Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 31

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 31
F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Kókósklattar Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta er gamall enskur sportari. Nefnist MG Midget og ég veit ekki um neinn annan eins og þennan á landinu,“ segir Margrét Kjartansdóttir um bílinn sinn, sem er af árgerð 1974 og skráður fornbíll. Spurð hvort henni finn- ist gaman að tæta um á svona tæki svarar hún. „Já, já. Hann er reyndar ekkert svakalega kraft- mikill miðað við nútíma sportbíla en samt alveg ágætlega skemmti- lega snöggur.“ En hvar náði hún í hann? „Ég bara fékk hann í afmælisgjöf frá manninum mínum fyrir nokkrum árum. Ég hafði verið að skoða Triumph og aðra sambærilega bíla en bónd- inn fann þennan handa mér á bíla- sölu. Það hafði einhver flutt hann inn frá Englandi.“ Margrét segir bílinn hafa að mestu verið vel útlítandi og vel með farinn þegar hún fékk hann. „Við höfum aðeins flikkað upp á hann en ekkert stórvægilegt. Maðurinn minn er vélstjóri og laginn að gera við ef hann ætlar sér það,“ segir hún til skýringar. En eru engin vandamál að fá varahluti í hann? „Nei, það er mjög þægilegt. Ég er í góðu sambandi við fyrirtæki úti í Englandi og það sendir hluti um hæl þegar ég panta þá,“ segir eigandinn. Þetta er sumarbíll að sögn Mar- grétar. „Ég legg honum alltaf á veturna,“ útskýrir hún brosandi. „Hann bara hentar ekki til vetrar- aksturs. Mundi sitja fastur í fyrsta skafli.“ Hún kveðst þó ekki láta sér nægja að aka bílnum á götum borgarinnar heldur fara líka á honum um landið. Spurð hvort bíllinn veki ekki athygli hvar sem hún fer svarar hún. „Jú, það eru oft einhverjir að virða hann fyrir sér þegar ég kem að honum á bílastæðum.“ gun@frettabladid.is Gamall enskur sportari Þegar Margrét Kjartansdóttir hundasnyrtir kemur að bílnum sínum á stæði er oft einhver að virða hann fyrir sér. Enda er hann eftirtektarverður og sennilega enginn annar hér á landi alveg eins og hann. Margrét með sumarbílinn sinn sem er fornbíll af gerðinni MG Midget. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐA- OG ÚTIVISTARFÉLAGIÐ Slóðavinir stendur fyrir fjölskylduhátíð á svæði Vélhjólaíþróttafélagsins Vík í Bolaöldu í dag. Hátíðinni, sem hefst klukkan 12, lýkur með grillveislu. Félagar og velunnarar félagsins eru velkomnir. Frekari upplýsingar um hátíðina á heimasíðu félagsins www.slodavinir.org.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.