Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 26

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 26
26 6. september 2008 LAUGARDAGUR Höfuð- atriðið er að geta falið Guði forsjána fyrir sjálfum sér og þessum auma heimi. Um vonina og trúna. Ég er sjálfur alinn upp við stritvinnu og það spurði enginn um það hvort þetta ætti að vera svona eða ekki. Þetta var bara tilveran eins og hún var. Um áherslurnar á vinnu og reglusemi í eigin lífi. Átroðningur umhverfis- ins er óskaplegur og satt að segja ískyggilega mikill. Um friðleysi til trúariðkana á heimilum nútím- ans. „ÉG SKÍRI ÞIG“ Sr. Sigurbjörn messar í Hallgríms- kirkju í tilefni af 50 ára prestskap í september 1988 og skírir Þorkel Helga Sigfússon, barnabarn Þorkels sonar síns. Við sömu athöfn skírði hann Örn Ými Arason. Þeir Þorkell Helgi og Örn Ýmir munu syngja tvísöng við útförina í dag. MYND/KRISTJÁN ARI EINARSSON MEÐ STÓRFJÖLSKYLDUNNI Hr. Sigurbjörn fagnar níutíu og fimm ára afmælinu með fólkinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HUGSANDI Málefni samtímans hvíldu á Sigurbirni á hverjum tíma. MEÐ SONUM OG TENGDASYNI Sr. Árni Bergur, sr. Einar, sr. Sigurbjörn, sr. Karl og sr. Bernharð Guðmundsson. V irðing og þökk eru efstar í huga íslensku þjóðarinnar í dag er hún kveður ástsælan leiðtoga, herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og athöfninni verður útvarpað og sjónvarpað. Viðtal við herra Sigurbjörn birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmum tveimur árum þegar hann varð níutíu og fimm ára. Þar fjallaði hann um líf sitt og starf, trú og skoðanir í samtali við Svavar Hávarðsson. Þær tilvitnanir sem hér birtast eru þangað sóttar. NÝVÍGÐUR BISKUP 29. APRÍL 1959 Hr. Sigurbjörn stendur hér milli Ásmundar bisk- ups Guðmundssonar og sr. Bjarna Jónssonar Dómkirkjuprests. Að geta falið Guði forsjána SJÖTUGSAFMÆLIÐ Sigurbjörn og kona hans, Magnea Þorkelsdóttir, heilsa Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, þegar hún kemur í sjötugsafmæli hans 30. júní 1981. AFMÆLISBARN Sigurbjörn á níutíu og fimm ára afmælinu 30. júní 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ég hef trúað því að henn- ar fyrirbæn- ir hafi haft mikið gildi fyrir mig í lífinu. Um áhrif móður hans sem dó þegar hann var hálfs ann- ars árs. Ég lifði það sem heitir helgi og fannst sem Guð væri í nánd. Ég fann alla vega að hann skipti máli. Um andrúmsloftið sem ríkti á æskuheimilinu þegar lesnir voru húslestrar. Það er staðreynd að lífsgleðin vex ekki í takt við lífsgæði, lífsþægindi og lífsnautnir. Því fer fjarri. Um streitu og lífsleiða sem vart verður í nútímanum. Núna þarf virkilega sterk bein til að þola þá góðu daga sem við njótum og heimtum. Um hætturnar sem felast í allsnægtunum. Ég vil ekkert reyna að meta hvað er fram undan en segi bara að Guð minn verð- ur að sjá fyrir því. Um framtíð lands, þjóðar og tungu. Ég ætl- aði alltaf að verða prest- ur, annað kom aldrei til greina. (Um lærdómsþorstann sem hann þurfti að svala áður en hann tæki vígslu.)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.