Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 22

Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 22
22 6. september 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 29. ÁGÚST. Hótel Glymur Í gærkvöldi fór ég á frumsýningu á íslenskri kvikmynd, Sveitabrúð- kaup, heitir hún og er eftir Valdísi Óskarsdóttur. Val- dís er einn af þeim sam- starfsmönnum sem gerðu árin sem ég eyddi í kvikmyndagerð ein- hvers virði. Mynd- in hennar er jafn indæl og hún sjálf og skilur mann eftir í góðu skapi yfir því að allir skuli vera jafn- ruglaðir og maður sjálfur – ef grannt er skoðað. Samgöngunefnd Alþingis gaf mér góða hugmynd þegar hún tók upp á því að gista á hóteli í staðinn fyrir að sofa heima hjá sér: Ég stakk tannburstanum og tölvunni minni ofan í bakpoka og ég er nú staddur í hótel Glym í Hvalfirði. Því miður er ég ekki í samgöngu- nefnd svo að ég verð að borga dvölina sjálfur. (Reyndar vorkenni ég samgöngunefnd að fatta ekki að gista á besta hótelinu í nágrenni Reykjavíkur). Hérna ætla ég að vera yfir helg- ina til að hafa nauðsynlegt næði til að klára bókina sem ég er að skrifa. Hér er nefnilega ró og frið- ur. Þótt ég sakni þess hálfpartinn er það ákveðinn kostur að hér skuli engin barnabörn klifra upp í kjöltuna á mér meðan ég er að skrifa og biðja mig að sýna sér mynd af gíraffa eða tígrisdýri í tölvunni minni. Enginn spyr hvort ég hafi munað að kaupa kartöflur til að hafa með fiskinum. Hótel Glymur er eins og besta sveitaheimili í orðsins fyllstu merkingu. Og okkar á milli sagt þykir mér líf í munaði mjög notalegt öðru hverju, svo að það er eins gott að ég skuli ekki hafa frjálsan aðgang að almannafé. SUNNUDAGUR, 31. ÁGÚST. Bláber fyrir milljónir Helgin hefur liðið í nær samfelldri vinnulotu með einni og einni kríu inni á milli. Ég sé fyrir endann á því sem ég þurfti að gera. Eftir hádegið í dag fór ég út að skemmta mér við að tína ber. Önnur eins býsn af matvælum á víðavangi hef ég ekki séð í annan tíma. Það tók sirka fimm mínútur að tína í bláberjabox eins og kosta fjögur til fimmhundruð krónur og maður hefur aldrei efni á í mat- vörubúðum. Og berin sem ég tíndi voru fersk og fín en ekki húðuð með vaxi og rotvarnarefnum úr muldum múmíum. Á hálftíma borðaði ég bláber fyrir á að giska tvöþúsund krónur þarna alveg ókeypis. Það sá samt ekki högg á vatni. Þarna voru ótínd bláber fyrir fleiri hundruð og fimmtíu milljónir. Hvalfjörðurinn er dásamlegur. Mér finnst samt merkilegt að þjóð sem vílar ekki fyrir sér að rífa flest hús sem hafa eitthvert sögu- legt gildi skuli ekki hafa hug- myndaflug til að skrúfa sundur þessa ömurlegu járnblendiverk- smiðju, setja ruslið í gám og senda til Noregs þar sem nóg er af fallegum fjörðum sem Norð- menn geta eyðilagt heima hjá sjálfum sér. MÁNUDAGUR, 1. SEPTEMBER. Að koma óorði á dagbækur Ég er smeykur um að hinar skáldlegu dagbókarfærslur Matthíasar Johannessens – til að mynda um Guðjón Friðriks- son ævisagna- snilling – geti komið óorði á dagbókar- formið. Mér þykir að minnsta kosti vissara að birta dagbók- ina mína jafn- óðum og ég skrifa hana í stað þess að bíða eftir því að ég sé orðinn endanlega gal- inn. Frú Sólveig kom í kvöld að sækja mig. Ég var flottur á því og bauð henni með mér í heita pottinn og lét bera henni kælt hvítvín. Svo leiddi ég hana að kvöldverðar- borði og við snæddum málsverð sem var svo góður að jafnvel spillt- ustu stjórnmálamenn hafa varla bragðað annað eins. Við förum bara heim í fyrramálið. Rómantík – í hófi – hlýt- ur að vera leyfileg jafn- vel á krepputímum. ÞRIÐJUDAGUR, 2. SEPTEMBER. Um „barnalán“ og fyrir- bænir Kom heim úr Hval- firðinum í dag. Svei mér ef ég gekk ekki í end- urnýjun lífdag- anna þarna á Hótel Glym. Helgi kokkur útskrifaði mig meira að segja með bita af súkkul- aðitertu sem var svo mögnuð að mig brestur skálda- gáfu til að lýsa henni nógsamlega. Þegar maður kemur í bæinn aftur fer maður að fylgjast með fréttum. Mér þykir mjög undar- legt að Alþingi skyldi hafna ósk hindúans Rajans Zed (hver sem það nú er) um að hann fái að fara með sérstaka opnunarbæn hindúa við setningu Alþingis. Með fyllstu virðingu fyrir Alþingi Íslendinga þá er þetta ekki skynsamlegt. Ef einhver segist vera fús til að biðja fyrir ríkis- stjórninni okkar og þingmönnum er beinlínis glæfra- legt að taka því boði ekki með þakklæti því að ekki veitir af. Ennþá