
holtsstaðar. Þar kom glöggt fram næmur skilningur á að sú
mikla arfleifð trúar- og menningarsögu íslensku þjóðarinnar
er ekki aðeins fyrir spjöld sögunnar. Hún er lifandi hluti sam-
tímans og ein af undirstöðum framtíðarinnar.
Því fer fjarri að Sigurbjörn Einarsson hafi alltaf mælt á þann
veg sem vænta mátti að flestir vildu heyra. Orð hans gátu valdið
vindsveipum í umræðunni. En þegar upp er staðið hafa flestir
samferðamanna hans borið hlýjar tilfinningar í garð hans.
Þjóðkirkja sem kveður slíkan mann er ekki einangruð.
Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér. Á sinn hátt var
Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga
að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu.
Sigurbjörn Einarsson:
Maður fólksins
í landinu
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Skólinn í Malenga
UMRÆÐAN
Ögmundur Jónasson skrifar um
upplýsingaskyldu
Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um
upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra.
Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem
fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið
einkavinavæðing var ekki fundið upp að
ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á
milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast
á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmála-
manna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög
raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu
ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp
nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband
einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera
meðvitaðir og upplýsa almenning.
Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi
þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim
að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem
máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög
hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið
þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama
hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar.
Einn grundvallarmunur er þó á þessum
tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu
að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþving-
aðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin
frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins
allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og
hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar
legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil.
Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún
mikið talað um þörf á lögum sem þvingi
þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki.
Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna
lögþvingun til að gera það sem hún galar um
á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að
finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga
allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að
stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undan-
bragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina
takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar
reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar
dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni
þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn
kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að
þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog
með eftirlaunalögin.
Höfundur er formaður þingflokks VG.
Þarf að beita lögþvingun?
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Í DAG | Þróunarhjálp
Drengjakór Reykjavíkur auglýsir eftir
söngelskum drengjum
6-7 ára. Æfi ngar eru einu sinni í viku í 45. mín.
Uppl. www.drengjakor.is eða í síma 896 4915.
Ekki fyrir fram
Eins og sagt var frá í blaðinu í
fimmtudag liggur umboðsmaður
Alþingis enn undir feldi og íhugar
hvort Árni Mathiesen hafi brotið gegn
góðum stjórnsýsluháttum með því að
skipa Þorstein Davíðsson héraðs-
dómara.
Umboðsmaður hefur haft málið
á sinni könnu í nokkra mánuði en
segist ekki vita hvenær úrskurðar sé
að vænta. Málið hafi þó ekki tekið
óeðlilega langan tíma.
Hvað sem því líður má að minnsta
kosti gera því skóna að áhyggjur
Árna Mathiesen, af því að
umboðsmaður hafi þegar mynd-
að sér skoðun í málinu áður en
hann tók það til umfjöllunar,
hafi verið ástæðulausar.
Café Avion
Gísli Marteinn Baldursson hefur verið
í forsvari fyrir hóp sem vinnur að því
að koma kaffihúsi í Hljómskálagarð-
inn. Vissulega fín hugmynd, enda
ljúft að eyða sólskinsdögunum í
garðinum líkt og margir vita.
Þó ber gjarnan skugga á þær
unaðsstundir þegar flugvélar fljúga
í lágflugi yfir garðinn til lendingar á
Reykjavíkurflugvelli. Kannski
fær kaffihúsið nafnið
Café Avion – Flug-
kaffi?
Úthugsað?
Gísli vill skapa rólega og skemmtilega
stemmningu á kaffihúsinu og það er
trauðla hægt á meðan flugvélarnar
sleikja rafta hússins. Kannski þetta sé
liður í að koma flugvellinum í burtu?
Kaffihúsið í Hljómskálagarðinum
snýst því kannski mun fremur um
brotthvarf flugvallar í Vatnsmýrinni en
huggulegt afdrep fyrir kaffiþyrst fólk.
Sem væri óneitanlega kaldhæðið.
Stuðningsmenn flugvallarins sjá rautt
þegar kemur að kaffidrykkju þeirra
sem vilja hann burt og tala um
„Café au lait-þambandi 101-pakk“.
Kannski kaffihúsið í Hljómskála-
garðinum verði klúbbhús þess hóps?
bergsteinn@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is