Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 06.09.2008, Síða 32
                 !" # $%&' ($'&)*'* + ,-./0 1 23,   1 23,                  ! "#$ % &    '  ( )*                                      !" # $ $  "  "$%     $    &  '$      ( #          )  # * ( # (   (   + $    ,*  &   -  , -  .                    ,  /           $"  %  0,    )     .       $  ,4 56784719 .    $ 1    234#555     $ . '  0  . 6 75555  80(      6 + ( #  " # , $,    # .  ( # #  # $ ,  ".* Haustferðir í september: Skráning í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is • Grill og gaman í Básum • Laugavegur -hraðferð • Jeppaferð um Breiðbak • Jeppaferð norðan Hofsjökuls Myndir úr gönguferð ÍT-ferða um Svartfjallaland síðastliðið vor verða sýndar í fundarsal ÍBR á 3. hæð í íþróttamiðstöðinni í Laugar- dal á morgun, sunnudaginn 7. sept- ember. Í framhaldinu verður kynning á gönguferðum ÍT-ferða árið 2009. Myndasýningin hefst klukkan 16 en kynningin klukkan 17 og allir eru velkomnir á hvortveggja. Svartfjalla- land til sýnis Vinkonur á göngu um Svartfjallaland. MYND/HJÖRDÍS FJÓRHJÓLAÆVINTÝRI bjóða upp ýmsar gerðir ferða á Reykja- nesi og í Krísuvík. Fyrirtækið skipuleggur líka ferðir fyrir hópa eftir samkomulagi, til dæmis starfsmannaferðir, fjölskylduferðir og fleira. Frekari upplýsingar á www.atv-adventures.com/ og info@atv4x4.is. Hótel Laxnes er heiti á nýju hóteli sem var opnað í hjarta Mosfellsbæjar í gær. Nýja hótelið býður upp á svítur, rúmgóð herbergi og herbergi með sérinngangi og eldunaraðstöðu ásamt sérútbúnum stúdíóíbúðum fyrir fatlaða á fyrstu hæð. Útsýnið frá hótelinu er vítt þar sem það stendur á ási í miðjum bænum. Stutt er í sundlaug, hestaleigu og strætisvagnastöð og þá eru golf- vellir einnig skammt undan. Fjöl- breyttar gönguleiðir eru í kring, bæði um stíga og ósnortna náttúru. Eigandi hótelsins er Albert Rúts- son, þekktur sem bílasalinn og skemmtikrafturinn Alli Rúts. Upplýsingar eru á www.hotel- laxnes.is - gun Svítur og sérinngangur Hótel Laxnes í hjarta Mosfellsbæjar. MYND/HÓTEL LAXNES Frásagnir og fjársjóðsleit TEAM EVENT BÝÐUR UPP HÓP- EFLISLEIKI OG GÖNGUFERÐIR UM KAUPMANNAHÖFN. Fyrirtækið Team Event stendur fyrir hópeflisleikjum í miðborg Kaupmannahafnar sem eru tilvaldir fyrir hópa og fyrirtæki á leið borgarinnar. Fjársjóðsleit kallast leikur sem fer fram á afmörkuðu svæði og gengur út á að leysa vísbendingar sem eiga það sameiginlegt að tengjast sögu og staðháttum í miðborg- inni. Copenhagen Race er hins vegar leikur í þremur stigum þar sem hóparnir leysa sem flestar þrautir og verkefni á sem skemmstum tíma. Fyrirtækið býður líka upp á gönguferðir fyrir hópa á athyglisverða staði í mið- borginni sem er ágæt leið til að kynnast betur Kaupmannahöfn. Nánar á www.teamevent.is og info@teamevent.org. - rve Kaupmannahöfn er í brennidepli í leikjum Team Event. MYND/ÚR EINKASAFNI Ferðafélag Íslands efnir til göngu á Kvígindisfell sunnudaginn 21. september, en útsýni af því telst vera einstakt. Hingað til hefur ekki verið ýkja tíðförult á það þótt það sé létt yfirferðar. Kvíg- indisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, í um klukku- stundar akstri frá Reykjavík. Ferðafélagið lauk stikun göngu- leiðar á það í hittifyrra. Það mun setja upp upplýsingaskilti um fjallið og útsýni af því við upp- göngustað í Víðikerum á næstu dögum. Lagt verður af stað í ferðina frá Mörkinni 6 klukkan 10.30. Farið er á einkabílum en þátttakendur safnast saman í bíla fyrir brottför. Sjá www.fi.is. Einstakt útsýni FERÐAFÉLAG ÍSLANDS EFNIR TIL GÖNGU Á KVÍGINDISFELL 21. SEPTEMBER.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.