geggj- aðri frétt er sú að Geir Haarde segir að búið sé að slá lán upp á tvöhundruð og fimmtíu milljónir evra – til að styrkja gjaldeyris- varaforðann. Sem eina ráðstöfun ríkisstjórnar- innar gagnvart kreppunni sem Flokkurinn hafði yfirumsjón með að búa til þá er mjög sniðugt að taka meiri lán en áður. Þetta þyrfti hver einasti maður á landinu að gera líka. Lánið verður svo borgað við hentugleika af börnunum okkar svo að þessa ráðstöfun má með sanni kalla „barna- lán“ og barnalán hefur verið talið mjög eftir- sóknarvert hingað til – þótt það hafi kannski verið í dáldið gamaldags merkingu. MIÐVIKUDAGUR, 3. SEPTEMBER. Gruggugt farvatn fjár- málaráðherrans Nú er það nýjast að íslenska ríkið sem er nýbúið að borga fimm milljónir króna svo að mennta- málaráðherrann okkar geti horft á handbolta með manninum sínum getur ekki borgað ljósmæðrum sanngjarnt kaup enda verður að forgangsraða í pólitíkinni. Árni Matt. (sem er fjármálaráð- herra þegar hann er ekki í skít- verkum fyrir dómsmálaráðherr- ann sem eru í eilífðarrannsókn hjá umboðsmanni Alþingis) „sagðist vel meðvitaður um stjórnarsátt- málann en benti á að í þeim samn- ingum sem þegar hefðu verið gerðir hefðu náðst áfangar (sic). Þá væri ríkisstjórnin með ákveðna hluti í farvatninu og áfangaskýrsla þar um yrði skilað í haust (sic!). Enginn væri að misvirða störf ljósmæðra en staðan væri sú að þrengra væri um vik að gera jafn- vel leiðréttingar (sic!!).“ Svona steinsteyptar pælingar skil ég ekki. Ég veit þó að á norsku merkir „farvatn“ svona hérumbil „siglingaleið“. Árni er þá sennilega að reyna að slæða lausnir á málum ljósmæðra upp úr „farvatninu“. Vonandi kemur ekki upp úr grugginu eitt- hvað óhreint, til dæmis varðandi embættisveitingu ellegar sölu á mannvirkjum á Keflavíkurflug- velli. FIMMTUDAGUR, 4. SEPTEMBER. Ódýr manngjöld Einn af „Breiðavíkurdrengjunum“ segir að hugmyndir ríkisstjórnar- innar um bætur til þeirra sem vistaðir voru á þessu illræmda „uppeldishæli“ séu beinlínis móðgandi og bætir því við að stjórnin geti stungið þessum pen- ingum þangað sem sólin nær ekki að skína. Hann orðar þetta að vísu öðru- vísi en mikið skil ég manninn vel. „Breiðavíkurdrengirnir“ og aðrir sem hafa orðið að þola félags- legt ranglæti og pyntingar og sumir kynferðislega misnotkun í ofanálag eiga í fyrsta lagi að fá fallega og mann- eskjulega afsökunar- beiðni og í annan stað sanngjarnar fébætur eða mann- gjöld fyrir þá sem fallnir eru en ekki smánarbætur. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram eru ríkis stjórn og Alþingi til minnkunar og gera ekki annað en misbjóða mönnum sem hafa feng- ið að þola meira en nóg af hálfu hins opinbera. Þrjúhundruð og eitthvað þús- und krónur fyrir að þola ranglæti og jafnvel pyntingar af hálfu „hins opinbera“ sýnir hvaða virðingu fulltrúar „hins opinbera“ bera enn þann dag í dag fyrir venjulegu fólki. Svona framkoma heitir að bæta gráu ofan á svart – og ef einhver skilur ekki það orðtæki þá merkir það að gera illt verra. Hvað skyldi forsætisráðherran- um okkar þykja passlegar skaða- bætur handa sjálfum sér ef hann væri handtekinn fyrir engar sakir, tekinn frá fjölskyldu sinni og vist- aður einhvers staðar í sosum fjögur ár, laminn, lítillækkaður og misnotaður kynferðislega – og það ekki af sætustu stúlkunni á ball- inu? Sjálfur sé ég ekki verðmæta- mun á sálarheill barna hvort sem þau verða rónar eða ráðherrar eða eitthvað þar á milli. Að bæta gráu ofan á svart Í dagbók Þráins Bertelssonar er meðal annars fjallað um verðmætamat á sálarheill róna og ráðherra, sagt frá lúxusdvöl á hóteli og minnst á Sveitabrúðkaup og flunkunýja merkingu orðsins „barnalán“. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND NJARÐARBRAUT 11A - REYKJANESBÆR - SÍMI: 585 2888 VIÐ FELLSMÚLA - 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 RÝMINGARSALA! NUDDPOTTAR Opið: Mán. til fös. kl. 9 - 18 Laugard. kl. 10 - 16 Sunnud. kl. 12 - 16 * Sérskilmálar 399.900 Tilboðsverð: Innifalið í tilboði: 7 sæta nuddpottur stærð 203cm x 197cm x 90cm / 2 vatnsnudddælur 21 vatnsnuddstútar / Digital stjórnborð, stýrir nudddælum, hitastýringu, hreinsikerfi og ljósum / Ozone hreinsikerfi og 3kw hitari 4 LED ljós í skel / Einangruð skel og vandað lok, lágmarkað hitatap. Verð: 499.900 Greiðslukjör til allt að 36 mán.Takmarkað magn!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.